Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Page 62
38 menning Helgarblað 9. júní 2017 T úngumál er nýr diskur frá Bubba Morthens og geym- ir þrettán lög. Spurður um kveikjuna að disknum seg- ir Bubbi: „Þegar ég var ung- ur maður kynnti elsti bróðir minn, sem nú er látinn, fyrir mér tónlist frá Chile. Þá, í kringum 16–17 ára aldur, fór ég að hlusta á tónlist frá Mið- og Suður-Ameríku. Síðan hef ég alltaf sótt dálítið í þessa tónlist. Þegar ég fór að spekúlera í að gera þessa plötu þá hugsaði ég með mér að það væri gaman að vinna með áhrifin frá Suður-Ameríku, en ekki sem eftiröpun heldur miklu fremur að bræða saman áhrifin í sköpun sem yrði minn hljóðheimur og mín sýn á þessi áhrif. Þetta er kveikjan að þessari plötu, Túngumál.“ Það er greinilegt að ástin er þér hugleikin. Skynjarðu ástina á annan hátt eftir því sem þú verður eldri? „Ég er búinn að uppgötva að það er til margs konar ást. Ein af þeim er hin skilyrðislausa ást til barnanna og síðan óhjákvæmi- lega sú ást sem við berum til móð- ur okkar sem bar okkur. Síðan koma alls konar tilbrigði, eins og hin eigingjarna lostafulla ást unga mannsins, sem getur varað lengi og er að mörgu leyti síst allra ásta. Svo kemur að því að maður upp- götvar þá ást sem kannski skiptir mestu máli, vegna þess að hún ger- ir mann hæfan og færan til að gefa af sér, og það er ástin sem maður þarf að bera til sjálfs sín, það sem maður getur kallað sjálfskærleik- ur. Þessi ást er kannski sú mikil- vægasta í öllu þessu ferli en ég er ekki viss um að maður finni hana fyrr en maður er orðinn nokkuð fullorðinn – ef maður er heppinn.“ Heiðarleg plata Í þessum lögum ertu að fjalla um svo ótalmargt, ekki bara ástina heldur hrunið, misnotkun, flótta- fólk og reiðina í netheimum, svo nokkur dæmi séu nefnd. „Mér finnst skipta máli að syngja um hluti sem alla jafna er ekki sung- ið um. Tónlist er svo miklu meira en bara tónlist því hún býður upp á það að spegla samfélagið á svo margvís- legan hátt. Með því að binda saman tónlist eins og þessa við aðeins öðruvísi lýrík en ég geri kannski venjulega þá skapast dýnamík og hæfileg þensla og spenna sem verð- ur aldrei óþægileg. Þarna kennir ýmissa grasa. Eitt lag heitir Konur og er óður til kon- unnar en um leið hylling mín, með ást og kærleika í huga, til allra þeirra kvenna sem hafa runnið í gegnum líf mitt, frá móður minni og fram á daginn í dag. Svo er hyll- ing til Leonards Cohen í lagi sem heitir einfaldlega Cohen-blús. Þarna er lag sem fylgir diskinum sem bónuslag, fjallar um hrunið og heitir einfaldlega Guð blessi Ísland. Þannig að það er ýmislegt þarna að finna en fyrst og fremst held ég að þetta sé afar heiðarleg plata og laus við stæla. Kannski má segja að tónlistarlega séð sé hún afskap- lega rómantísk þótt textarnir séu margir áleitnir og fjalli um óþægi- lega hluti eins og í laginu Bak við járnaðan himin þar sem ég syng um flóttafólkið okkar. Annars er alltaf jafn snúið og erfitt að reyna að skilgreina eða fjalla um tónlistina sem maður skapar. Þetta er auðvitað tvíleikur að því leyti til að þarna er ég og svo er hlustandinn sem skapar sína mynd, sín hughrif og sinn heim. Hann hefur kannski allt aðra til- finningu fyrir því sem ég er að gera en ég hef. Það er sjarminn við þetta.“ Heilbrigð umræða að hverfa Lagið Ég hef enga skoðun fjallar um reiðina í netheimum. Þér blöskrar hún eins og svo mörgum öðrum. „Þegar maður tekur ákvörðun og segir: Ég ætla ekki að hafa skoðun á þessu þá finnur maður fyrir ákveðnum létti og frelsi. Það þarf mikla skoðun til að hafa enga skoðun. Það er mjög hollt, gott og nær- andi að stíga ekki inn í þetta há- vaðaöskur sem er svo áberandi í nútímanum. Það skiptir í raun- inni ekki máli hvað þú segir, ef þú tjáir þig á netinu eða stígur inn í kommentakerfið máttu búast við því að úr verði forsíðufrétt. Svo er öskrað og gargað. Átján tímum síð- an er svo einhver annar kominn í þennan sama ramma og þú varst í, með nýrri fyrirsögn og aftur er byrjað að öskra og garga. Þannig að heilbrigð málefnaleg umræða er að hverfa. Hún þrífst ekki í þessu um- hverfi. Það er eins og það sé stöðug- ur úði og 15 stiga hiti og engin leið að glíma við arfann og lággróður- inn sem fer að þekja gróðurmold- ina. Þú hefur ekki undan að rífa upp arfann. Allt er fullt af illgresi.