Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Síða 50
30 sakamál Helgarblað 12.–15. maí 2017 Þ ann 18. febrúar árið 1949 kom maður að nafni Gary Leon Ridgway í heim- inn í Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Gary var annað barn hjónanna Mary og Thomas Ridgway og ól manninn í Seattle í Washington ásamt foreldr- um sínum og tveimur bræðrum. Æska Garys var enginn dans á rós- um; heimilislífið var erfitt, hann átti erfitt með nám og varð oft vitni að heiftarlegum rifrildum milli foreldra sinna. Þá lenti hann oft í rifrildum við móður sína sem þótti stjórnsöm og afskiptasöm með endemum. Stakk sex ára barn Það var snemma ljóst að Gary myndi feta braut afbrota og raun- in varð nákvæmlega sú. Þegar upp var staðið varð hann einn afkasta- mesti fjöldamorðingi í sögu Banda- ríkjanna með minnst 49 mannslíf á samviskunni. Sextán ára gamall, árið 1965, framdi Gary sinn fyrsta alvar- lega glæp þegar hann leiddi sex ára dreng með sér út í skóg. Þar stakk hann drenginn með hníf í brjóst- kassann og skildi hann eftir stórslas- aðan. Drengurinn ungi lifði árásina af en sagði að Gary hefði gengið í burtu hlæjandi. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig það er að drepa einhvern,“ sagði Gary þegar hann gekk frá drengnum. Sótti í vændiskonur Gary hélt sig til hlés í mörg ár eftir árásina og gekk í herinn þegar hann var tvítugur, árið 1969. Hann barðist með bandaríska hernum í Víetnam en skömmu áður hafði hann geng- ið í hjónaband með sinni fyrstu eig- inkonu, Claudiu Barrows. Heimild- ir herma að Gary hafi haldið ótt og títt fram hjá eiginkonu sinni og sótt stíft í vændiskonur meðan hann var í hernum. Innan við ári eftir að Gary og Claudia giftust var hjónabandinu lokið. Eiginmaðurinn reyndist morðingi Árið 1973 kvæntist Gary konu að nafni Marciu Winslow og eignaðist með henni son. Á þessum tíma varð hinn verðandi fjöldamorðingi mjög trúaður, las ótt og títt upp úr biblí- unni heima hjá sér og í vinnunni og gekk hús úr húsi og boðaði kristi- legan boðskap. Á sama tíma fór að bera á óvenjulegum kröfum Garys til eiginkonu sinnar varðandi kynlíf; hann vildi stunda kynlíf með henni nokkrum sinnum á dag og á óvið- eigandi stöðum utan dyra. Þá hafði Gary enn dálæti á vændiskonum og sótti áfram í félagsskap þeirra. Eft- ir sjö ár var hjónabandinu lokið en þarna hafði Gary unnið sem bílamálari um nokkurra ára skeið. Gary kvæntist sinni þriðju eigin- konu, Judith Mawson, árið 1985 og leit Judith á Gary sem hinn fullkomna eiginmann. Það sem Judith vissi ekki var að eiginmaður hennar var kald- rifjaður morðingi, en þremur árum áður en þau gengu í hjónaband hafði Gary framið sitt fyrsta morð. Fórnarlömbum fjölgar Sumarið 1982 fannst lík sextán ára stúlku í ánni Green River í Was- hington-ríki. Stúlkan, Wendy Lee Coffield, hafði átt erfiða æsku og var tilkynnt um hvarf hennar nokkru áður en líkið fannst. Hún hafði ver- ið kyrkt með nærbuxum sínum en lögregla hafði lítið til að byggja á við rannsókn málsins. Fékk hinn óþekkti morðingi því viðurnefnið Green River-morðinginn þar sem fleiri lík fundust á svipuðum slóðum næstu ár á eftir. Árin 1982, 1983 og 1984 var fjöldi ungra kvenna myrtur í Was- hington-ríki. Wendy Lee var aðeins fyrsta fórnarlamb Garys en áður en árið 1982 rann sitt skeið