Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Qupperneq 22
22 Helgarblað 12.–15. maí 2017fréttir - erlent SjúkdómSvaldandi óværur vakna til lífSinS n Margt leynist í jarðveginum n Hlýnun jarðar hefur ýmsar afleiðingar í för með sér F araldsfræðingar hafa vaxandi áhyggjur af því hvað kann að gerast nú þegar hlýnun jarð- ar er staðreynd og jarðveg- ur, sem verið hefur frosinn í þúsundir ára, er tekinn að þiðna. Vísindamenn vita að ýmislegt getur leynst í jarðveginum sem nú þiðn- ar, þar á meðal bakteríur og vírus- ar sem legið hafa í dvala í þúsundir ára. Gæti mannkynið staðið frammi fyrir baráttu gegn skæðri óværu sem veldur hættulegum sjúkdómum eða eru áhyggjurnar óþarfar? Breska rík- isútvarpið, BBC, fjallaði ítarlega um þetta á dögunum. Engin vísindaskáldsaga Einhverjir kynnu að halda að lýs- ingin hér í byrjun umfjöllunarinnar sé úr vísindaskáldsögu; óværa ligg- ur í dvala í þúsundir ára en vaknar svo til lífsins og veldur tilheyrandi óskunda. Ekki þarf að leita lengra en til ágústmánaðar 2016 til að finna dæmi um atvik af þessu tagi. Á Yam- al-skaga, í freðmýrum Síberíu, lést tólf ára drengur og tuttugu veiktu- st alvarlega eftir að hafa smitast af miltisbrandi. Kenningin er sú að fyr- ir 75 árum hafi hreindýr drepist á þessum slóðum sem smitað var af miltisbrandi. Hræið af dýrinu hef- ur að líkindum sokkið í jarðveginn, frosið í sífreranum. Þar lá það þar til hitabylgja reið yfir svæðið sumar- ið 2016 sem hafði þær afleiðingar að jarðvegurinn þiðnaði. Þaðan er talið að miltisbrandur hafi komist í fæðu- keðju íbúa á svæðinu, en tvö þúsund hreindýr á Yamal-skaga smituðust af miltisbrandi í fyrrasumar. Ekki einangrað tilvik Mannskepnan hefur í gegnum ald- irnar lifað í nánu samneyti við bakt- eríur og vírusa. Sem betur fer höfum við þróað með okkur getuna til að kljást við margar af þeim allra skæð- ustu; bakteríum sem valda sjúkdóm- um eins og svartadauða og vírusum sem valda bólusótt svo dæmi séu tekin. Sýklalyf hafa aðstoðað okk- ur í baráttunni við bakteríur en að sama skapi hafa þær þróast þannig að sumar eru ónæmar fyrir sýklalyf- jum. Þó að framfarir í læknavísind- um hafa verið miklar á síðastliðnum hundrað árum óttast menn að at- vikið sem varð í Síberíu í fyrra verði ekki einangrað tilvik. Snemma á 20. öldinni er talið að um milljón hrein- dýr hafi drepist úr miltisbrandi í norðurhluta Rússlands. Vegna frosts í jörðu reyndist erfitt að grafa djúpar grafir og því liggja hræin í grunnum gröfum sem taldar eru vera allt að sjö þúsund talsins. Kjöraðstæður Í umfjöllun BBC er bent á að yfir sumartímann þiðni freðmýrar, sem er samheiti yfir nyrsta gróðurbelti jarðar, að hluta, eða um það bil 50 sentímetra niður í jarðveginn. Hlýn- un jarðar á undanförnum árum hef- ur þó gert það að verkum að sífellt meiri jarðvegur þiðnar, jarðveg- ur sem jafnvel hefur verið frosinn í þúsundir ára. Og þar sem hitastig á norðurheimskautinu hækkar þrefalt hraðar en annars staðar á jörðinni hafa menn áhyggjur af þróuninni. „Í freðmýrum má finna kjörað- stæður fyrir örverur og vírusa; þarna er kalt, ekkert súrefni og myrkur,“ segir Jean-Michel Claverie, þró- unarlíffræðingur við Aix-Marseille háskólann í Frakklandi, við BBC. „Sjúkdómsvaldandi vírusar sem geta smitað menn eða skepnur geta vel leynst í gömlum jarðvegslögum í freðmýrum, þar á meðal einhverjir sem valdið hafa alheimsfaröldrum í gegnum tíðina,“ bætir hann við. Spænska veikin Þó að áhyggjur manna nú til dags beinist einna helst að miltisbrandi velta menn fyrir sér hvað annað leynist í jarðveginum. Fólk