Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Qupperneq 30
Fyrir rúmu ári fékk ég sjaldgæfan níu tíma svefn, vaknaði full af orku og dreif mig í að sækja um og fá réttindin til að halda hátíðina, svona áður en ég hætti við, og þess vegna er þessi fjögurra daga hátíð hér um helgina á Hótel Nordica og í Iðnó,“ segir Edda. „Midnight Sun Salsa er langþráður draumur hjá mér til nokkurra ára, en ég og vinir mínir í Salsa Ísland höfum farið og dansað á svona hátíðum erlendis.“ Fjögurra daga hátíð „Það eru allir velkomnir að koma, sjá og upplifa, hvort sem er til að dansa salsa eða ekki,“ segir Edda. „Níu er- lendir gestakennarar koma til landsins, dj-arar og fleiri, böll verða haldið bæði í Iðnó og á Hilton og hápunkturinn er Norðurlandmót í salsa og bachata sem haldið verður á Hilton laugardags- kvöldið 27. maí. Við verðum ekki með tíma í boði fyrir byrjendur, en öllum gefst kostur á að koma á ball á laugardaginn, þar verðum við með tvö dansgólf. Keppnin sjálf á laugardag er síðan þvílík sýning, þar etja níu lið kappi, þar af fjögur erlend. Síðan tekur ballið við þar sem allir sem hafa gaman af að dansa við aðra eru velkomnir.“ Salsa er félagsskapur fyrst og fremst „Það sem er mest heillandi við salsa er að þetta er félagslíf, af því að salsa er spuni, ekki fyrirfram ákveðin rútína eins og til dæmis í samkvæmisdönsum. Þar er parið búið að æfa ákveðna rútínu sem það getur bara dansað saman,“ segir Edda. „Þegar þú mætir á námskeið geturðu skráð þig, þarft ekki að mæta með félaga. Þar eru kennd grunnspor sem eru eins og hlutlausi gírinn í dans- inum. Herrunum eru kenndar ákveðnar bendingar og stýritækni, þannig að með ákveðinni hreyfingu á ég að snúa til hægri og með annarri hreyfingu til vinstri. Maður lærir ákveðið tungumál í dansi, sem má svo nota hvar sem er og með hverjum sem er. Síðan er maður bara kominn í það að fara út að dansa einu sinni í viku.“ Edda segir að það sem geri salsa svo vinsælt sé að ekki sé bara um eitt námskeið að ræða, heldur verður salsa hluti af félagslífi þeirra sem það stunda. „Í Reykjavík erum við með vikuleg danskvöld í Iðnó á miðvikudögum. Ég er ekki alin upp sem dansari, byrjaði sem unglingur að dansa og ég var orðin þrítug þegar ég lærði salsa. Salsa er fyrir venjulegt fólk.“ Salsa Ísland Í rúman áratug hefur Edda rekið Salsa Ísland sem býður upp á námskeið á fimm getustigum og því er hægt að mæta á námskeið í fimm ár, án þess að endurtaka sig. Margir hafa gert það og á salsakvöldin í Iðnó mæta að meðaltali 80–100 manns. „Ég kynntist salsa erlendis og þegar ég kom heim dauðlangaði mig að dansa salsa hér og því kom ég því af stað hér heima,“ segir Edda. „Salsa er svo stórkostlegt og það er svo gaman að fara út og kynnast fjölda fólks. Margir sem stunda salsa StærSti lúxuSinn er SalSa alla daga Edda Blöndal færði Salsa til Íslands: Edda Blöndal er að eigin sögn dellumanneskja, sem heillaðist af salsa á keppnis­ ferðalagi í karate. Hún færði það hingað til lands og í dag er salsa allt í senn atvinna hennar, áhugamál og félagslíf. Og um helgina stendur hún fyrir glæsilegri salsahátíð, Midnight Sun Salsa, sem fer fram á Hilton og í Iðnó. OrkubOlti Edda er einstakur orkubolti sem færði Íslendingum salsa fyrir rúmum áratug. Vikulega mæta 80–100 manns á danskvöld í Iðnó, hún heldur námskeið og er með sýningarhópa sem keppt hafa og unnið erlendis. Nú um helgina er hún drif- krafturinn í fjögurra daga salsahátíð. Mynd Sigtryggur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.