Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Side 14
14 Helgarblað 12.–15. maí 2017fréttir „Jónsdældin“ Júlíus vakti athygli á málinu á Face- book-síðunni Aðgerðarhópur hátt- virtra öryrkja og aldraðra. Þar komu margir fram og sögðu álíka sögu af sjálfsvígshrinunni í blokkunum. Einn íbúi sagðist ekki geta sofið yfir þessu. Ein kona sagðist hafa búið í blokk- unum rétt fyrir aldamót. Hún sagði þá orðna allt of marga sem hafa kastað sér úr blokkunum. „Mér varð illa brugðið þegar maður sem bjó þarna bauð mér í sýnisferð í kringum blokk- irnar þrjár og á leiðinni benti hann reglulega á staði á jörðinni og sagði: „þarna er Jónsdældin“ og „þarna er Gunnudældin“ og svo framvegis. Hann sagði mér að yfirleitt væri reynt að fylla upp í dældirnar en stundum hefði það ekki verið gert nægilega vel. Þetta voru tugir dælda og nafna og eftir hálfan hring í kringum blokk- irnar treysti ég mér ekki meir, titraði, skalf og grét,“ skrifaði konan. Nýfluttur í blokkina Leo J. W. Ingason, sagnfræðingur og upplýsingafræðingur, er einn þeirra fjölmörgu sem tjáðu sig á Face- book-þræðinum. Hann missti son sinn, Gunnar Leó, árið 2007 en hann framdi sjálfsvíg með því að kasta sér af þaki einna blokkanna. Hann hafði flutt í blokkina þann sama dag. „Hann bjó þarna á sjöttu hæð- inni, þetta var reyndar daginn sem hann flutti þangað. Hann var búinn að vera öryrki en svo ákvað hann að hann vildi búa sjálfstætt. Hann var nú ekki nema bara daginn þar til hann stökk af þakinu. Skugginn af svona sjálfsvígum eltir nánustu að- standendur alla tíð. Þetta snertir marga aðra en þá sem sem svipta sig lífi,“ segir Leo í samtali við DV. Leo segir að Gunnar hafi verið afar vel menntaður og hafi gegnt ýmsum ábyrgðarhlutverkum. Hann hafði lok- ið meistaragráðu í þýðingarfræðum og var með tvöfalda gráðu frá Tón- listarskólanum í Reykjavík. „Hann var funkerandi lengst af og ekki öryrki lengi fram að dánardegi,“ segir Leo. Stjórnmálamenn mæta á hátíðarstund Leo tekur undir með Júlíusi og seg- ir sjálfsvígshrinuna endurspegla stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi. „Það eru svo fáir staðir til að leita til, þá til lækna eða sérfræðinga. Þá var ekki komið upp eins öflugt starf eins og Pieta, sjálfsvígsforvarnar- samtökin, og Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Þau hafa verið að vinna gott starf en það þarf meira til. Stjórnmálamennirnir bera ábyrgð á þessum sjálfsvígum. Þetta er beinrekjanlegt til ábyrgðarleysis hjá stjórnvöldum. Þetta er hálfgert siðleysi því svo koma þeir kannski á hátíðarstund, eins og í þessari Pi- eta-göngu um daginn. Þá mæta þeir sjálfir sem helst vilja gera minna en ekki neitt fyrir þessa hópa,“ segir Leo. Lítið breyst frá 2008 Mannlíf fjallaði um dauðsföll í Há- túni árið 2008 og verður ekki bet- ur séð en lítið hafi breyst síðan þá. Tímaritið greindi frá því að á árunum 1997 til 2008 hefðu níu manns svipt sig lífi í blokkunum. Nokkrir þeirra höfðu hent sér af svölunum. Þá, fyrir ríflega níu árum, var greint frá því að unnið væri að því að kortleggja bet- ur þarfir og veikindi fólks til að fækka mætti sjálfsvígum í blokkunum. Þá ræddi Mannlíf við Pálínu Esther Guðjónsdóttur, íbúa í blokk- inni, og sagðist hún ekki geta beðið eftir því að komast