og skepn- ur hafa verið grafin í freðmýrum í margar aldir. Í grein BBC er til dæm- is bent á að í fjöldagröf einni í freð- mýrum Alaska hafi spænska veikin fundist. Spænska veikin var inflú- ensufaraldur sem er mannskæðasta farsótt sem sögur fara af, en talið er að um 50 milljónir manna hafi lát- ist árin 1918 til 1919. Þá er bent á það að bólusóttarfaraldur hafi geis- að í Síberíu á tíunda áratug 19. aldar. Fórnarlömbin voru mörg hver grafin við bakka Kolyma-árinnar sem undanfarin ár hefur flætt yfir bakka sína í nokkur skipti í leysingum. Virkjuðu 30 þúsund ára vírus En getur okkur staðið ógn af bakt- eríum og vírusum sem legið hafa í dvala, jafnvel í þúsundir ára? Svar- ið við þessari spurningu er já þó það eigi alls ekki alltaf við. Til að mynda er vísað í tilraun sem Claverie, þró- unarlíffræðingurinn sem vísað er í hér að framan, framkvæmdi árið 2014 þar sem tókst að virkja tvo vírusa sem legið höfðu í sífreran- um í Síberíu í 30 þúsund ár. Þegar endurlífguninni, eins og það er kall- að, var lokið tóku vírusarnir við sér og urðu smitnæmir, en sem betur fer fyrir okkur hafa þeir einungis áhrif á amöbur sem eru einfrumungar. Þessi tiltekna tilraun rennir þó stoð- um undir það að það sama sé hægt að gera varðandi aðra vírusa. Í þessu samhengi er þó rétt að benda á mun- inn sem er á bakteríum og veirum; bakteríur eru frumur sem lifa sjálf- stæðu lífi, fjölga sér með skiptingu og geta hreyft sig á meðan veirur eru ekki skilgreindar sem sjálfstæðar líf- verur. Í umfjöllun BBC er einnig bent á nýlega uppgötvun vísindamanna í neðanjarðarhelli einum í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Talið er að bakteríurnar hafi ekki litið dagsins ljós í fjórar milljónir ára, en þrátt fyr- ir það voru þær ónæmar fyrir átján algengum sýklalyfjum, þar á meðal mjög sterkum lyfjum sem aðeins eru notuð ef önnur lyf virka ekki. Engar líkur eru á því að bakterían hafi kom- ist í tæri við menn eða þróað með sér ónæmi eftir að hafa komist í tæri við sýklalyf. Vísindamenn telja að bakt- erían hafi þróað ónæmið með sér á náttúrulegan hátt, vegna þeirra harðneskjulegu aðstæðna sem ríktu í hellinum. Möguleikinn fyrir hendi Enn er þó of snemmt að segja til um hugsanlegar afleiðingar og eins og staðan er í dag sé engin ástæða til að örvænta. Þó er bent á það í umfjöllun BBC að heimsbyggðin, að minnsta kosti lönd sem eru norðarlega á jarð- kringlunni, þurfi að vera á varðbergi vegna sjúkdóma sem einna helst hafa herjað á íbúa í suðrænum lönd- um. Ber þar helst að nefna malaríu, kóleru og beinbrunasótt sem eru landlægir sjúkdómar í mörgum af heitari löndum heimsins. „Miðað við þær rannsóknir sem liggja fyrir þá eru líkurnar á því, að hægt sé að lífga við sjúkdóms- valdandi örverur, meiri en engar. En hversu líklegt það er vitum við ekki, en það er möguleiki. Þetta geta ver- ið bakteríur sem er hægt að með- höndla með sýklalyfjum, bakteríur sem eru ónæmar fyrir náttúrulegum sýklalyfjum eða vírusar. En ef örver- an hefur ekki komist í tæri við mann- fólk svo öldum skiptir þá gæti það verið að ónæmiskerfi okkar sé ekki tilbúið til að takast á við verkefnið.“ n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Síbería Hlýnun jarðar hefur ýmsar afleiðingar í för með sér. Þróunarlíffræðingur „Sjúkdómsvaldandi vírusar sem geta smitað menn eða skepnur geta vel leynst í gömlum jarðvegslögum í freðmýrum,“ segir Claverie. „ Í freðmýrum má finna kjöraðstæð- ur fyrir örverur og vírusa; þarna er kalt, ekkert súr- efni og myrkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.