Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Qupperneq 6
6 Helgarblað 12.–15. maí 2017fréttir Ó lafur Bragi Bragason er ekki lengur eftirlýstur á heima- síðu Interpol en alþjóðalög- reglan hefur lýst eftir honum í nærri 20 ár. Á heimasíðu Interpol er nú aðeins lýst eftir ein- um Íslendingi, Róberti Tómassyni. Alfreð Clausen var um tíma með- al eftirlýstra Íslendinga en var fjar- lægður af vef Interpol í fyrra. Enginn er eftirlýstur fyrir hönd ís- lenskra yfirvalda á heimasíðunni. Það er mikil breyting frá árinu 2015 þegar átta erlendir ríkisborgarar voru eft- irlýstir á vef Interpol. Ekki fást upp- lýsingar um hvort mennirnir hafi ver- ið framseldir til hlutaðeigandi landa. Jón F. Bjartmarz, yfirlögreglu- þjónn hjá embætti ríkislögreglu- stjóra, segir í skriflegu svari til DV að það sé misjafnt hvort eða hvenær til- kynning um eftirlýsingu sé send aft- ur eða áréttuð. Jón vildi lítið tjá sig um hvort þeir sem íslensk yfirvöld hafa lýst eftir hafi verið framseldir hingað. Af svari hans að dæma er þó vel mögulegt að mennirnir séu enn ófundnir. Ísland hefur ekki haft full- trúa hjá Interpol síðan á níunda ára- tug síðustu aldar. Eftirlýstur í tvo áratugi Ólafur Bragi Bragason hafði verið eftirlýstur af Interpol frá árinu 1998 fyrir hönd túnískra yfirvalda sem gruna hann um að hafa flutt inn tvö tonn af hassi til Túnis það sama ár. Ólafur Bragi hefur ítrekað verið dæmdur bæði á Íslandi og erlendis fyrir fíkniefnabrot. Samkvæmt Þjóð- skrá er Ólafur Bragi með lögheimili í útlöndum en ekki er tilgreint í hvaða landi. Hann verður sextugur síðar á þessu ári. Ólafur Bragi var síðast dæmdur í fangelsi árið 1994 í Danmörku en þar var hann handtekinn með 100 kíló af hassi. Árið 1985 var hann í tvígang handtekinn á Keflavíkurflugvelli þar sem hann reyndi að smygla hassolíu til landsins, annars vegar 10 grömmum af hassolíu í endaþarmi og 100 grömmum sem hann faldi í bók. Hann var þá dæmdur í sex mánaða fangelsi. Handtekinn í Þýskalandi Líkt og fyrr segir hefur Ólafur Bragi verið eftirlýstur í nærri tvo áratugi. RÚV greindi frá því árið 1998 að hann væri grunaður um að tilheyra glæpasamtökum í Evrópu. Hann hafði þá verið handtekinn í Karlsru- he í Þýskalandi. Þá greindi Morgun- blaðið frá því að Ólafur Bragi hafi beðið íslensk stjórnvöld að fara fram á að hann yrði ekki framseldur til Túnis. Svo fór að honum var sleppt úr gæsluvarðhaldi í Þýskalandi þar sem yfirvöld í Túnis höfðu ekki afl- að nægilegra gagna til að fá hann framseldan. Þá var talið líklegt að hann myndi snúa aftur til Íslands. Aðeins einn enn eftirlýstur Eini maðurinn sem enn er eftirlýstur af Interpol og tengist Íslandi er Róbert Tómasson. Hann fæddist í Jórdaníu en gerðist íslenskur ríkisborgari á tíunda áratugnum. Hann flutti til Bandaríkjanna þar sem hann var í lok árs 2001 handtekinn og ákærður fyrir að hafa rænt og hótað með byssu samstarfsmanni sínum í bílaumboði í Kaliforníu. Hann greiddi tryggingargjald en síðan þá hefur ekkert spurst til hans. Samkvæmt Þjóðskrá er hann búsettur í Bandaríkjunum. Íslendingar gómaðir Íslensk lögregluyfirvöld hafa í gegn- um tíðina óskað eftir aðstoð Interpol við að lýsa eftir fjölda einstaklinga. Þar á meðal eru bæði útlendingar og Íslendingar. Nú er sú staða uppi að á heimasíðu Interpol er ekki lýst eftir neinum fyrir hönd Íslands. Meðal Íslendinga sem hafa verið eftirlýst- ir á síðustu árum má nefna Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarfor- mann Kaupþings, Gunnar Þór Grét- arsson, sem var grunaður um smygl á amfetamíni, og Jón Valdimar Jó- hannsson, sem var dæmdur fyr- ir líkamsárás á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi. Allir þrír hafa ver- ið gómaðir. Var síðast í fangelsi í Líbanon Sem dæmi um erlenda menn sem voru nýlega á lista eftirlýstra fyrir hönd