þaðan í burtu. „Ég get ekki séð neitt jákvætt við að búa hérna. Hér er of mikið af geðfötluðu fólki og leiðinlegt að þurfa að horfa upp á það. Maður er einmana í þessu húsi,“ sagði Pálína árið 2008. n Nágrannar Hildur kom að manninum rétt fyrir miðnætti á miðvikudaginn. „Þetta er bara hryllingur,“ segir Hildur. MyNd Sigtryggur Ari Í gegnum tíðina hefur húsnæði öryrkja í Hátúni 10 komist í fréttirnar í nokkur skipti vegna harmleikja sem vakið hafa hörð viðbrögð og umræðu um aðbúnað öryrkja hér á landi. Í maí 2007 hlaut sextugur öryrki alvarleg annars og þriðja stigs brunasár á 20% líkamans eftir að hann fékk yfir sig allt að 80° heitt vatn í sturtu. Maðurinn lést af sárum sínum í júní. Slysið var rakið til blöndunartækja í íbúðinni sem ekki voru hitastýrð. Málið vakti hörð viðbrögð en eftir slysið var ráðist í að ljúka endurnýjun tækjabúnaðar í íbúðunum. Í desember 2007 vakti önnur lítil frétt úr öryrkjablokkinni í Hátúni mikinn óhug á aðventunni þegar einstæð kona fannst látin í íbúð sinni. Staðfesti lögreglan að talið væri að konan hefði verið látin í rúma viku í íbúðinni án þess að hennar hafi verið vitjað. Þáverandi formaður ÖBÍ, Sigursteinn Másson, harmaði atburðinn og gerði þá kröfu um að farið væri yfir hvað hefði brugðist. Sams konar atvik hafði átt sér stað tveimur árum áður, í desember 2005, þar sem íbúi hafði verið látinn í íbúð sinni um nokkra hríð. Tímaritið Mannlíf fjallaði ítarlega um bágbornar aðstæður og félagslega ein- angrun öryrkja í Hátúni árið 2008. Var þar vísað í tölur frá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu þess efnis að 31 dauðsfall hefði orðið í Hátúni 10, 10a og 10b frá því í byrjun árs 1997. Þar af höfðu sjö einstaklingar legið látnir í íbúð sinni í meira en einn dag. Árið 2007 gerði Reykjavíkurborg svarta skýrslu um málefni íbúa í Hátúni. Skýrslan var stimpluð trúnaðarmál en Mannlíf fjall- aði um innihald hennar. Í skýrslunni kom fram að þjónustustig húsanna væri langt frá því að vera ásættanlegt. Hátúnið var sagt endastöð margra. Íbúar sögðu þá að ástandið væri þrúgandi og það sagt geta af sér veikt samfélag. Harmleikir í Hátúni Bágbornar aðstæður, félagsleg einangrun og kuldalegt hlutskipti Staðreyndir um sjálfsvíg Á Íslandi n 35 til 50 einstaklingar falla fyrir eigin hendi ár hvert n Árlega deyja um sex ungir karlmenn, 18–25 ára, vegna sjálfsvígs n Ein kona, 18–25 ára, fellur fyrir eigin hendi annað hvert ár að jafnaði n Sjálfsvíg eru algengasta ástæða dauðsfalla hjá ungum mönnum Á heimsvísu n Yfir 800 þúsund dauðsföll árlega eru sjálfsvíg (WHO) n Það er eitt dauðsfall vegna sjálfs- vígs á 40 sekúndna fresti (WHO) n Sjálfsvíg er þriðja algengasta dánarorsökin í aldursflokknum 15–44 ára í heiminum (WHO) n Þunglyndi er algengasta ástæða örorku í heiminum (WHO) Heimild: Útmeð’a – forvarnarverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins. Missti son sinn „Stjórnmálamennirnir bera ábyrgð á þessum sjálfsvígum,“ segir Leo J. W. Ingason. tíð sjálfsvíg Júlíus segist hafa orðið vitni að fimm sjálfsvígum síðan hann flutti í blokkina. Á árunum 1997 til 2008 sviptu níu manns sig lífi í blokkunum. MyNd Sigtryggur Ari „Ég vil aldrei heyra þetta hljóð aftur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.