Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Qupperneq 12
12 Helgarblað 9. júní 2017fréttir Steinn Jónsson, sérfræðingur í í lungnasjúkdómum á Landspítalanum, vill fagstjórn yfir spítalanum S teinn Jónsson, sérfræðingur í í lungnasjúkdómum á Landspítalanum í Fossvogi, segir framkvæmdastjórn spítalans of einráða og það verði heillaskref að skipa fagstjórn yfir spítalann. Steinn segir að samn­ ingur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna sé mikilvægur til að tryggja aðgengi fólks að skilvirkustu þjónustunni og gagnrýnir hann harðlega hugmyndir Birgis Jakobs­ sonar landlæknis um að segja upp samningnum og færa starfsem­ ina inn á Landspítalann. Erfitt er að festa nákvæma tölu á hvað þjón­ usta kostar á einkastofu saman­ borið við Landspítalann. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á kostnaðargreiningu á heilbrigðis­ þjónustu, sem unnin var fyrir Læknafélag Íslands árið 2004, kom í ljós að meðalkostnaður á komu til sjálfstætt starfandi sérfræðilæknis kostaði á sínum tíma að meðaltali rúmar 3.400 krónur á meðan heim­ sókn á göngudeild Landspítala gat kostað allt að 14.000 krónum. Tekið er þó fram í skýrslunni að erfitt sé að aðgreina allan kostnað á göngu­ deildum vegna ýmissa óvissuþátta á borð við húsaleigu og hvort sjúkling­ ur á göngudeild sé að hitta lækni eða annan starfsmann. Misskilningur landlæknis Steinn starfar að mestu leyti á Landspítalanum en starfar einn dag í viku á einkastofu. Undanfarin miss­ eri hefur hann gagnrýnt Birgi Jakobs­ son landlækni, þá sér í lagi í kjölfar ummæla landlæknis í fjölmiðlum um að læknar sem starfi að hluta á einkastofum stofni öryggi sjúklinga í hættu. „Það er mikill misskilning­ ur hjá landlækni því sérfræðilæknar á LSH eru ábyrgir fyrir starfseminni alla daga allan ársins hring meðal annars með vöktum í öllum sér­ greinum. Þá er það rangt hjá land­ lækni að sérfræðilæknar sem starfa á stofum séu einyrkjar, þetta er alls ekki þannig. Á síðustu tuttugu árum hefur starfsemi sérfræðilækna breyst í grundvallaratriðum að því leyti til að nú eru starfandi öflug fyrirtæki þar sem læknar í ýmsum sérgrein­ um vinna saman. Fyrirbæri sem er vel þekkt erlendis. Ég tek sem dæmi Orkuhúsið, þar er starfandi á um annan tug bæklunarlækna og svæf­ ingalækna og röntgenlæknar sem vinna saman, aðallega við stoðkerfis­ vandamál. Hinum megin við götuna er Læknastöðin í Glæsibæ, þar vinn­ ur á fimmta tug sérfræðilækna í ýmsum greinum skurðlækninga og lyflækninga með sameiginlega að­ stöðu, skurðstofur og rannsóknar­ stofur, og geta leitað til kollega sinna innanhúss út af vandamálum sjúk­ linga. Í þessu felst öryggi og augljóst hagræði fyrir sjúklingana.“ Framkvæmdastjórnin of einráð Steinn segir að læknar innan Landspítalans séu langt frá því að stýra starfseminni líkt og þeir geti alfarið gert á sinni einkastofu. Þetta sé ein höfuðástæðan fyrir því að læknar vilji frekar vinna á stofu og í hlutastarfi á spítalanum. Þótt Steinn sjái margt sem þurfi að breyta innan spítalans þá sé hann langt frá því að vera alslæmur: „Mér finnst Landspítalinn standa sig að mörgu leyti mjög vel þegar kemur að háþróaðri þjónustu. Þegar maður lítur á árangur til dæmis í krabbameinslækningum og hjarta­ og æðasjúkdómum ásamt mörgum öðrum mikilvægum hlutum sem við berum saman við aðrar þjóðir, þá er þetta stór hluti af okkar ár­ angri í lækningum á Íslandi. Spít­ alinn gæti hins vegar staðið sig enn betur ef honum væri stjórnað með tilliti til fagsjónarmiða lækna, ég tel að framkvæmdastjórnin sé of einráð og það er vandi sem liggur í stjórn­ skipulagi spítalans sem var komið á við sameiningu Borgarspítalans og Landspítalans um aldamótin.“ Steinn telur það hafa verið feil­ spor þegar hætt var að hafa sérs­ taka stjórn yfir spítalanum og þess í stað sé ráðherra beintengdur við framkvæmdastjórn spítalans í gengum forstjóra, telur hann það einstaklega óheppilegt fyrirkomu­ lag. „Þetta hefur leitt til þess að framkvæmdastjórnin er einráð og einangruð og leitar ekki til fagfólks­ ins um lausn mála. Þetta hefur leitt til deilna milli læknaráðs og fram­ kvæmdastjórnar svo ekki sé talað um áhrif á starfsanda hér inni. Það er mjög mikilvægt á svona stórri stofnun að það ríki góður starfs­ og liðsandi. Það á að leyfa hugmyndum fólks að njóta sín og gera það þannig að allir séu stoltir af því að starfa á Landspítalanum. Mér finnst stjórn­ kerfi spítalans ekki laða fram það besta, þvert á móti.