Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Side 16
16 Helgarblað 26. maí 2017fréttir - erlent
Fæst í A4, Byko, Fk, Lyfju,
Íslandspóst og um land allt
Múmínálfar
-Safnaðu þeim öllum
Bakp
okar
,
lykla
kippu
r
o.fl.
M
ögulega var valdar-
ánstilraunin sem gerð
var gegn stjórnvöldum
í Tyrklandi í fyrra svið-
sett. Þessu heldur klerk-
urinn Fethullah Gulen fram í við-
tölum við erlenda fjölmiðla. Recep
Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hef-
ur lýst því ítrekað yfir að Gulen sé
arkitektinn að baki valdaránstilraun-
inni, að Gulenistar í Hizmet-hreyf-
ingunni séu ábyrgir. Hefur Erdogan
farið fram á að Gulen, sem búsettur
er í Bandaríkjunum, verði framseldur
til Tyrklands til að svara fyrir meinta
glæpi sína, en yfirvöld í Bandaríkjun-
um hafa ekki orðið við þeirri beiðni.
Gulen hefur aftur á móti svarið af
sér aðild að valdaránstilrauninni og
gerði það raunar strax meðan á henni
stóð. „Það er mögulegt að valdar-
ánstilraunin hafi verið sviðsett, í því
skyni að auka enn á ásakanir [gegn
Gulen og fylgismönnum hans].“
Færir Tyrkland frá hinu veraldlega
Valdaránstilraunin var gerð í Tyrk-
landi 15. júlí í fyrra af hópi innan tyrk-
neska hersins, sem í heild taldi lík-
lega um tíu þúsund manns þegar allt
var talið. Markmiðið var að steypa
Erdogan forseta og ríkis stjórn hans af
stóli með það fyrir augum „að koma
að nýju á reglu samkvæmt stjórnar-
skránni, gæta að mannréttindum og
frelsi borgaranna, halda uppi lög-
um og almennu öryggi sem búið var
að skaða,“ eins og sagði í yfirlýsingu
þeirra sem að henni stóðu. Síðustu
misseri fyrir valdaránstilraunina, og
sannarlega eftir hana, hafði Erdogan
setið undir mikill gagnrýni heima og
að heiman sökum æ einræðislegri
hátta og sífellt meiri trúarlegra
áhrifa í stjórnar fari, sem eru í hróp-
legu ósamræmi við nútíma Tyrkland
Kemals Ataturks, föður tyrkneska
lýðveldisins.
Gulen og stuðningsmenn hans í
Hizmet-hreyfingunni studdu AKP,
Réttlætis- og þróunarflokk Erdogans,
til valda og með aðstoð Gulenista
tókst Erdogan að kveða niður and-
stöðu við ríkisstjórn sína innan
hersins og réttarkerfisins, andstöðu
gegn því hvernig forsetinn hafði
fært stjórn sína í sívaxandi mæli í
geistlega átt. Tyrkneski herinn og
tyrkneskir dómstólar höfðu hins
hins vegar lagt áherslu á verald-
lega tengingu og höfnuðu áhrifum
íslam á störf sín. Árið 2010 hóf stjórn
Erdogans miklar hreinsanir með
handtöku ríflega 300 yfirmanna í
hernum sem ásakaðir voru um að
hafa undirbúið valdarán, undir yfir-
skriftinni „Sleggjan“. Samhliða voru
stjórnarandstæðingar og blaðamenn
handteknir í hrönnum, réttað yfir
þeim og þeir dæmdir fyrir aðild að
andstöðu gegn stjórnvöldum. Þær
hreinsanir voru mjög umdeildar og
gagnrýndar bæði innanlands sem
utan og sagðar byggja á fölsunum
og blekkingum. Þannig sannaðist að
skjöl þar sem áætlunum um valdar-
ánið, sem sögð voru frá árinu 2003,
voru skrifuð með ritvinnslu forriti
sem ekki kom út fyrr en árið 2007.
Erdogan hvikaði hins vegar hvergi.
