Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Qupperneq 12
12 Helgarblað 12.–15. maí 2017fréttir „Ég vil aldrei heyra þetta hljóð aftur“ n Karlmaður framdi sjálfsvíg á miðvikudaginn n Stökk út um glugga í Hátúni R étt fyrir miðnætti á miðviku- daginn framdi íbúi í blokk- um Öryrkjabandalagsins við Hátún sjálfsvíg með því að henda sér út um glugga af einni af efstu hæðum hússins. Maðurinn var rétt rúmlega fimm- tugur. Að sögn Júlíusar Þórðarsonar, íbúa í blokkunum og vinar manns- ins, er þetta fimmti íbúinn sem hann þekkti persónulega sem sviptir sig lífi á þennan hátt frá því að hann flutti í blokkina árið 2001. Hann segist hafa orðið vitni að þeim flestum. „Hátún er biðsalur dauðans,“ segir Júlíus. Júlíus lýsir manninum sem lést á miðvikudaginn sem góðum manni sem öllum líkaði vel við. Hann hafi verið rólegur í fasi en skarpgáfaður. Júlíus segir að hann hafi haft mikinn áhuga á skák og verið sterkur skák- maður. Hildur Hjálmarsdóttir, íbúi á jarð- hæð í blokkunum, kom að mannin- um en hann féll niður beint fyrir utan svefnherbergi hennar. Hún segist ekki hafa hætt að skjálfa þegar hún ræddi við blaðamann DV daginn eft- ir. Blóðsletta á verönd hennar hafði enn ekki verið þrifin. Leo J. W. Ingason missti son sinn, Gunnar Leó Leosson, árið 2007 með þessum hætti en hann var nýfluttur í blokkirnar. Öll eru þau sammála um að ábyrgð stjórnvalda sé mikil. DV óskaði eftir viðtali við Björn Arnar Magnússon, fram- kvæmdastjóra Brynju – Hússjóðs Ör- yrkjabandalagsins, sem á og rekur íbúðirnar í Hátúni 10, en ekki náðist í hann, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Hátúnið, og íbúarnir þar, hefur verið mér hugleikið, enda sagði ég af mér formennsku í ÖBÍ vegna andstöðu Hússjóðsins við róttækar umbætur,“ sagði Sigursteinn Másson, fyrrver- andi formaður Öryrkjabandalagsins og Geðhjálpar, í samtali við DV. Vill aldrei heyra þetta hljóð aftur Hildur er nýflutt á jarðhæð þar sem henni finnst gott að geta farið beint út á veröndina vegna veikinda sinna. Hún var í áfalli en þó brött þegar hún tók á móti blaðamanni. Hún þekkti manninn sem lést ágætlega að eig- in sögn. Það var um ellefuleytið á miðvikudagskvöld, þegar Hildur var í tölvunni, að hún heyrir þungt högg fyrir utan. Hún leit út og sá að vinur hennar lá í blóði sínu fyrir utan á ver- öndinni. „Hann lá með hendurnar frá sér. Ég reyndi að hringja í 112 en ég skalf svo mikið að ég gat það varla. Ég fór svo strax út til hans og sagði honum að hjálp væri á leiðinni en ég sá á augunum að þetta var búið,“ seg- ir Hildur. Hildur segir að þetta hafi verið einfaldlega skelfileg lífsreynsla. Hún segir að lögreglan hafi staðið sig með prýði en furðar sig þó á því að sér hafi ekki verið boðið upp á áfallahjálp. Hún segir þó að prestur hafi boðað komu sína síðar um daginn. „Þetta er bara hryllingur. Það er enn þá blóð fyrir utan,“ segir Hildur. Hún segist vilja skipta um hellurnar og láta grasleggja fyrir utan íbúðina sína þar sem hún búist allt eins við því að þetta muni endurtaka sig. „Ég vil aldrei heyra þetta hljóð aftur,“ seg- ir Hildur. Sjálfsvígin þögguð niður Júlíus bendir á að ríflega þrítug kona hafi hent sér úr blokkinni á nákvæm- lega sama stað árið 2011. Hann kom að henni og segir það hneyksli hvernig það mál var meðhöndlað. „Hún henti sér niður út um glugga á 8. hæð. Hún var lengi í dauðateygj- um en vettvangurinn var opinn alltof lengi. Líkið