Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Síða 28
Helgarblað 26. maí 2017KYNNINGARBLAÐ4 Útivist Fagleg þjónusta fyrir gönguskíðafólk Craftsport flytur inn fyrsta flokks vörur Craftsport er ein flottasta útivistarbúðin á landinu, og þó víðar væri leitað. Eigandinn, Kristbjörn R. Sigurjóns­ son, er sjálfur mikið í útivist og flytur inn útivistarfatnað frá Craft, gönguskíðavörur frá Madshus og skíðaáburð frá Rode. Það eru þónokkrir smásöluaðilar sem selja Craft­vörur á Íslandi og er lista yfir þá að finna á vefsíðu Craftsport. „Við sérhæfum okkur í gönguskíð­ um, gönguskíðafatnaði og ­búnaði, reiðhjólabúnaði og almennum útivistarbúnaði. Þeir sem koma hingað segja að hér sé flottasta hlaupabúðin á landinu, en Craft framleiðir frábæran fatnað fyrir hvers kyns útivist,“ segir Kristbjörn. Fyrsta flokks vörur og þjónusta Hjá Craftsport fást fyrsta flokks gönguskíði frá norska fyrirtæk­ inu Madshus, sem er eitt stærsta fyrirtækið í gönguskíðabransanum. Um er að ræða hágæða göngu­ skíði sem henta jafnt í skemmti­ göngur og í keppnir. „Ég stunda sjálfur mikið gönguskíði og hef verið í þessu í yfir tuttugu ár,“ segir Kristbjörn. Þegar Kristbjörn er ekki í búðinni eða á gönguskíðum, situr hann síður en svo auðum höndum. Hann stundar einnig mikið hlaup, göngur og hjólar mikið. Hann þekkir útivistarvörurnar vel af eigin reynslu og þykir mikilvægt að þeir sem koma í búðina í leit að búnaði, fái góða þjónustu sem hentar þeim persónulega. „Í Noregi og Svíþjóð er alla jafna hægt að treysta því að þegar þú ferð í búð sem selur skíðabúnað, veit starfsfólkið allt um vöruna og hefur sjálft reynslu. Það leiðir til þess að viðskipta­ vinurinn fær vöru sem hentar honum. Þannig er það líka í búðinni hjá mér,“ segir Kristbjörn. Hann segist ekki vera að þessu til þess að einfaldlega selja, heldur vilji hann að þeir sem leiti til hans haldi áfram að stunda íþróttina. Það er mikilvægt að viðskiptavinurinn fái góðar vörur sem endast vel og eru þægilegar. „Þú heldur ekki áfram í sportinu ef þú færð ekki góðan búnað, það er mikið atriði,“ segir Kristbjörn. Frá Madshus fást svokölluð skinnskíði, en það eru gönguskíði með skinni undir miðjunni sem eykur festu og fatt og gerir það auðveldara að spyrna sér áfram. „Þessi eru mjög vinsæl í dag og henta öllum sem vilja stunda gönguskíði af krafti. Við flytjum líka inn gönguskíðaskó og stafi frá Madshus,“ segir Kristbjörn. Gönguskíðaskórnir eru yfirleitt hreyfanlegri og léttari en þessir hefðbundnu svigskíðaklossar. „Svo erum við með mjög góða skíðastafi frá Madshus. Markaður fyrir gönguskíði hefur stækkað stöðugt vegna aukins áhuga hér á Íslandi.“ Alhliða fatnaður „Ásamt gönguskíðunum frá Mads­ hus þá flyt ég inn fatamerkið Craft, sem framleiðir ýmsan sportfatnað en Craft hefur verið með þeim stærri og betri undanfarin ár í gönguskíðafatnaði. Gönguskíða­ fatnaðurinn er alhliða fatnaður og hentar því ekki eingöngu í göngu­ skíðasportið, heldur einnig vel í aðra útivist svo sem gönguferðir, hlaup og reiðhjólamennsku. Fram­ an á fatnaðinum er oft vindhlíf sem tekur vindinn þegar verið er að renna sér. Hér í búðinni eigum við til dæmis einar bestu buxurnar á markaðnum fyrir hjólreiðar á veturna. Þetta eru í raun göngu­ skíðabuxur með vindhlíf framan á, en henta frábærlega í hlaup og reiðhjólamennsku. Ég hef lagt mikið upp úr því að flytja inn það sem ég veit að virkar og er góð og vönduð vara,“ segir Kristbjörn Craftsport er staðsett að Austurvegi 2, 400 Ísafirði. Opið er alla virka daga frá 10–18 og á laugardögum frá 11–13. Sími: 456­ 3110. Netfang: craftsport@craft. is. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Craftsport og Facebook­ síðunni. Hágæða göngu- skíðavörur. Útivistarfatnaður frá Craft. Fyrsta flokks gönguskíði frá Madshus. Nettir gönguskíðaskór frá Madshus. Skíðaáburður frá Rode. Besta búðin varðandi hlaupavörur. Útivistarfatnaður frá Craft. Um að gera að viðhalda orkunni á fjöllum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.