Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Síða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Síða 63
menning 39Helgarblað 9. júní 2017 in í hugarlund út frá titl- um þeirra en athöfninni í skóginum lauk einmitt á því að Sjón opin beraði titil verks síns. Sjón fór frá Noregi til Þýskalands þar sem hann dvelur í sumar sem gestur Loftslags- rannsóknarstofnunar- innar í Potsdam. Þar mun hann hafa að- stöðu í litlum stjörnu- skoðunarturni og vinna að bókmennta- verki sem tekst á við þá miklu ógn sem mann- kyni stafar af hlýnun jarðar og afleiðingum hennar. Verk Sjóns halda áfram að koma út erlendis. Útgáfuréttur CoDex 1962 hefur meðal annars verið seld- ur til Bandaríkjanna, Þýskalands og Bretlands, Skugga-Baldur kemur brátt út á 35. tungumálinu og nú í lok maí var ljóðabókin Gráspörvar og ígulker gefin út í franskri þýðingu Severine Daucourt hjá forlaginu Editions Lanskine í París. Það síðar- nefnda sætir nokkrum tíðindum því afar sjaldgæft er að heilar ljóða- bækur íslenskra skálda séu gefnar út á öðrum málum. n Arnaldur Indriðason Kemst í virtustu alfræðiorðabók Frakklands. Handritið afhent Marianne Borgen, borgarstjóri Óslóar, Katie Paterson, og Sjón með handritið í öskjunni. Mynd BjørvIkA UtvIklIng / krIstIn von HIrscH. árs afmæli þínu. Hvernig finnst þér að eldast? „Ég er fáránlega fjörugur, gríðarlega duglegur að hreyfa mig og á ung börn sem halda mér á tánum. Meðan ég eldist þetta vel þá er það ekkert mál. Hins vegar er staðreyndin sú að við fæðumst, eldumst, veikjumst og deyjum. Þetta er leiðin. Ég er, án þess að vera í þunglyndi, byrjaður að hug- leiða það að þegar ég dey vil ég vita hver ég er. Það er mitt verkefni þessa daga að komast að því.“ Heldurðu að dauðinn sé enda- lok? „Alls ekki. Ég er farinn að temja mér skoðanir Tíbet-búddista. Það er enginn möguleiki að dauðinn sé endalok öðruvísi en þannig að lík- aminn hverfur og rotnar og verð- ur að mold. Ég hef öðlast vissu innra með mér um að sjálfið hverf- ur ekki. Þá er ég að tala um hinn innsta kjarna. Ef dauðinn kemur ekki þegar við erum ennþá ung og eigum allt fram undan heldur þegar við erum gömul og höfum náð að lifa góðu lífi þá er hann ekkert annað en fögnuður.“ Það er nóg fram undan hjá Bubba. Hann heldur afmælistón- leika í ágúst og í september kem- ur út hjá Forlaginu ljóðabók hans, Hreistur. „Án þess að skilgreina það á neinn máta þá er þetta ljóða- bálkur um hinn horfna heim ver- búðar og farandverkamanna,“ seg- ir Bubbi. n „Það er mjög hollt, gott og nærandi að stíga ekki inn í þetta hávaða- öskur sem er svo áberandi í nútímanum Bubbi „Mér finnst skipta máli að syngja um hluti sem alla jafna er ekki sungið um.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.