Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 58
34 menning Helgarblað 4. ágúst 2017 É g veit að þetta hljómar svo­ lítið hippalega en stefnan er að kynna fólk fyrir tónlist sem það gæti haft gaman af á jákvæðan hátt – segja örstuttar sögur af hljómsveitum og plötum – eins og þú sitjir með góðum vini og hann segi þér frá því sem hann hefur verið að hlusta á,“ segir Hlynur Benediktsson tónlistar­ maður sem stendur á bak við Garg.is nýja vefsíðu sem fjallar um rokktónlist á breiðum grundvelli. „Ég hef lagt upp með að hafa þetta algjörlega fordómalaust, það er fjallað um alla rokktónlist frá Chuck Berry yfir í norskan svart­ málm og allt þar á milli. Og þó að einn fíli Green Day og annar fíli Mayhem þá þurfa þeir ekkert að vera að kýta hvor við annan. Það örlaði svolítið á því fyrst þegar ég byrjaði en ég hvatti fólk frekar til þess að senda okkur greinar um sitt áhugasvið og fletta fram hjá því sem það fílar ekki.“ Garg.is fæddist í maí og átti upphaflega að vera persónulegt rokktónlistarblogg Hlyns og vina hans en áhuginn var strax mikill enda skortur á íslenskum vett­ vangi þar sem hægt er að nálgast tónlistarfréttir og umfjallanir. Vef­ síðan hefur vaxið ört í sumar, nú heimsækja meira en 4000 net­ notendur Gargið daglega og lesa fréttir og greinar eða skoða tón­ leikadagatalið á síðunni. Fyrir utan vefsíðuna hefur Garg haldið utan um vikulegan rokkfrétta­ pakka í útvarpsþættinum Fuzz á Rás 2. Enn sem komið er, er síðan rekin að mestu leyti af Hlyni og hjálpar kokkum hans í sjálfboða­ vinnu. „Ég sé um síðuna en það er fjöldi góðra og áhugasarmra aðila sem koma að þessu, skrifa, taka upp myndbönd og viðtöl. Ég hef beðið einstaklinga um að skrifa um eitthvað sem þeir hafa sér­ fræðiþekkingu á – í staðinn fyrir að ég sé að baula um eitthvað sem ég hef lítið vit á – en svo hefur fólk líka ver­ ið duglegt að senda inn greinar að fyrra bragði. Þá yfirför­ um við bara stað­ reyndir og ann­ að og merkjum greinarnar svo með nafni höf­ undar. Núna er vinnan við allt þetta reyndar orðin slík að það liggur beinast við að byrja að selja auglýs­ ingar bara til að hafa upp í kostnað. Þetta er orðið meira og stærra en ég bjóst við og eftir­ spurnin er mikil.“ n Gargað um rokktónlist Hlyni Ben fannst vanta vettvang fyrir umræður um rokk og stofnaði rokkfréttasíðuna Garg.is Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Þetta er eins og þú sitjir með góðum vin og hann segir þér frá því sem hann hefur verið að hlusta á Rokkari Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben stofnaði vefsíðuna Garg í vor fyrir íslenska áhugamenn um rokktónlist. B ókaútgefandinn Snæ björn Arngrímsson hefur selt bókaforlagið Hr. Ferdinand og tengd fyrir tæki til Politikens Forlag, eins stærsta útgáfufyrirtækis Danmerkur. „Mér líður bara mjög vel með. Þetta er hár­ rétt ákvörðun á hárréttum tíma,“ segir Snæbjörn um söluna. Snæbjörn stofnaði útgáfu­ fyrirtækið Bjart árið 1999 til að gefa út fyrstu bókina um galdra­ strákinn Harry Potter en færði út kvíarnar til Skandinavíu á nýju árþúsundi. Hann seldi hlut sinn í Bjarti árið 2008 og einbeitti sér, ásamt eiginkonu sinni, Susanne Torpe, í kjölfarið að því að byggja upp danska systurfyrir­ tækið Hr. Ferdinand. Fyrirtækið hefur verið atkvæðamikið í Danmörku í útgáfu þýddra skáldverka eftir höfunda á borð við Dan Brown, Stephen King og Elenu Ferrante. „Þetta er búið að vera í undir­ búningi frá því í desember. Al­ gjörlega upp úr þurru þá kom kona frá stóru erlendu forlagi í heimsókn og spurði hvort við værum til sölu. Við svöruðum að svo væri ekki en hún bað okk­ ur um að hugsa málið, svo við gerðum það. Við höfum bæði verið í þessum bransa alla okkar starfsævi og við fórum að velta fyrir okkur hvort við ættum ekki bara að finna okkur nýtt sæti í leikhús­ inu – ekki alltaf að sitja á sama stað,“ segir Snæbjörn. Eftir að ákvörðunin hafði verið tekin um að selja fyrirtækið fóru hjón­ in að líta í kringum sig og náðu góðum samning við danska út­ gáfurisann Politiken. Voru það miklir peningar sem fengust fyrir fyrirtækið? „Já, þetta var alveg stórkost­ lega há upphæð,“ segir Snæ­ björn og hlær innilega en bætir svo við: „Nei, ég má ekki segja það.“ En hvað tekur við hjá þér þegar starfi þínu hjá Hr. Ferdinand lýkur? „Það er að finna nýtt gott sæti. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera. Ég læt það bara koma í ljós. En ég er harð­ ákveðinn í því að nú muni ég prófa eitthvað annað en útgáfu­ bransann.“ n Segir skilið við útgáfubransann Snæbjörn Arngrímsson selur Hr. Ferdinand til eins stærsta bókaforlags Danmerkur „Við höfum bæði verið í þessum bransa alla okkar starfsævi og fórum að velta fyrir okkur hvort við ættum ekki að finna okkur nýtt sæti í leikhúsinu. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Stórkostlega há upphæð“ Snæbjörn Arngrímsson vill ekki gefa upp hvað Politiken greiddi fyrir útgáfu- fyrirtækið Hr. Ferdinand, en grínast með að það hafi verið „stórkostlega há upphæð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.