Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Page 4
4 Helgarblað 9. júní 2017fréttir Svæðið þolir ekki áganginn til lengdar n Íbúar í Urriðaholti finna fyrir auknum umferðarþunga n Þarf að bæta aðkomu inn í hverfið Þ að var algjör viðbjóður fyrstu dagana að keyra heim. Þetta hefur þó aðeins skán­ að núna,“ segir íbúi í Urriða­ holti en íbúar hverfisins þurfa að keyra sömu leið og þeir sem eiga leið í Kauptún, til að komast til síns heima. Frá því að verslun Costco var opnuð fyrir tæpum þremur vikum hefur gríðarlegur umferðar­ þungi verið á svæðinu. Íbúinn sem DV ræddi við segir ástandið þó hafa lagast en að sama skapi þurfi að bæta aðkomuna inn í Urriðaholt þar sem gert er ráð fyrir 4.000 manna byggð. Framkvæmdastjóri IKEA segir lítið hægt að gera varðandi ástandið. Hann hefur frá fyrsta degi ráðlagt Costco­mönnum að opna nýja versl­ un á svæðinu við Korputorg. Yfirfull bílastæði „Ég er ekki eini íbúinn sem hefur kvartað. Við erum mörg áhyggju­ full yfir þessari þróun og viljum ekki verða háð því hve margir fara í Costco og IKEA varðandi hvort við komumst heim, án þess að þurfa að keyra í gegnum umferðarþvögu.“ Íbúinn sem heitir Katrín segir að fyrst eftir að Costco var opnuð hafi það tekið hana um 30 mínútur að komast heim. „Stundum fór ég bara inn í Hafnarfjörð og tók beygj­ una þaðan til að komast hjá mestu stíflunni sem myndaðist. Sem betur fer er þetta að lagast og ég vona að mesta nýjabrumið sé farið af þessu.“ Þá segir Katrín, sem hefur útsýni yfir bílastæði Costco, að það sé yfir­ fullt, dag eftir dag, langt fram á kvöld. Þá tekur hún eftir því að fólk notar ítrekað bílastæði á lóð IKEA og Toyota. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta hafi áhrif á viðskiptin þar. Ég var pirruð fyrst en þetta er ekkert mál núna. En að sama skapi þá þarf aðra akrein inn í hverfið. Það verður að bæta aðgengið.“ Verða að opna nýja búð Þórarinn Ævarsson, framkvæmda­ stjóri IKEA, tekur undir orð Katrínar og segir að það sem áður þótti þægi­ leg aðkoma sé nú gjörbreytt. „Við­ tökurnar eru miklu meiri en Costco­ menn áttu von á. Það er rúmlega hálfur mánuður liðinn frá opnun og enn brjálað að gera. Allir á svæð­ inu finna fyrir því.“ Þórarinn segir þó lítið hægt að gera og hann ætlar ekki að krefjast þess af fólki sem er að fara í Costco en leggur bílnum í IKEA­stæði að það færi bíl sinn. „Það er ekki minn stíll. Við þurfum öll að þreyja þorrann núna en til lengri tíma er þetta auðvitað ekki gott.“ Þá segir Þórarinn að sala í IKEA hafi aukist nokkuð eftir að Costco var opnuð. „Bæði í húsgögnum sem og í veitingum. Fólk er kannski búið að eyða tveimur klukkustundum í Costco í að versla og kemur svo yfir til okkar og fær sér að borða áður en það heldur heim.“ Í nýju aðalskipulagi fyrir Garða­ bæ er gert ráð fyrir nýjum vegi inn í hverfið. „Eins og staðan er núna er óheppilegt að vera með eina tengingu inn í hverfið. Nýi vegurinn, hvenær sem hann kemur, mun létta verulega á.“ Þórarinn bendir jafnframt á að hann hafi frá fyrsta degi ráðlagt Costco­mönnum að opna nýja búð. „Þeir verða að opna nýja búð hjá Korputorgi eða þar í kring. Í svona rekstri er hægt að hafa of mikið að gera. Mér skilst að mikið sé orðið tómt hjá þeim núna. Þeir geta ekki haldið svona áfram endalaust.“ Eins og jólin Páll Þorsteinsson, upplýsingafull­ trúi Toyota á Íslandi, sem er stað­ sett í Kauptúni, segir að þeim þyki þessi mikli straumur fólks um svæðið hið besta mál. „Þetta eru bara jólin. Það er svo líflegt hérna. Um­ ferðin stopp­ ar stundum í smá stund en svo fer allt aftur í gang. Ég myndi því segja að umferðin gangi bara ágætlega.“ n Kristín Clausen kristin@dv.is „Fólk er kannski búið að eyða tveimur klukku- stundum í Costco í að versla og kem- ur svo yfir til okkar og fær sér að borða áður en það heldur heim. Framkvæmdastjóri IKEA Salan hefur aukist í IKEA eftir að verslun Costco var opnuð. MYnd SIgtrYggur ArI urriðaholt er nýtt hverfi í garða bæ Íbúar vilja margir betri samgöngur í og úr hverfinu. MYnd SIgtrYggur ArI toyota í Kauptúni Upplýsingafulltrúi fyrir- tækisins er jákvæður í garð nýja nágrannans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.