Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Síða 46
Helgarblað 9. júní 2017KYNNINGARBLAÐ6 Til sjávar Árið 1953 hóf Baldur Hall-dórsson smíði trillubáta á Hlíðarenda við Akureyri eftir að hafa lokið meistaraprófi í skipasmíðum. Tæplega aldarfjórð- ungi síðar hóf hann innflutning á vörum og vélbúnaði fyrir minni fiskiskip. Á seinni árum hefur starfsemin þróast yfir í viðgerðir og breytingar á bátum, marghátt- aða þjónustu við eigendur minni fiskiskipa og sölu á vélbúnaði og margvíslegri vöru fyrir báta frá mjög þekktum og virtum erlendum framleiðendum. Baldur Halldórsson er nú látinn en fyrirtækið með nafni hans er í eigu systkinanna Sigurðar Hólm- geirs Baldurssonar og Ingunnar Kristínar Baldursdóttur, sem halda merki föður síns á lofti með því að þróa starfsemina áfram. „Í dag erum við sáralítið í nýsmíði báta en við gerum við báta, gerum þá upp, lengjum þá og breytum gömlum bátum,“ segir Sigurður. Umfangs- mikill hluti af starfseminni er sala á ýmiss konar vöru og vélbúnaði fyrir báta og minni fiskiskip. Helsti birgirinn er hið þekkta og virta hollenska fyrirtæki Vetus B.V. sem er eitt af stærstu fyrirtækjum í Evrópu á sviði vélbúnaðar og vara fyrir minni fiskiskip. Samstarfið við Vetus hófst á miðjum áttunda áratugnum: „Gamli maðurinn hitti þá á sýningu í London fyrir ríflega 40 árum og upp úr því hófst þetta langa og gæfuríka samstarf,“ segir Sigurður. „Við erum auk þess með skipalakk og botnmálningu frá ítalska fyrirtækinu Veneiani, Patey- handdælur frá Pump International og mikið úrval af rafmagnsdælum frá TMC-IN,“ bætir hann og nefnir einnig til sögunnar alls konar „sportvörur“ eða aukabúnað, s.s. bjargvesti, árar og fleira. „Við erum með gríðarstóran lager af vörum og sendum í pósti um allt land,“ segir hann enn fremur. Fyrirtækið Baldur Halldórsson leggur mikla áherslu á góða og persónulega þjónustu og sömu aðilarnir leita aftur og aftur til fyrirtækisins um þjónustu. Sigurður hefur starfað þarna í um þrjá áratugi og segir að tíminn hafi liðið hratt: „Mér finnst ég stundum vera orðinn gamall þegar hingað leita til mín kornungir menn og segja: Afi sagði mér að koma til þín,“ segir hann og hlær. Þrjár manneskjur eru í fullu starfi hjá Baldri Halldórssyni og einn í hlutastarfi en fyrirtækið á auk þess í miklu samstarfi við járnsmíðaverkstæði og rafvirkja til að veita viðskiptavinum sínum þá þjónustu sem þeir þurfa. Baldur Halldórsson er enn til húsa á sínum upphaflega stofnstað, að Hlíðarenda, sem er í um 2,5 kílómetra fjarlægð frá Miðbæ Akureyrar – við veginn upp að skíðasvæðinu. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni baldurhalldorsson.is. Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð BALdUr HALLdórSSoN:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.