Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 72
Helgarblað 26. maí 2017 37. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS SENDUM ÚT UM ALLT LAND Gaf enginn Dóra DNA auga? Glóðaraugu á lokahófi HSÍ n Lokahóf HSÍ fór fram með pompi og prakt í Gullhömrun í Grafarvogi síðastliðið miðviku- dagskvöld. Dagskráin var með hefðbundnu sniði, veislumatur, verðlaunaafhendingar og gam- anmál. Veislustjóri var skemmti- krafturinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Handboltamenn eru þekktir fyrir að taka átökum fagnandi, aðal- lega innan vallar, og því var Dóri við öllu búinn. Hann tilkynnti um verkefnið á Twitter-síðu sinni og bætti við: „Er að hugsa um að láta setja á mig tvö glóðaraugu fyrir- fram“. Heimildir DV herma að Dóri hafi sloppið við að vera laminn sem þykir krafta- verki næst. Bölvun Blöndals brotin n Aðdáendur Manchester United supu hveljur í vikunni þegar í ljós kom að sjónvarps- maðurinn Auðunn Blöndal yrði meðal áhorfenda á úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Stokk- hólmi, þar sem enska liðið mætti hollenska liðinu Ajax. Auðunn hefur löngum verið talinn óheillakráka hin mesta þegar kemur að gengi Rauðu djöflanna. Til marks um það eru um 1.200 manns meðlimir í Facebook-hópnum „Bönnum Auðunn Blöndal á Old Trafford“ sem var stofnaður fyrir nokkrum árum. En Manchester United vann 2-0 sigur og Auðuni var sýnilega létt. „Ég sagði þér að gamli væri orðinn happa aftur,“ sagði hann á Facebook- síðu vinar síns sem fagnaði sigrinum. Þórdís Elva hitti Geenu Davis n Þórdís Elva Þorvaldsdóttir var með stjörnur í augum þegar hún flutti inngangsræðu á ráð- stefnu í Sydney í Ástralíu á dögunum. Ástæðan var að bandaríska leikkonan og kven- réttindabaráttukonan Geena Davis var meðal viðstaddra. Þórdís Elva, sem vakið hefur mikla athygli fyrir bók sína South of Forgiveness undanfarið, grein- ir frá kynnum sínum af Davis á Instagram þar sem hún birtir myndir af þeim stöllum saman auk eins konar tékklista yfir hluti sem hún hafi afrekað þetta kvöld. Það fyrsta var að flytja er- indi sitt í návist Davis, næsta var að gera það án þess að vitna í leiðinni linnulaust í kvikmyndina Thelmu & Louise, og loks náði hún að hrósa leikkonunni heimsþekktu fyrir frábært starf í bar- áttunni fyrir jafn- rétti kynjanna með Geena Davis Institute on Gender in Media. Ronaldo og Reagan Prófessor í íslensku segir hallærisheitunum í tungumálinu stríð á hendur í hæðni E iríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu gagnrýnt notkun fyrirtækja og annarra aðila á enskum frösum við markaðs- setningu. Blöskrar Eiríki andvaraleys- ið þegar kemur að varðveislu tungu- málsins og þykir ekki mikið til um þær skýringar sem hann hefur fengið, þegar hann hefur leitað eftir þeim. Þannig fannst Eiríki ekki mikið til um nafngift vöru- og þjónustu- sýningar sem fram fór í Laugardals- höll um síðustu helgi undir nafninu „ Amazing Home Show“. Sendi Eiríkur forsvarsmönnum hátíðarinnar tóninn í skilaboðum og bað um skýringar. Að- standendur hennar svöruðu því til að niðurstaða þeirra væri sú að enska heitið gerði betur grein fyrir innihaldi sýningarinnar en sambærileg íslensk heiti. Eiríkur hefur nú tekið þessa röksemd gilda og segist hafa breytt nafni sínu í Enrico Ronaldo. „ Hljómar betur og er miklu markaðsvænna,“ skrifar Eiríkur á Facebook, uppfullur af hæðni. En Eiríkur er ekki sá eini sem gerir stólpagrín að enskum heitum fyrirtækja og viðburða. Fjöldi fólks tekur undir með Eiríki og velt- ir því upp hvernig hægt væri að gera nöfn þess meira „töff og söluvænni“ í athugasemdum á síðu hans. Þannig veltir rithöfund- urinn Ingunn Snædal því upp hvort hún gæti tekið upp nafnið Ingrid Snickerdoodle og Gauti Kristmanns- son, prófessor í þýðingafræðum, hyggst nota þýsku útgáfuna af nafni sínu, Goethe von Christmann. En Eiríkur er ekki sá eini í sinni fjöl- skyldu sem sér tækifærin í því að taka upp alþjóðlegra nafn. Það gerir systir hans, matgæðingurinn og matreiðslu- bókahöfundurinn Nanna Rögnvaldar- dóttir, einnig. Nanna segir þannig á Facebook að hún sé sannfærð um að nafnið hafi alla tíð staðið því fyrir þrif- um að hún yrði heimsfrægur metsölu- höfundur. Því sé hún að velta því fyrir sér að taka upp markaðsvænna nafn og „fara að heita Nancy Reagan“. n freyr@dv.is Enrico, áður Eiríkur Eiríkur Rögnvaldsson er ekki hrifinn af mark- aðssetningu íslenskra fyrirtækja á enskri tungu. Mynd Sigtryggur Ari nancy, áður nanna Nanna Rögnvaldardóttir er sannfærð um að hún væri löngu orðin heimsfrægur matreiðslu- bókahöfundur, ef ekki væri fyrir nafnið. Mynd ÞorMAr Vignir gunnArSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.