Vík milli vina
Gulen og Erdogan lentu síðan upp á
kant hvor við annan árið 2013 og opin-
beraðist hversu mikil vík var orðin
milli vina þegar hafin var rannsókn
á stórfelldri spillingu lykilfólks inn-
an ríkisstjórnarinnar, þar á meðal á
Erdogan sjálfum. Sú rannsókn leiddi
til handtöku fjölda fólks en einnig af-
sagnar ráðherra. Erdogan brást við
með því að hefja hreinsanir innan lög-
reglunnar og herti tök sín verulega,
auk þess sem hann skellti skuldinni
á Gulen og sagði hann hafa skipulagt
aðför að sér, sem væri hluti af alþjóð-
legu samsæri. Frá þeim tíma hafa
tyrknesk stjórnvöld flokkað Gulen og
fylgismenn hans sem „hryðjuverka-
menn“ og sakað þá um landráð.
Tugþúsundir fangelsuð
Valdaránstilraunin í júlí í fyrra er angi
af þessum hörðu deilum, hvort sem
hún var að undirlagi Gulens eins og
Erdogan vill halda fram, var sviðsett
eins og Gulen heldur fram eða var
raunveruleg án tenginga við hvorn
þeirra fyrir sig. Engu að síður hef-
ur Erdogan notað valdaránstilraun-
ina til að herða öll tök sín á tyrknesku
þjóðfélagi. Þannig voru neyðarlög
innleidd í landinu við valdaránstil-
raunina og hafa stjórnvöld nýtt sér
þau til að handtaka hátt í fimmtíu
þúsund manns. Í þessari viku krafð-
ist saksóknari í Ankara lífstíðarfang-
elsisdóm yfir tæplega 3.000 manns
sem gefið er að sök að hafa tekið
þátt í valdaránstilrauninni í fyrra.
Ávirðingar um að viðkomandi séu
stuðningsmenn Gulens eru opin beru
ástæðurnar og eru þeir sem sakaðir
eru um slíkt sagðir vinna gegn ríkinu.
Yfir hundrað þúsund manns hafa
verið reknir úr opinberum störfum,
lögreglumenn, dómarar, saksóknarar
og aðrir opinberir starfsmenn.
Amnesty segir
mannréttindi brotin
Í nýlegri skýrslu Amnesty Inter-
national um hreinsanir Erdogans í
Tyrklandi kemur fram að stjórnvöld
hafi ekki getað sýnt fram á að þeir
sem hafi ýmist verið handteknir eða
reknir séu með neinum hætti tengdir
Gulen eða fylgismenn hans. Sú stað-
reynd að þeir sem hafa verið reknir
eru fulltrúar verkalýðsfélaga, stjórn-
málamenn mannréttindafrömuðir
sem þekktir eru að gagnrýni á stjórn-
völd eykur enn á áhyggjur samtak-
anna um að uppsagnirnar og fang-
elsanirnar séu af pólitískum toga, séu
handahófskenndar og eigi sér engin
rök. Samtökin telja að með aðgerð-
um Erdogans forseta sé verið að brjóta
mannréttindi fjölda fólks og skora á
stjórnvöld að snúa tafarlaust af þeirri
vegferð sem þau hafa verið á. n
Var valdaránstilraunin
í Tyrklandi blekking?
n Klerkurinn Gulen segir Erdogan forseta mögulega ábyrgan n Hreinsanir standa enn
Neitar sök Fetullah Gulen neitar alfarið að hafa komið nálægt hinni misheppnuðu valda
ránstilraun í Tyrklandi í fyrrasumar.
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is „Tyrkneski
herinn og
tyrkneskir dóm
stólar höfðu hins
hins vegar lagt
áherslu á verald
lega tengingu
Ábyrgur? Klerkurinn
Fetullah Gulen, helsti
andstæðingur Recep Tayyip
Erdogans Tyrklandsforseta,
ýjar að því að forsetinn hafi
staðið fyrir sviðsetningu
valdaránstilraunar í landinu.