“ Óábyrgur málflutningur landlæknis Fyrir skömmu var greint frá því að fjárlaganefnd Alþingis hygðist skipa stjórn yfir Landspítalann og segir Steinn að það sé skref í rétta átt: „Þetta er nákvæmlega það sem þarf að gera. Það þarf fjölskipaða faglega stjórn yfir spítalanum, sem ræður for­ stjóra, hefur eftirlit með hans störf­ um og sinnir stefnumótun fyrir spít­ alann.“ Gefum okkur að allri einkarekinni heilbrigðisþjónustu hér á landi yrði lokað, hver yrðu áhrifin af því? „Það myndi stórskerða aðgengi sjúklinga að sérfræðilæknaþjón­ ustu. Ég held að þessi málflutningur landlæknis sé til dæmis algjörlega óábyrgur. Hann hefur ekki einu sinni haft fyrir því að kynna sér þessa hluti og virðist kæra sig kollóttan um af­ leiðingarnar af þessu. Ég hef orðið fyrir mjög miklum vonbrigðum með hans framgangsmáta í þessu máli. Ég veit að hann er klár maður og hon­ um gengur ekki illt til í sjálfu sér, en hann hefur bara rangt fyrir sér. Og það virðist ekki vera hægt að sann­ færa hann um að sjá stóru myndina í þessu máli.“ Alþjóðleg skýrsla engin vitleysa Steinn segir íslenska heilbrigðis­ kerfið sé langt frá því að vera að hruni komið, þótt alltaf sé þörf á meiri fjármunum þá felist vandinn í skipulaginu. Hér á landi er veitt ein besta heilbrigðisþjónusta á jörðinni, það sanna nýlegar skýrslur Health Consumer Powerhouse sem birtar eru á netinu á tveggja ára fresti. Þá er nýleg grein í Lancet sem ber saman árangur í heilbrigðisþjónustu í fjölda landa einnig gæðastimpill fyrir ís­ lenska heilbrigðisþjónustu. „HCP er alþjóðlegt, sjálfstætt fyrir tæki sem tekur út heilbrigðiskerfi Evrópulanda á tveggja ára fresti og skrifar um það skýrslur. Íslendingar eru alltaf í topp 10, iðulega í topp 5. Nú erum við í fimmta sæti og aðeins Noregur, ríkasta þjóð í heimi, fyrir ofan okkur af hinum Norðurlöndun­ um. Við erum talsvert ofar en Svíar, sem landlæknir vísar alltaf til. Danir eru fyrir neðan okkur, líka Finnar. Við stöndum okkur vel í þessum samanburði. Samkvæmt greininni í Lancet vorum við í öðru sæti og þar með fyrir ofan öll hin Norðurlöndin. Það má spyrja sig hvað hefur skapað þennan árangur?“ segir Steinn. Hann vill meina að samningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræði­ lækna, þar sem almannatryggingar borga með hverjum sjúklingi, tryggi að hver sem er hafi aðgengi að sér­ fræðilækni. Það sé varla hægt á Landspítalanum í dag. Steinn segir sjálfur að hann eigi stundum í vand­ ræðum með að ná í lækni í gegnum skiptiborð Landspítalans. Samn­ ingurinn sé það sem tryggi aðgengi að skilvirkustu heilbrigðisþjónust­ unni og það kerfi þurfi að verja. „Áliti eins læknis sem situr hér á 7. hæð í Fossvoginum er hægt að grafa undan, en svona alþjóðlegar skýrslur geta ekki verið byggðar á einhverri vitleysu. Það er ábyrgðarhluti að tala þennan árangur niður. Enginn hér á landi borgaði fyrir þessa skýrslu og það er ekki verið að leita eftir einhverri tiltekinni niðurstöðu, og hvað skýrir þennan árangur okkar? Það eru líklega margir samverkandi þættir, Landspítalinn á sinn þátt og heilsugæslan líka en einn af þeim mikilvægustu er þessi einstaki samn­ ingur milli sérfræðilækna og Sjúkra­ trygginga, sem landlæknir vill loka og setja starfsemina inn á spítalann. Það myndi stórauka kostnað, gera að­ gengi mun verra og starfsfólkið yrði óánægðara.“ n „Áliti eins læknis sem situr hér á 7. hæð í Fossvoginum er hægt að grafa undan, en svona alþjóðlegar skýrslur geta ekki verið byggðar á einhverri vit- leysu. Ari Brynjólfsson ari@pressan.is Ábyrgðarhluti að tala árangurinn niður Steinn Jónsson „Mér finnst stjórnkerfi spítalans ekki laða fram það besta, þvert á móti.“ Mynd Sigtryggur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.