Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Page 10
10 Helgarblað 4. ágúst 2017fréttir
Þ
að hefur oft verið líflegra
við Hlemm en undan-
farin ár. Þó að þar séu
enn tengistöðvar fyrir
strætisvagna dugar það ekki til
að glæða torgið miklu mann-
lífi enda er sjálft biðstöðvar-
húsið lokað. Nú standa vonir til
þess að mannlíf á Hlemmi muni
brátt verða meira og fjölskrúð-
ugra með opnun Mathallar í
gamla biðstöðvarhúsinu sem
mun hýsa tíu aðila, veitingastaði
og matarkaupmenn. Markmið
þeirra sem reka Mathöllina er
að fá mannlíf til að blómstra á
Hlemmtorgi sem aldrei fyrr.
Nafnið Hlemmur er dregið
af brúarstubbi sem var yfir
Rauðará en hún rann þar sem
gatan Rauðarárstígur er núna.
Fólk komst því fótgangandi
eða á hestbaki yfir ána vegna
„hlemmsins“. Á svæðinu var
vatnsþró þar sem hægt var að
brynna hestum og síðar þegar
bílar höfðu leyst hesta af hólmi
sem farartæki var lengi bensín-
stöð BP á Hlemmi. Gasstöð var
starfrækt á Hlemmi frá 1910 til
1956 og stendur gamla Gas-
stöðvarhúsið ennþá við torgið.
Leigubílastöðvar hafa verið
við Hlemm óslitið frá stríðsárum
en árið 1970 voru tengistöðvar
fyrir strætisvagna fluttar þangað
frá Kalkofnsvegi. Árið 1978 var
reist þar biðstöðvarhúsið sem
þar hefur skýlt strætisvagnafar-
þegum undanfarna áratugi.
Húsið er lokað núna en mun
hýsa Mathöllina innan tíðar.
Á árunum í kringum 1980
fylltu unglingar gjarnan bið-
stöðvarhúsið, þeir reyktu þar
innandyra og sumir neyttu
áfengis og annarra vímugjafa.
Unglingavandamálið á Hlemmi
fjaraði nokkuð út er nær dró
aldamótum en lengi vel vöndu
útigangsmenn komur sínar á
svæðið og barinn Keisarinn
sem þarna var staðsettur var
mörgum þyrnir í augum. Úti-
gangsmönnum við Hlemm hef-
ur fækkað mikið og umfram allt
er svæðið rólegt núorðið. Þarna
eru samt nokkrir veitingastaðir
í nágrenninu, kaffihús og barir,
en ekki fjölsóttir.
Lækjartorg, Laugavegur og
Skólavörðustígur hafa iðað af lífi
undanfarin ár og ekki síst hafa
erlendir ferðamenn fyllt göturn-
ar. Þegar upp á Hlemm er kom-
ið tekur hins vegar götu ysinn að
hljóðna mjög og svæðið er ein-
kennilega rólegt í samanburði
við miðbæinn og Hlemm for-
tíðarinnar. Mathöllin gæti breytt
þessu.
Mathöllin á sér erlendar
fyrirmyndir
„Það hefur verið rólegt þarna
undanfarið enda höllin verið
lokuð og ekki mikið um að vera
þarna í svolítinn tíma. En þetta
er falleg bygging sem Gunnar
Hansson hannaði þarna upp-
haflega árið 1978. Hlemmur
er líka eitt af fáu almennilegu
torgunum í Reykjavík og var
það hannað með það í huga
að þarna yrði mikið mannlíf
og einhvers konar miðpunktur
sem átti að tengja umferðina
saman. Við teljum að auðvelt
sé að fylgja þeirri hugmynd
eftir,“ segir Ragnar Egilsson,
framkvæmdastjóri Hlemmur
Mathallar. Tíu aðilar munu
bjóða upp á mat og veitingar í
Mathöllinni á Hlemmi:
„Svona mathallir eru oft
vendipunktar í hverfum og
verða miðstöðvar fyrir mann-
lífið almennt og það er hug-
myndin með þessari mathöll
að blása lífi í hverfið. Þessi nýja
alda markaða af þessu tagi, t.d.
