Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 4
4 Helgarblað 26. maí 2017fréttir Alhliða veisluþjónusta Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 | Reykjanesbæ | Sími: 421 2630 | kokulist@kokulist.is Eingöngu fyrsta flokks hráefni Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir Gerðu daginn eftirminnilegan l li veisl j st Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Eingöngu fyrsta flokks hráefni Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir i fti i il Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming Þ að sem við teljum að hafi gerst þarna er að einhver fram- kvæmdaglaður einstaklingur í hverfinu hafi skolað málning- arpensla og síðan hellt úrganginum í niðurfall við heimili sitt. Þessi tjörn er partur af ofanvatnshreinsikerfi borgarinnar og í hana berst regn- vatn og annað úr niðurföllum,“ segir Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfull- trúi hjá Reykjavíkurborg. Í byrjun vikunnar birti grandvar borgari mynd á Facebook-síðu Íbúðasamtakanna Betra Breiðholt af mengunarslæðu sem hann tók eftir í tjörn í Seljahverfi. Dagur B. Eggerts son borgarstjóri brást skjótt við og svaraði skeytinu með þessum orðum: „Sæl. Okkar fólk er komið á staðinn og heilbrigðiseftirlitið kom- ið á staðinn.“ Óhætt er að fullyrða að íbúar hafi verið afar ánægðir með þessu skjótu viðbrögð því „lækum“ rigndi yfir færslu borgarstjórans. Að sögn Svövu er þetta ekki í fyrsta skipti sem mengunarslys eiga sér stað í þessari tilteknu tjörn. „Fólk er ekki að átta sig á því hvar efnin sem fara ofan í niðurföllin enda. Til dæmis er mikilvægt að brýna fyrir íbúum að þvo bílana sína á þvotta- stöðvum því annars fara spilliefni beint út í á eða sjó,“ segir Svava. Í þessu tilviki var mengunin stað- bundin og ekki talin sérstaklega hættuleg. „Það er auðvitað aldrei æskilegt að fá slík efni út í vatnið. Við fórum á staðinn um leið og við feng- um ábendinguna. Þegar okkur bar að garði hafði þetta hins vegar hreinsast hratt í burtu. Við reyndum að leita að upprunastaðnum, til þess að koma í veg fyrir að þetta gerðist aftur, en það var eins og að leita að nál í hey- stakki enda stórt svæði sem kom til greina. En lexían er sú að íbúar forð- ist að hella spilliefnum í niðurföll við heimili sín,“ segir Svava. n bjornth@dv.is Menguðu tjörn Íbúar hvattir til þess að hella ekki spilliefnum í niðurföll Mengun í tjörn í Seljahverfi Íbúar í Selja- hverfi þurfa að varast að hella úrgangi í niður- föll við heimili sín. Þá er ráðlagt að bílaþvottur fari fram á þar til gerðum bílaþvottaplönum. n Mun búa í Danmörku og fer í skóla í haust n Föðurfjölskyldan þakkar Barnavernd Í mars fór ég með Eyjólf til pabba síns [Sigurjóns Elíasar, innsk. blm.] í Danmörku og þar hefur hann dvalið síðan, á meðan málið hefur verið í vinnslu hjá barnavernd Noregs og Barna- verndarstofu. Í dag fengum við loks þær gleðifréttir að Sigurjón Elías fengi fullt forræði yfir syni sínum. Eyjólfi líður ofsalega vel, hann verð- ur í leikskóla í sumar og byrjar svo í skóla í haust,“ segir Guðný Helga Þórhallsdóttir, föðuramma Eyjólfs, í tilkynningu á Facebook-síðu sinni. Í tilkynningunni þakkar Guðný Helga barnaverndaryfirvöldum hérlendis fyrir að hafa reynst fjöl- skyldunni vel. Þá þakkar hún Unnari Þór Sæmundssyni, vini fjölskyldunnar, sem hefur unnið sleitulaust að málinu undanfarna mánuði. „Takk öll fyrir að standa með okkur í gegnum þetta allt saman. Unnar Þór, þú ert gull af manni og ég veit satt að segja ekki hvort þessi niðurstaða hefði komið nema fyrir þig,“ segir Guðný Helga. Þar með lýkur erfiðu máli sem snerti svo sannarlega við íslensku þjóðinni. Í júlí 2016 birtust fyrstu fréttir af því að móðuramma Eyjólfs, Helena Brynjólfsdóttir, hefði flúið frá Noregi með barnabarn sitt í kjölfar þess að dóttir hennar, Christina Elva, leiddist út í óreglu og missti forræðið yfir syni sínum. Mæðgurnar sáu fram á að Eyjólfi litla yrði komið í fóstur hjá vanda- lausum í Noregi og við það gátu þær ekki unað. Var látið í ljós skína að Sigurjón Elías, faðir Eyjólfs, vildi ekkert með drenginn hafa. Upphófst margra mánaða bar- átta hér heima fyrir dómstólum og í fjölmiðlum. Óhætt er að fullyrða að þjóðin hafi verið afar ósátt við þann raunhæfa möguleika að drengurinn yrði sendur til Noregs enda átti hann fjölmarga ættingja á Íslandi. Í október 2016 birti DV viðtal við Guðnýju Helgu þar sem hún lýsti baráttu sonar síns fyrir for- ræðinu. Þau höfðu í sameiningu farið til Noregs og fundað með norskum barnaverndaryfirvöldum og ráðgerðu að fara í forræðismál við norska ríkið ef Eyjólfur endaði í fóstri þar. Hefði það gerst hefði Sigur jón Elías ekki fengið að sjá son sinn aftur fyrr en hann hefði náð 18 ára aldri. Í byrjun nóvember komst Hæsti- réttur Íslands að þeirri niðurstöðu, á grundvelli Haag-samningsins, að norska barnaverndin skyldi fá forræði yfir Eyjólfi og hann skyldi fluttur úr landi eigi síðar en 4. des- ember 2016. Af því varð blessunarlega aldrei. DV greindi frá því þann 12. des- ember að framtíð drengsins yrði á Íslandi en enn ætti eftir að taka ákvörðun um hvort drengurinn yrði settur í fóstur hjá ókunnugum eða ættingjum. Á bak við tjöldin barðist föðurfjölskyldan hins vegar fyrir framtíð Eyjólfs og nú loks er endan legur sigur hennar staðfestur. Eyjólfur fær að flytja til Danmerkur og alast þar upp hjá föður sínum og fjölskyldu hans. n Faðir Eyjólfs fær fullt forræði Feðgar Sigurjón Elías ásamt syni sínum Eyjólfi. Löng barátta föðurfjöl- skyldunnar fyrir framtíð drengsins er loks á enda. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.