Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 52
52 sakamál Helgarblað 4. ágúst 2017 K risten Baxter, frá Toronto í Kanada, taldi sig hafa fund- ið draumaprinsinn í Brett Ryan, 36 ára. Hann hafði reyndar fengið dóm fyrir átta bankarán á átta mánaða tímabili, 2007 til 2008, það síðasta framdi hann í júní 2008. Bankaránin hafði hann framið í gervi aldr- aðs manns og fékk hann fyrir vikið viðurnefnið Ræninginn með gerviskeggið. Saksóknari hafði á þeim tíma farið fram á tíu ára dóm yfir Brett en dómarinn í málinu var á önd- verðum meiði og Brett fékk þriggja ára og níu mánaða dóm og losn- aði úr fangelsi árið 2011. Léttvægar syndir Brett og Kristen kynntust þegar hann var laus til reynslu, þau fóru að búa saman árið 2013 og trúlof- uðust 2014. Kristen vissi allt um þetta undarlega tímabil í ævi Bretts, sem hafði þá glímt við þunglyndi í kjölfar sambandsslita við aðra konu. Að mati Kristen hafði fennt yfir þetta allt saman og hún sá ekkert því til fyrirstöðu að hún og Brett gengju í það heilaga í sept- ember 2016. Stóri dagurinn nálg- aðist óðfluga þegar hér var komið sögu, í ágúst 2016. Blekkingar og lygar En Brett átti leyndar- mál sem Kristen mátti ekki komast að; leyndarmál sem móðir Bretts og bræður þekktu til. Reyndar hafði móð- ir hans, Susan, hvatt hann til að koma hreint fram við Kristen og leggja öll spil á borðið fyrir brúðkaupið. Brett hafði nefni- lega talið Kristen trú um að hann hefði útskrifast úr háskóla en það var ekki sannleikan- um samkvæmt, því hann hafði hætt námi. Síðan hafði Brett feng- ið vinnu hjá fyrirtæki í upplýsinga- geiranum, en verið rekinn eftir að fortíð hans varð stjórnendum þar ljós. Í stað þess að segja Kristen frá þessu öllu saman lét hann í það skína að hann stundaði vinnu sína heima við. Brett settir afarkostir Sem fyrr segir vildi móðir Bretts að hann gerði hreint fyrir sínum dyrum fyrir brúðkaupið og sagð- ist myndu styðja hann fjárhags- lega, þar til úr rættist, ef hann gerði það. Hún setti reyndar syni sínum afarkosti og hótaði að upplýsa Kristen sjálf ef ekki vildi betur. Til þess kom þó aldrei því Brett greip til sinna ráða með banvænum afleiðingum. Eftir margra mánaða blekkingu varð ljóst að sverfa myndi til stáls, því Brett var ekki reiðubúinn til að svipta hulunni af þeim blekkingum sem hann hafði viðhaft gagnvart Kristen. Undirbúningur Þann 25. ágúst, 2016, tók- ust Brett og móðir hans á um þetta leiðindamál á heimili hennar. Síðar kom í ljós að Brett hafði af einhverjum ástæð- um gert ýmsar ráðstafanir fyrir þennan fund þeirra. Hann hafði falið lásboga í bíl- skúr móður sinnar og einnig sett upp iPad og iPhone á heimili sínu, sennilega til að dikta upp fjarvistar sönnun með rafrænu fótspori, sem þó aldrei var nýtt. Susan leist ekkert á hvert rifrildið stefndi og hringdi í eldri bróður Bretts, Christopher. Þrjú morð Brett nýtti tækifærið og náði í lás- bogann. Hann stakk móður sína með ör og kyrkti hana síðan með gulu nælonreipi. Síðan beið hann rólegur komu Christophers. Þegar Christopher kom skaut Brett hann með lásboganum og lenti örin í aftanverðu höfði hans. Brett vafði líkin inn í segldúk og faldi þau í bílskúrnum. Að því loknu beið hann eftir yngri bróður sínum, Alexander. Þegar hann bar að garði stakk Brett hann til bana með ör. Síðasti bróðirinn Þriðji bróðir Bretts, Leigh, bjó hjá móður þeirra og varð var við eitt- hvert brambolt. Þegar hann kann- aði hverju það sætti kom hann að Brett standandi yfir líkinu af Alex- ander í heimkeyrslunni. Leigh snerist á hæli og hljóp inn í húsið með Brett á hælunum. Inni réðst Brett á bróður sinn sem tókst að komast undan og náði heilu og höldnu til nágrannanna. Brett játaði á sig morðin þegar lögreglan kom á vettvang. Föstu- daginn 28. júlí, 2017, fékk Brett Ryan þrefaldan lífstíðardóm og getur ekki sótt um reynslulausn fyrr en eftir 25 ár. n Banvænn Blekkingaleikur n Unnusta Bretts horfði framhjá gömlum syndum n Brett skapaði nýjar „Hún setti syni sínum afarkosti og hót- aði að upplýsa Kristen sjálf ef ekki vildi betur Brett og Kristen Kristen fannst ekki tiltökumál að giftast dæmdum bankaræningja. Brett Ryan Greip til örþrifaráða í stað þess að segja sannleikann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.