Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Page 56
32 sport Helgarblað 26. maí 2017 K eppni í Pepsi-deild karla er komin á fulla ferð og eru fjórar umferðir búnar. Línur á toppi og botni deildarinnar eru byrjaðir að skýrast og ljóst má vera að mikil spennan er framundan. Deildin byrjar líka með látum og er skemmtanagildi hennar mikið. Fólk sem mætir á völlinn fær mikið fyrir peninginn og greinilegar framfarir eru frá síðasta tímabili sem var á köflum mjög leiðinlegt. Á toppi deildarinnar eru Stjarnan og Valur með tíu stig en mikið fjör hefur verið í leikjum liðanna, bæði lið hafa tjaldað miklu til fyrir tíma- bilið og það er ljóst að þau ætla sér að berjast á toppi deildarinnar fram eft- ir öllu. Lið nýliða KA og Grindavík- ur hafa svo bæði farið vel af stað og eru með sjö stig. Sjaldan hafa nýliðar virkað jafn öflugir og á þessari leiktíð þar sem bæði lið hafa farið á kostum. Stórveldin valda vonbrigðum Stórveldin KR og FH hafa svo valdið vonbrigðum en FH er með fimm stig á meðan KR hefur sex, þessi lið eigast við á sunnudag og liðið sem tapar þeim leik er í vondum málum. Breiðablik er aðeins með þrjú stig líkt og Víkingur Ólafsvík og Víkingur R, en ÍA er eina lið deildarinnar sem er án stiga. Búið er að skipta um þjálfara hjá tveimur liðum, Arnar Grétarsson var rekinn frá Breiðabliki og Milos Milojevic hætti hjá Víkingi. Milos var ekki lengi án starfs því hann tók við Breiðabliki á meðan Víkingar réðu Loga Ólafsson til starfa. Eftir þessar fjórar umferðir er gaman að skoða hvaða leikmenn hafa staðið sig hvað best í deildinni og hér á eftir má sjá þá tíu sem hafa skarað fram úr það sem af er tímabili. n 10 Bestu leiKmenn PePsi-deildarinnar n miklu meira fjör er fyrir fólkið í stúkunni í ár n tvö stórlið eru í klípu Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Tíu sem skarað hafa fram úr það sem af er Daníel Laxdal (Stjarnan) n Kletturinn í vörn Stjörnunnar verður betri með hverju árinu. Daníel byrjar þetta tímabil ótrúlega vel og er líklega besti leikmaður deildarinnar í fyrstu fjórum umferðunum. Leikur Daníels þroskast á hverju ári og í ár kemur hann fljúgandi inn í deildina. Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) n Ótrúlega duglegur við að skora og búa til mörk. Hilmar Árni hefur stigið stór skref síðustu ár og ef fer sem horfir mun hann enda í atvinnumennsku á allra næstu árum. Er orðinn talsvert duglegri leikmaður en hann var og byrjaður að spila öflugri varnarleik. Hann kemur svo alltaf að mörkum í Garðabænum. Sigurður Egill Lárusson (Valur) n Ef horft er yfir síðustu tímabil í Pepsi-deildinni er Sigurður Egill líklega einn besti leikmaður deildar- innar. Hefur tekið miklum framförum eftir að hann fór að taka fótboltann alvarlega. Hann talar sjálfur reglulega um að hann sé byrjaður að æfa betur og hugsa betur um mataræðið. Það skilar sér innan vallar hjá Sigurði. Dion Acoff (Valur) n Margir efuðustu um að Dion gæti spilað með einu af betri liðum deildarinnar eftir að hafa verið stór fiskur í lítilli tjörn hjá Þrótti. Hann ógnar hins vegar sífellt með hraða sínum og krafti og hefur styrkt sóknarleik Vals með miklum ágætum. Steven Lennon (FH) n Fimm mörk í fjórum leikjum er frábær tölfræði, framherjinn frá Skotlandi hefur byrjað með látum. Hann setti tóninn í fyrsta leik með þrennu gegn ÍA og hefur haldið áfram að skora. Er í betra hlaupaformi en í fyrrasumar og létti sig talsvert í vetur, það virðist henta Lennon vel að vera léttari og það skilar sér í fleiri mörkum. Til gamans má geta þess að Lennon skoraði sex mörk í Pepsi-deildinni í fyrrasumar. Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) n Nýliðar KA hafa byrjað vel og ein stærsta ástæða þess er Hallgrímur Mar, fæddur árið 1990 og er að verða stjarna í efstu deild seinna en flestir. Flestir sem fylgjast vel með fótbolta hafa vitað af hæfileikum Hallgríms síðustu ár, sem hann hefur að mestu sýnt í næstefstu deild. Nú þegar KA er mætt aftur í deild þeirra bestu eftir langa fjarveru er Hallgrímur byrjaður að sýna fólki vikulega að hann sé einn hæfileikaríkasti leikmaður deildarinnar. Með frábærar spyrnur sem bæði skila sér í stoðsendingum og mörkum. Guðmann Þórisson (KA) n Fyrirliði KA hefur heldur betur sannað af hverju margir tala um hann sem besta miðvörð íslenska fótboltans. Margir voru hissa þegar FH ákvað að losa sig við Guðmann í fyrrasumar en hann ákvað þá að skella sér til KA og hjálpa liðinu upp. Guðmann var langbesti varnarmaður 1. deildarinnar í fyrra og gæti orðið besti varnarmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Hefur fínan hraða, góðan styrk og er orðinn miklu meiri leiðtogi en áður. Hatar að tapa og það hugarfar virðist hafa smitast í lið KA. Þórður Ingason (Fjölnir) n Markvörðurinn öflugi er að bæta sig mikið þessa dagana og ekki virðist vera langt í að Þórður verði besti markvörður landsins. Mikið var talað um Þórð á hans yngri árum og var hann gríðarlegt efni. Stjarna hans varð þó ekki jafn skær og flestir bjuggust við en vandræði hans utan vallar höfðu þar áhrif. Þórður tók vel til í sínum málum fyrir tæpum tveimur árum þegar hann hætti að drekka áfengi. Síðan þá hefur ferill Þórðar farið á flug og hann hefur byrjað þetta sumar frábærlega. Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík) n Framherjinn í Grindavík hefur nánast tryggt liðinu sex stig einn síns liðs og það eru dýrmæt sex stig fyrir nýliða í deildinni. Grindavík er aftur á meðal þeirra bestu og Andri Rúnar var öflugur fyrir liðið í 1. deildinni í fyrra, hann byrjar svo með látum þetta sumarið. Andri skoraði þrennu gegn Skagamönnum á föstudag og gæti orðið ein af stjörnum Pepsi-deildarinnar í sumar. Hafsteinn Briem (ÍBV) n Menn í Eyjum eru byrjaðir að kalla hann „límið“. Hafsteinn er kletturinn í liði ÍBV og langmikilvægasti leikmaður liðsins. Hann byrjaði mótið með því að fá rautt spjald gegn Fjölni og missti af næsta leik liðsins. Það var tapleikur gegn Stjörnunni þar sem Eyjamenn töpuðu 5-0. Þá varð flestum ljóst að Hafsteinn er mikil- vægasti hlekkurinn í liði ÍBV. Hann hefur spilað síðustu tvo leiki, gegn Víkingi Reykjavík og Víkingi Ólafsvík, og ÍBV vann þá leiki báða og hélt marki sínu hreinu. Guðmann Þórisson Fyrirliði KA hefur heldur betur sannað af hverju margir tala um hann sem besta miðvörð íslenska fótboltans. Næsta umferð Laugardagurinn 27. maí: 14.00 KA - Víkingur R. 16.00 ÍBV - ÍA Sunnudagurinn 28. maí: 18.00 Breiðablik - Víkingur Ólafsvík 19.15 Fjölnir - Stjarnan 19.15 Grindavík - Valur 20.00 KR - Valur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.