lá svo fyrir allra manna sjónum í um 20 mínútur. Ég gekk í kringum hana margoft,“ segir Júlíus. Þess má geta að þetta var fyrir utan þáverandi matsal blokkanna. Júlíus leggur áherslu á að sjálfs- vígin séu orðin of mörg í Hátúni og eitthvað þurfi að gera. Hann segir ekki lengur hægt að þagga þessi mál niður. „Ábyrgð stjórnvalda á þessu er mikil. Sjálfsmorðum hér á eft- ir að fjölga verði stjórnin ekki dreg- in til ábyrgðar. Við erum manneskj- ur fyrst og fremst. Mér hefur verið sagt að tala ekki við fjölmiðla en það er nauðsynlegt að stöðva þöggun- ina. Ég gæti misst húsnæðið fyrir að tala en hvað gerir maður ekki fyrir vini sína?“ segir Júlíus. Hann segir að húsvörður hafi sagt sér í trúnaði að sjálfsvíg sem eigi sér stað inni í íbúð- um séu margfalt fleiri. Bæði Júlíus og Hildur segja að geðheilbrigðismál á Íslandi hafi ver- ið í lamasessi alltof lengi. Þau segjast fullviss um að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara sjálfsvíga ef fólk gæti fengið al- mennilega heilbrigðisþjónustu. Þess má geta að hvorugt þeirra er öryrki vegna geðrænna sjúkdóma. Hjálmar Friðriksson / Sigurður Mikael Jónsson hjalmar@dv.is / mikael@dv.is Tveir látist á sama stað Júlíus bendir á staðinn þar sem hann kom að þrítugri konu sem hafði svipt sig lífi. Karlmaðurinn lést á sama reit á miðvikudaginn. Mynd SigTryggur Ari „Ég harma þennan hræðilega sorglega atburð og þó ég taki fram að ég þekki ekki til þessa máls sérstaklega þá varpar það engu að síður ljósi á stærra vanda- mál í þjóðfélaginu,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, aðspurð um málið. „Við heyrum það í hópi örorkulífeyr- isþega að það eru fleiri sem svipta sig lífi og það eru fleiri sem íhuga að enda líf sitt. Við höfum lengi talað fyrir því að það þurfi að bæta heilbrigðiskerfið og það þarf að bæta sálfræðiþjónustu. Hún þarf að vera hluti af heilbrigðiskerfinu og þarf að vera gjaldfrjáls.“ Ellen segir marga örorkulífeyrisþega glíma við sára fátækt og bendir á að vísbendingar séu um að fjármálaáætl- un ríkisins til næstu fimm ára hrökkvi skammt. „Þegar örorkulífeyrisþegar sem að stærstum hluta glíma við við geðrask- anir horfa fram á þetta, að lífskjör þeirra muni ekki batna á næstu árum, þá er hætt við því að fólk sjái svartnættið eitt.“ Ekki verði séð að verið sé að bæta raunfjármunum inn í heilbrigðis- og almannatryggingakerfið. „Það þarf að bæta verulegum fjármunum þar inn og tryggja það að fólk sjái fram á það að geta framfleytt sér. Þessir þættir hafa allir áhrif á líðan fólks og sérstaklega líðan fólks með geðræn- an vanda. Ég velti því oft fyrir mér, hafa stjórnvöld hugsað hvers virði mannslífið er? Því þarna eru stjórnvöld ekki að hlúa að fólki sem þarfnast aðhlynningar og eru ekki að byggja upp til framtíðar.“ DV óskaði eftir viðtali við Þorstein Víglundsson, félags- og jafnréttismála- ráðherra, vegna málsins en fékk þær upplýsingar að hann væri í fríi og því ekki til viðtals. „Hætt við því að fólk sjái svartnættið eitt“ Formaður ÖBÍ segir sorgaratburði sem þessa varpa ljósi á stærra vandamál í þjóðfélaginu, stöðu og aðbúnað öryrkja á Íslandi Framdi sjálfsvíg árið 2007 Gunnar Leó Leosson var afar vel menntaður og hafði ekki verið lengi öryrki þegar hann lést. „Ég fór svo strax út til hans og sagði honum að hjálp væri á leiðinni en ég sá á augun- um að þetta var búið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.