Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Síða 42
Fullkomnasti bíósalur landsins Í dag opnar Smárabíó nýjasta og fullkomnasta bíósal landsins og þó víðar væri leitað, þar sem það eru aðeins fáein kvikmynda- hús í heiminum sem bjóða upp á þá tækni sem við Íslendingar fáum nú að njóta. S-Max stendur fyrir fullkomnustu sýningartækni sem völ er á, fullkomnasta hljóðkerfið og auk þess betra sætis- pláss. Fyrr í vikunni bauð Smárabíó í forsýningarpartí þar sem gestir fengu að sjá opnunarmynd S-Max, The Mummy, sem er nýjasta kvikmynd Tom Cruise. Smárabíó opnar S-max Í aðalhlutverkum í The Mummy eru Tom Cruise, AnnaBelle Wallis og Sofia Boutella og leikstjóri er Alex Kurtzman. Tom Cruise þarf varla að kynna enda einn af vinsælli og þekkt- ari leikurum heims í dag, en kappinn hefur leikið í kvikmyndum frá 1981. Þær Boutella, sem leikur prinsessuna, og Wallis, sem leikur fornleifafræðing, eru hins vegar minna þekktar í kvik- myndum. Hinn ástralski Russell Crowe leikur einnig stórt hlutverk ásamt Jake Johnson, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Nick í sjónvarpsþátt- unum New Girl. Hin alsírska Boutella öðlaðist fyrst frægð sem hip hop-dansari og hefur unnið með stjörnum á borð við Rihönnu, Madonnu, Jamie King og Usher, bæði á tónleikum og í tónlistarmyndböndum. Hún lék síðast í kvikmyndunum Star Trek Beyond og The Kingsman: Secret Service. Hin breska Wallis er þekktari fyrir leik í sjónvarpsþáttum eins og The Tudors þar sem hún tók við hlutverkinu af Anítu Briem og Peaky Blinders. The Mummy er nútímaendurgerð á Múmíu-myndunum, sem alls eru fjórtán ef allar myndir frá þeirri fyrstu árið 1932 eru taldar með. Myndin er jafnframt sú fyrsta í nýrri kvikmynda- seríu sem ber yfirheitið Dark Universe, næsta mynd verður The Bride of Frankenstein sem frumsýnd verður 2019. Söguþráður The Mummy er í stuttu máli sá að ævagömul prinsessa er vakin í grafhvelfingu hennar djúpt í eyðimörkinni. Prinsessan er uppfull af illsku sem vaxið hefur í árþúsund og færir með sér ógn og skelfingu sem ögrar mannlegum skilningi. Atburða- rásin færist síðan til Englands þar sem ýmsir óvæntir atburðir gerast. Það er óhætt að lofa góðri skemmt- un og upplifun í nýjum S-Max sal Smárabíós. CoCa Cola slekkur þorstann Þessar dömur sáu um að enginn væri þyrstur í bíó. Bíópar Hildur María Friðriks dóttir og Tómas Valgeirsson, bíógagnrýn- andi og eigandi biovefurinn.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.