“ Lag um misnotkun Þarna er lag sem fjallar um misnotkun og heitir Skilaðu skömminni. Af hverju gerðirðu lag um misnotkun? „Vegna þess að ég lenti í mis- notkun sem ungur maður. Þetta er fjórða lagið mitt þar sem ég syng um þetta atvik. Mig minnir að fyrsta lagið hafi komið út 1994 en þá var ekkert byrjað að tala um þessa hluti. Þessi lög vöktu enga athygli, kannski vildu menn ekki setja fókus á þau. Tónlistin er hraðvirkasta listformið eins og Platón sagði, ferðast hraðast og nær til manna skjótar en nokkuð annað. Kannski er það þess vegna sem ég set at- vikið í þetta form. Ég orti reyndar ítarlega um þetta í ljóðabálknum Öskraðu gat á myrkrið. Þar er dreg- in upp miskunnarlaus mynd, en kannski var sá bálkur svo fullur af myndum og flæði að það fór fram- hjá mörgum að ég var að fjalla um þennan atburð og setti hann í orð nákvæmlega eins og hann gerðist.“ Heldurðu að þú eigir eftir að tjá þig um þessa misnotkun ítarlega annars staðar en í stuttum textum? „Ég get ekki svarað því. Eins og er vil ég sem minnst tala um þetta vegna þess að ég er ennþá að vinna úr þessari reynslu.“ Sjálfið hverfur ekki Þú fagnaðir nýlega sextíu og eins Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is n Bubbi Morthens sendir frá sér nýja plötu n Syngur um misnotkun sem hann varð fyrir n Ljóðabók um verbúðarlíf á leiðinni Lífsskoðanir Bubba „Ég er farinn að temja mér skoðanir Tíbet-búddista.“ Mynd Sigtryggur Ari L íkt og við Íslendingar hafa Frakkar sérstakt dálæti á verk- um Arnaldar Indriðasonar. Þar í landi sitja verk hans svo vik- um skiptir á metsölulistum og hafa selst í milljónavís. Nú hefur ver- ið tekin ákvörðun um að í útgáfum ársins 2018 á tveimur alfræðiorða- bókum, Le Robert Illustré og Le Petit Larousse, fái höfundurinn sína eigin færslu. Le Robert Illustré er virtasta al- fræðiorðabókin í Frakklandi. Á hverju ári er sérstök nefnd sem fer yfir ný hugtök og orð og velur úr þau sem hún telur að eigi erindi í ritið. Árið 2018 verður einungis fimm tán höfundum bætt í ritið og er Arnaldur einn þeirra. Svo virðist sem einungis einum íslenskum höfundi hafi hlotnast þessi heiður áður, Halldóri Laxness. Þetta undir- strikar enn álit Frakka á Arnaldi en árið 2015 var hann sæmdur frönsku riddaraorðunni fyrir listir og bók- menntir. Fréttir berast einnig af skáldinu okkar Sjón, en í síðustu viku skilaði hann framlagi sínu til Framtíðar- bókasafnsins í Ósló. Athöfnin fór fram í Nordmarka, skógi norður af borginni, þar sem saman kom hópur bókmenntafólks og listunn- enda víða úr heiminum. Við hand- ritinu tók skoski listamaðurinn Katie Paterson sem afhenti það svo Marianne Borgen, borgar- stjóra Óslóar, til varðveislu. Seinna saman dag var fjölsótt dagskrá um Sjón og verk hans í Deichmanske- borgarbókasafninu. Við bæði tæki- færin fluttu Ásgerður Júníusdóttir messósópran og Marion Herrera hörpuleikari íslenska tónlist. Framtíðarbókasafnið er hug- verk Katie Paterson og felur í sér að á hundrað árum frá árinu 2014 verður á hverju ári nýr rithöfundur beðinn um að skrifa verk og leggja til safns- ins. Sjón er þriðji höfundurinn sem afhendir safninu verk eftir sig en fyrst voru Margaret Atwood og David Mitchell. Verða verkin geymd ólesin í sérstöku herbergi í nýrri byggingu borgarbókasafns Óslóar en í Nord- markaskógi hefur verið plantað eitt þúsund trjám sem notuð verða í pappír framtíðarbókanna þegar þær koma fyrir augu lesenda árið 2114. Þangað til verður fólk að gera sér verk- Arnaldur í orðabók og Sjón í Framtíðarbókasafnið Fáránlega Fjörugur Metsölulisti Eymundsson 31. maí -6. júní 2017 Allar bækur 1 gestir utan úr geimnum Ævar Þór Benediktsson 2 eftirlýsturLee Child 3 litla bakaríið við Strandgötu Jenny Colgan 4 Morðið í gróttu Stella Blómkvist 5 Með lífið að veðiYeonmi Park 6 ljótur leikurAngela Marsons 7 Independent PeopleHalldór Laxness 8 Sagan af barninu sem hvarf Elena Ferrante 9 Iceland In a BagÝmsir höfundar 10 gæfuspor - gildin í lífinu Gunnar Hersveinn Handbækur / Fræði- bækur / Ævisögur 1 Með lífið að veðiYeonmi Park 2 gæfuspor - gildin í lífinu Gunnar Hersveinn 3 Stofuhiti Bergur Ebbi Benediktsson 4 171 Ísland - áfanga-staðir í alfaraleið Sóley Dröfn Davíðsdóttir 5 náðu tökum á fé-lagskvíða Millie Marotta 6 Íslensk orðsnilldIngibjörg Haraldsdóttir valdi 7 Íslenskir máls-hættir og snjallyrði Nanna Rögnvaldardóttir valdi 8 Íslenskur fuglavísir Jóhann Óli Hilmarsson 9 Hjálp barnið mitt er grænmetisæta Jón Yngvi Jóhannsson 10 Orðbragð Brynja Þorgeirsdóttir/Bragi Valdimar Skúlason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.