Copenhagen Street Food, Tor-
vehallen og Great Nordic Food
Hall eru viðmið sem við lítum
til. Þarna verða tíu veitinga-
staðir og kaupmenn. Þetta eru
fyrst og fremst veitingastað-
ir, en þó verða þarna íslenskir
grænmetisbændur með græn-
meti í lausasölu og ýmsa græn-
metisrétti á boðstólum. Þarna
verður Ísleifur heppni sem
verður með ísgerð með fljót-
andi köfnunarefni, Jómfrúin
verður þarna með sinn fyrsta
nýja stað fyrir utan staðinn við
Lækjargötu, síðan verður alvöru
Taco-staður með taco og ým-
islegt annað mexíkóskt góð-
gæti, hann heitir La Poblana.
Bánh Mí er staður sem verð-
ur með víetnamskar samlok-
ur. Veitingastaðurinn Borðið úr
Vesturbænum verður með lang-
hangikjöt, súrsað grænmeti og
ýmislegt annað góðmeti, þau
verða mitt á milli þess að vera
kaupmaður og veitingastaður.
Kröst verður með grill og göm-
ul vín. Skál! verður með gæða-
bjór og barmat. Te og kaffi verð-
ur með Micro Roast og Brauð
& Co. verður þarna með nýjan
stað, sinn þriðja, og býður upp
á súrdeigsbrauð, sætabrauð og
pítsur,“ segir Ragnar.
Frumleiki og gæði eiga að
einkenna framboðið í Mathöll-
inni: „Þarna verða engar stórar
keðjur. Sumir hafa verið með
rekstur annars staðar en eru
þarna að bjóða upp á sérstaka
útgáfu af sínu, en aðrir eru að
opna starfsemi í fyrsta sinn.“
Strætisvagnar munu áfram
stöðva á Hlemmi
„Við höfum enga aðkomu að
strætó. Það liggur fyrir að flytja
strætisvagnastöðvarnar niður á
BSÍ þegar BSÍ hefur verið upp-
gerð og það er ekki að fara að
gerast alveg á næstunni. En
jafnvel eftir að tengistöðin hefur
verið flutt niður á BSÍ þá verða
áfram strætisvagnaferðir og
stoppistöð hér. Það verður bara
ekki aðalstöð,“ segir Ragnar að-
spurður um framtíð strætis-
vagna á Hlemmi. Hann segist
fagna strætó sem og öllu öðru
mannlífi á svæðinu.
En er áhættusamt að opna
mathöll á þessu svæði sem hef-
ur verið svo rólegt lengi?
„Veitingabransinn er alltaf
áhættusamur en ég er mjög
bjartsýnn á þetta. Kosturinn
við mathallir er líka sá að þegar
einn aðili verður vinsæll þá
dregur hann að fólk fyrir alla
hina. Þannig að þetta er einn
fyrir alla og allir fyrir einn. Fjöl-
breytnin þarna er líka styrkur
þannig að þó að einhver verði
leiður á einum aðila er stutt
yfir í þann næsta.“ Reykjavík á
biðstöðvarhúsið áfram. Fyrir-
tækið Hlemmur Mathöll, sem
Ragnar er í forsvari fyrir, leigir
húsið af borginni og framleigir
það áfram til rekstraraðilanna
sem verða inni í höllinni. En
á Ragnar von á því að erlendir
ferðamenn flykkist á Hlemm
eftir opnun Mathallarinnar?
„Fólk kannast við svona
mathallir frá öðrum löndum og
verður örugglega ekki lengi að
kveikja á perunni. Hins vegar er
það í sjálfu sér ekki okkar mark-
mið að kynna þetta fyrir erlend-
um ferðamönnum heldur fyrir
Reykvíkingum sjálfum. En við
erum að fara hér inn í eitthvað
sem fólk kannast við og það
verður ekki erfitt að sannfæra
fólk um ágæti svona mathalla.“
Opnun Mathallarinnar er
ráðgerð 15. ágúst en sú tíma-
setning er ekki endanlega stað-
fest. Ljóst er að höllin verður
opnuð í ágústmánuði. Opið
verður frá morgni til kvölds alla
daga vikunnar en endanlegur
afgreiðslutími hefur ekki held-
ur verið fastsettur. Leyfi hefur
fengist fyrir því hafa opið frá 7 á
morgnana til 11 á kvöldin. n
Verður brátt líf og fjör á Hlemmi?
n Mathöllin á Hlemmi opnuð fljótlega n Á sér fjölda erlendra fyrirmynda
„Svona mathallir
eru oft vendi-
punktar í hverfum og
verða miðstöðvar fyrir
mannlífið almennt og
það er hugmyndin með
þessari mathöll að blása
lífi í hverfið.
Ágúst Borgþór Sverrisson
agustb@dv.is
Gamla gasstöðin