íslenskra yfirvalda má nefna Mohd Bashar Najeh Suleiman Almasaid, sem var árið 2006 dæmd- ur fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot en amfetamín og e-töflur fundust á veitingastaðnum hans, Purple On- ion. Hann flúði Ísland á skútu og var síðast vitað til þess að hann væri í fangelsi í Líbanon. Annað dæmi sem má nefna er Haítímaðurinn Yves Fancois, sem var grunaður um kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Hann kom til landsins á grundvelli fjölskyldu- sameiningar en talið er að hann hafi flúið land árið 2014. Óvíst er hvort búið sé að dæma í máli hans þar sem nöfn eru nær alltaf afmáð úr dómum vegna kynferðisbrota. Að lokum má nefna Ali Zerbout, sem var eftirlýstur um árabil á vef Interpol, en hann var dæmdur árið 2002 í sex ára fangelsi fyrir að hafa stungið Redouane Adam Anbari fyrir utan Hróa hött í Fákafeni. Eftir því sem DV kemst næst hefur hann ekki verið gómaður. n Ólafur Bragi ekki lengur eftirlýstur af Interpol n Enginn er lengur eftirlýstur af íslenskum yfirvöldum en voru átta árið 2015 Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Grunaður um smygl Gunnar Þór var framseldur til íslands í fyrra. Flúði á skútu Almasaid faldi fíkniefni á Purple onion. Framseldur Jón Valdimar var dæmdur fyrir líkamsárás á Spot. Eftirlýstur í 20 ár Ólafur Bragi Bragason hafði verið á lista Interpol frá árinu 1998. Stal jakka og gítar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni karlmann á fimmtugsaldri í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og umferðar- og fíkni- efnalagabrot. Maðurinn var með- al annars ákærður fyrir að hafa brotist inn í verslun Tónastöðvar- innar í september í fyrra og stolið þaðan gítar að óþekktu verð- mæti. Stuttu síðar var hann gó- maður í verslun Gallerí Sautján í Kringlunni þar sem hann hafði stolið jakka að verðmæti tæplega 38 þúsund krónur. Maðurinn var einnig ákærð- ur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttind- um. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi en hann á að baki sakafer- il. Auk þess að sæta fjögurra mánaða fangelsi var maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt og dæmdur til greiðslu sakarkostn- aðar að upphæð rúmlega 300 þúsund krónur. Guðni á leið til Færeyja Forseti Íslands, Guðni Th. Jó- hannesson, og frú Eliza Reid halda í heimsókn til Færeyja mánudaginn 15. maí næstkom- andi. Í heimsókninni mun for- seti eiga fundi með færeyskum ráðamönnum, skoða skóla og vinnustaði, halda fyrirlestur við háskóla Færeyja og efla kynni við Færeyinga með ýmsum hætti. Með í för verða utanríkisráð- herra, Guðlaugur Þór Þórðar- son, og frú Ágústa Johnson, kona hans, auk embættismanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu. Í upphafi heimsóknarinnar á Guðni fund með Aksel V. Johannesen, lög- manni Færeyja. Þá skoðar forseti minjasafn í Miðvogi, fiskvinnslu- stöð á Vogey og þiggur kvöldverð í boði bæjarstjóra Sörvágs. Á þriðjudaginn mun Guðni flytja fyrirlestur í boði háskólans í Þórs- höfn, Fróðskaparseturs Færeyja, og fjallar þar um landhelgisdeil- ur þjóðanna við grannþjóðir á liðinni öld og málefni hafsins í samtímanum. Þann dag skoðar hann einnig gallerí og listasafn og heimsækir Nólsey skammt frá Þórshöfn. Á miðvikudegi mun Guðni eiga fund með forsvarsmönn- um SEV, orkuveitu Færeyja. Stjórnendur hennar hafa sett sér áhugaverð markmið um um- hverfisvæna orku, sem byggir öðru fremur á vindmyllum, enda er vatnsorka af mjög skornum skammti í landinu. Forseti mun eiga fund með ráðherrum Fær- eyja og heimsækja Lögþingið auk þess að fræðast um bókmennta- starf Færeyinga í húsi Williams Heinesens, hins ástsæla sagna- skálds. Þennan dag býður lög- maður Færeyja forsetahjónum til hátíðarkvöldverðar í Þórshöfn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.