Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Page 86

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Page 86
6 Gott í gogginn Páskablað 11. apríl 2017KYNNINGARBLAÐ Fyrirtaks veitingar í erfidrykkjur, fermingarveislur, brúðkaup og afmæli SmurbrauðSStofa Sylvíu Guðrún Pétursdóttir, mat-reiðslumeistari með diplóma í danskri smurbrauðsgerð, rekur Smurbrauðsstofu Sylvíu að laugavegi 170. Þar er boðið upp á veisluþjónustu auk þess sem starfræktur er lítill veitingastaður þar sem boðið er upp á súpu og smurbrauð í hádeginu, en þetta nýta sér margir sem vinna í ná- grenninu. Guðrún keypti fyrirtækið af tengdamóður sinni, Sylvíu, í fyrravor, en Sylvía, sem er lærð smurbrauðsjómfrú frá Danmörku, rak Smurbrauðsstofu Sylvíu í aldarfjórðung. Þetta er því fyrirtæki sem stendur á gömlum og traust- um grunni og sérhæfir sig í sinni kunnáttu og færni. „Ég held að danska smurbrauðið gefi okkur ákveðna sérstöðu því fyrir utan Jómfrúna við lækjargötu eru engir aðrir sem leggja alla áherslu á danskt smurbrauð,“ segir Guðrún Pétursdóttir. Hún lærði matreiðslu fyrst í Perlunni, fór síðan í formlegt matreiðslunám og útskrifaðist sem meistari. Smurbrauðsgerð lærði hún af tengdamóður sinni og lauk diplóma með lokaprófi að viðstödd- um prófdómara, en fagið er ekki kennt á íslandi. Smurbrauðsgerðin verður áfram þungamiðjan í starfseminni en auk þess býður Guðrún upp á ýmislegt annað, til dæmis tapasrétti, köku- hlaðborð og skrautlegar og afar girnilegar brauðtertur. Erfidrykkjur, brúðkaupsveislur, fermingarveislur, afmæli „Ég sinni mikið erfidrykkjum og brúðkaupsveislum. Einnig leita fyr- irtæki oft til mín og panta fundar- brauð. Síðan eru það líka afmæl- isveislur, fermingarveislur og fleiri stórveislur,“ segir Guðrún. Hún afgreiðir pantanir um helgar ef pantað er fyrir helgi og er sú þjónusta mikið notuð. aðspurð viðurkennir Guðrún að hún sé alltaf vinnandi en hún hafi líka afar gam- an af vinnunni. veitingastaðurinn að lauga- vegi 170 er opinn virka daga frá kl. 11 til 17 en tekið er við pöntunum á öðrum tímum í síma 552-4825. facebook-síða Smurbrauðsstofu Sylvíu er mjög lífleg, þar gefur að líta myndir af fallegum og skraut- legum réttum og reglulega eru í gangi skemmtilegir verðlaunaleikir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.