hafði hann myrt sextán konur eða ungar stúlk- ur. Margar af þeim voru vændiskon- ur eða unglingsstúlkur sem komu frá brotnum heimilum. Næstu tvö ár á eftir hélt hann uppteknum hætti; árið 1983 myrti hann 24 kon- ur og á árunum 1984 til 1998 myrti hann sex konur. Ted Bundy bauð fram aðstoð Lögregla hóf rannsókn máls- ins af fullum þunga en hafa ber í huga að á þessum tíma var DNA-tæknin ekki eins og við þekkjum hana í dag. Lögregla safnaði þó þeim lífsýnum sem fundust og naut meðal annars aðstoðar fjöldamorðingjans Ted Bundy, sem á þessum tíma sat á dauðadeild, sem veitti lög- reglu sjálfviljugur innsýn inn í hugarheim fjöldamorðingja. Leið og beið en rannsókn lögreglu leiddi ekkert merkilegt í ljós næstu árin. Árið 1987 gerði lögregla þær grundvallarbreytingar á rannsókn- inni að í stað þess að einblína á að finna hver morðinginn væri einblíndi lög- reglan á að finna út hver væri saklaus með útilokunaraðferðinni. Þeir sem ekki var hægt að útiloka voru skoð- aðir betur og var Gary Ridgway einn þeirra. Ástæðan er sú að árið 1980 hafði lögregla afskipti af honum eftir að vænd- iskona sak- aði hann um ofbeldi gegn sér. Þau höfðu mælt sér mót nærri Sea-Tac flugvellinum í Seattle þar sem nokkur fórnarlömb höfðu fundist. Við yfirheyrslur sagð- ist Gary hafa ráðist á vændiskonuna í sjálfsvörn og þar við sat. Og árið 1982 hafði lögregla afskipti af Gary eftir að hann var gripinn glóðvolgur í bifreið sinni með vændiskonu sér við hlið. Þar var um að ræða konu að nafni Keli McGinness sem síðar fannst látin. Fleira varðandi Gary vakti grunsemdir lögreglu; unnusti vænd- iskonu sagðist hafa séð bifreið, sem svipaði til bifreiðar Garys, skömmu áður en unnusta hans hvarf spor- laust. Þá vakti grunsemdir að Gary var ávallt skráður fjarverandi frá vinnu þá daga sem tilkynnt var um hvarf þeirra kvenna sem saknað var. Gary var svo loks handtekinn árið 1987 og féllst á að gangast und- ir lygapróf sem hann stóðst. Honum var sleppt vegna skorts á sönnunar- gögnum en þar með er ekki öll sagan sögð. 480 ára fangelsi Mörgum árum síðar, eða árið 2001, kom hreyfing á málið þegar ný deild innan lögreglunnar tók við rann- sókninni. DNA-sýni sem fundust á vettvangi komu heim og saman við DNA-sýni sem Gary hafði veitt mörg- um árum áður. Fyrir dómi viður- kenndi Gary að hafa drepið milli 60 og 70 manns en hann var sakfelldur fyrir morð á 49 fórnarlömbum á ár- unum 1982 til 1998. Gary vissi sem var að hann ætti dauðadóm yfir höfði sér. Til að komast hjá þeim örlögum gerði hann samkomulag við sak- sóknara þess efnis að hann benti á hvar fórnarlömb hans lægju gegn því að fá að sleppa við dauðarefsingu. Þann 18. desember árið 2003 fékk Gary 480 ára fangelsisdóm. Hann á enga möguleika á reynslulausn og mun deyja á bak við lás og slá. Gary, sem er 68 ára, afplán- ar dóm sinn í Washington State Penitentiary í Walla Walla í Was- hington. n 16 ára morðæði eftir erfiða æsku n Gary Ridgway er einn afkastamesti fjöldamorðingi Bandaríkjanna n Ted Bundy aðstoðaði við rannsóknina„Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig það er að drepa einhvern Óþokki Gary var sakfelldur fyrir morð á 49 konum. Fórnarlömbin Hér sjást 44 af þeim 49 konum sem Gary var sakfelldur fyrir að drepa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.