Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 50
26 fólk - viðtal Helgarblað 4. ágúst 2017 vitur eftir á og sagt að það hafi verið ýmis teikn á lofti sem maður hefði átt að sjá. Því miður er það samt þannig að meðan allt virðist ganga vel, mikil umsvif eru í sam- félaginu, tekjur opinberra aðila og einstaklinga eru miklar og vel- launuðum störfum fjölgar, þá er tilhneiging til að snúa blinda aug- anu að viðvörunarmerkjum. Lík- lega er yfirvofandi hætta sjaldan meiri en þegar allt virðist ganga vel. Að sumu leyti má segja að þetta sama sé að gerast núna. Það eru ákveðin hættumerki sem menn verða að taka alvarlega.“ Búin á líkama og sál Hvernig snýr það að þér núna að hluti af þínum eigin flokki og þingheimi vildi á sínum tíma draga þig fyrir landsdóm, sem tókst reyndar ekki. Ertu búin að fyrirgefa þessu fólki eða sérðu kannski enga ástæðu til þess? „Þetta var gríðarlega sársauka- fullt og tók mig langan tíma að jafna mig. Þetta er hluti af minni fortíð sem ég lærði afar mikið af, þótt þetta væri mjög erfitt. Það var í rauninni mjög merki- legt að fara í gegnum þessa tíma. Ég glímdi við veikindi og var búin á líkama og sál. Vegna veikind- anna hafði ég hvorki getu né löngun til að verjast þegar að mér var sótt, ég átti einfaldlega fullt í fangi með sjálfa mig. Ég var hins vegar svo heppin að heilaæxlið var ekki illkynja þó að það væri á vondum stað og ég þurfti að fara í erfiðar aðgerðir sem tókust vel. Það var fyrsta heppnin sem var yfir mér. Og fyrst gæfan hafði gef- ið mér þetta tækifæri til að byggja mig upp aftur, sem er ekki sjálf- gefið, þá gat ég ekki forsmáð það með því að dvelja í leiðindum. Ég beindi því allri athyglinni að því að byggja mig upp, bæði andlega og líkamlega, og hugsaði með mér: Ég get ekki dvalið við það sem er að gerast í pólitíkinni. Ég verð að einblína á sjálfa mig og byggja mig upp. Öðruvísi geri ég ekkert gagn, hvorki sjálfri mér né öðrum. Og mér tókst þetta. Núna er ég heilsuhraust og mér líður vel. Svo fékk ég þetta ótrúlega tækifæri, sem er ekki sjálfgefið þegar maður er hálfsex- tugur, að hefja alveg nýjan feril. Ég ákvað að horfa til framtíðar og leita á ný mið þar sem reynsla mín og þekking gæti nýst. Ég sótti um starf og fékk tækifæri til að vinna innan Sameinuðu þjóð- anna, kynntist ókunnum löndum og eignaðist nýjan reynsluheim.“ Hafa einhverjir þeirra sem vildu leiða þig fyrir landsdóm haft samband við þig og beðið þig afsökunar? „Eingöngu Ögmundur Jónas son. Sjálfsagt finnst mörg- um að það sé engin ástæða til að biðjast afsökunar á landsdóms- málinu og gefa ekkert fyrir þá staðreynd að rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niður- stöðu að ég hefði ekki gerst sek um vanrækslu í starfi sem ráð- herra. Í mínum huga er það ekki léttvægt og ýmsar grundvallar- reglur réttarríkisins voru einfald- lega brotnar í meðferð þessa máls á Alþingi.“ Ferskir vindar með Jóni Gnarr Þú varst lengi borgarstjóri í Reykjavík. Hvernig líst þér á nú- verandi meirihluta? „Mér líst vel á meirihlutann. Það er ekki einfalt mál þegar margir flokkar eru í meirihluta, en þau halda vel saman. Þeim eru auðvitað mislagðar hendur, en almennt finnst mér þau halda vel á málum og vera að gera góða hluti. Það eru allar forsendur til að þau haldi áfram samstarfinu.“ Þú nefndir fyrr í viðtalinu að stjórnmálamenn ættu ekki að sitja of lengi í sömu stöðu. Finnst þér Dagur B. Eggertsson ekki vera búinn að vera of lengi í pólitík? „Nei, en sjálfsagt er hann far- inn að nálgast það. Ég myndi setja markið við átta ár í embætti eins og þessu. Ég held að fólk eigi ekki að sitja lengur. Ég var borg- arstjóri í níu ár en fann að ég var búin með erindi mitt eftir átta ár, þó að atvikin höguðu því þannig að ég gat ekki farið fyrr.“ Fylgdistu með Jóni Gnarr í embætti borgarstjóra? „Hann var óvenjulegur borgar stjóri en það var líka nokk- uð sem við þurftum á þeim tíma. Það var líka mjög skynsamlegt hjá honum að hætta eftir eitt kjörtímabil og til marks um að hann var mjög meðvitaður um erindi sitt. Ég er ekki viss um að annað kjörtímabil hefði verið vel heppnað. Með Jóni Gnarr komu ferskir vindar og hann braut upp hugmyndir fólks um pólitíkusa. Hann ögraði kerfispólitíkusum og sýndi og sannaði að það er hægt að vera í pólitík þó að mað- ur falli ekki inn í fyrirframgefið skapalón, og það var fínt. Þetta var hans framlag og það var mjög mikilvægt.“ Fyrst við erum að tala um borgar stjóra þá kemur annað nafn upp í hugann. Var samband ykkar Davíðs Oddssonar alltaf jafn kalt og það virtist vera? „Ég get alveg hitt Davíð vand- ræðalaust. Allir hafa eitthvað til síns ágætis, það er enginn þannig að hann sé alslæmur eða algóður. Davíð hefur marga kosti sem einstaklingur en ég er óskaplega ósammála honum í pólitík. Fyrst og síðast er ég afskaplega ósam- mála þeim aðferðum sem hann beitir í stjórnmálum. Mér þykja þær ósvífnar.“ Það er lítið eftir af Samfylk- ingunni. Hver heldurðu að ástæðan sé? „Ég er búin að vera í burtu í mörg ár við vinnu í útlöndum. Ég ætla ekki að koma núna og láta eins og ég sé þess umkomin að benda á vandann eða sökudólga, hvort sem það eru menn eða málefni. Mér finnst ég ekki vera í stöðu til þess og það gerir flokkn- um heldur ekkert gagn.“ Kannski ævisaga Þú gegnir þessu nýja starfi í Var- sjá í þrjú ár, hvað tekur svo við? „Eftir þrjú ár er ég 65 ára og þá finnst mér ekki ólíklegt að ég láti gott heita og flytji heim í heiðar- dalinn.“ Þú hefur átt ansi áhugaverða ævi og séð margt. Ætlarðu ekki með tíð og tíma að skrifa ævisögu þína? „Það getur vel verið. Ég held þeim möguleika opnum að gera það. Núna hef ég engan tíma til að skrifa. Ég get ekki hlaupið í það í hjáverkum. Það hefur alltaf verið þannig að ég gef mig alla í það sem ég er að gera hverju sinni og um leið á það athygli mína óskipta.“ n „Ef fólk er með fordóma og tjáir þá í orði þá verðum við að mæta því öðruvísi en hjá dómstólum Íslensk umræða „Stundum finnst mér umræðan hérna óþarflega vanstillt miðað við umfang vandans.“ Mynd BrynJa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.