Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 12
12 Helgarblað 4. ágúst 2017fréttir F orsetakosningar eru haldnar í Mið-Afríkuríkinu Rúanda föstudaginn 4. ágúst. Þegar við Vesturlandabúar heyrum þetta orð, Rúanda, minnumst við ósjálfrátt borgarastyrjaldarinnar og þjóðarmorðsins sem átti sér þar stað sumarið 1994, þegar um ein milljón manns féll í valinn á grimmilegan hátt. Annar frambjóðandinn er Paul Kagame, forseti landsins síðan árið 2000 og einn stærsti leikandinn í borgarastyrjöldinni. Hann er einnig leiðtogi Þjóðernisfylkingar Rúanda, sem hefur stýrt landinu síðan í stríðinu. Mótframbjóð- andi hans er Frank Habineza, fyrr- verandi blaðamaður, sem fer fyrir flokki Græningja, helsta stjórnar- andstöðuflokknum. Kagame mun vinna, sennilega með um 95 pró- sent atkvæða eins og hann gerði í kosningunum 2003 og 2010. En með framboðinu er Habineza að stefna lífi sínu í hættu, líkt og flokksfélagi hans, Andre Kagwa Rwisereka, sem fannst afhöfðaður og stunginn fyrir síðustu forseta- kosningar. Fönix Afríku Fá ríki í Afríku, eða jafnvel öllum heiminum, hafa risið jafn hratt og Rúanda hefur gert á undan- förnum árum. Við fyrstu sýn virð- ist Rúanda vera fyrirmyndarríki á afrískan mælikvarða. Landsframleiðsla hefur meira en þrefaldast síðan á ófriðar- tímunum á tíunda áratugnum. Fátækt er á hraðri niðurleið og jöfnuður eykst stöðugt. Fátækar fjölskyldur fá kú að gjöf frá ríkinu. Kynjakvóti var settur á opinber- ar stöður og í dag eru 64 prósent þingmanna landsins konur, sem er hæsta hlutfall í heiminum. Heil- brigðiskerfið hefur tekið stakka- skiptum og meðalaldur lands- manna hefur hækkað um 10 ár á 10 árum. Um 90 prósent barna sækja grunnskóla en í mörgum Afríkuríkjum er hlutfallið aðeins um 20 prósent. Glæpatíðni er mjög lág í Rúanda miðað við önnur Afríkurríki. Betlarar og vændiskonur sjást hvergi. Síðasta laugar- dag í hverjum mánuði sinna allir íbúar lands- ins samfélagsþjónustu, þar á meðal forsetinn sjálfur. Þá eru byggðir skólar, sjúkrahús og stræti borganna eru hreinsuð af rusli. Erlendir þjóðhöfð- ingjar og ráðamenn þakka Kagame þennan ótrúlega árangur sem náðst hefur í landinu. Tony Blair, fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands, lýsti Kagme sem „leiðtoga með sýn“ og talað hefur verið um „kraftaverk- ið í Rúanda“. Vegna þessa vinskapar hefur Rúanda notið hárra styrkja, sérstaklega frá Bretlandi, sem skýrir að miklu leyti þennan öra vöxt. Ástæðan fyrir því að Kagame er svo vel liðinn af alþjóðasamfé- laginu er goðsögnin um að hann hafi bjargað landinu árið 1994 þegar hildarleikurinn átti sér stað. En sannleikurinn er sá að Kagame bar mesta ábyrgð á honum. Opinbera sagan og raunverulega sagan Opinbera sagan um þjóðarmorðið í Rúanda hljómar eitthvað á þessa leið: Þann 6. apríl árið 1994 var flugvél forseta landsins, Hútú- ans Juvénal Habyarimana, skotin niður af öfgafullum Hútúum sem vildu ófrið við Tútsa. Í kjölfarið fylgdi þriggja mánaða slátrun á Tútsum uns Paul Kagame kom með her sinn og stöðvaði blóðbað- ið. Síðan þá hafa Hútúar og Tútsar, sem nú mega ekki skilgreina sig sem slíka, lifað í sátt og samlyndi þökk sé Kagame. Þessa sögu getur hvert mannsbarn í Rúanda þulið upp. En sagan er flóknari en þetta. Þegar Rúanda fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1962 urðu hinir fjöl- mennu Hútúar ráðandi í landinu en Tútsar þurftu margir að flýja til nágrannaríkjanna. Kagame ólst upp í flóttamannabúðum í Úganda, norðan við Rúanda. Túts- ar hétu því að snúa aftur og stofn- uðu Þjóðernisfylkinguna, sem skæruliðahreyfingu, árið 1987 með stuðningi stjórnvalda í Úganda. Árið 1990 réðst Þjóðernis- fylkingin undir stjórn Kagame inn í Rúanda og ófriður geisaði í landinu þar til alþjóðasamfélagið þrýsti á um frið árið 1993. Kagame sá að hann myndi aldrei ná völd- um með einungis Tútsí-minni- hlutann á bak við sig þannig að hann greip til þess ráðs að láta skjóta niður flugvél Habyarimana. Þetta hefur aldrei mátt rannsaka en fyrrverandi lífvörður Kagame og fleiri nákomnir honum hafa viðurkennt þetta. Þeir búa nú í út- legð í Suður-Afríku. Það er óumdeilt að Hútúar slátruðu Tútsum sumarið 1994. En þegar Þjóðernisfylking Kagame fylgdi á eftir var lítið eftir annað en askan. Það sem ekki má segja er að her hans framdi annað eins þjóðarmorð á Hútúum, bæði sek- um og saklausum. Drápin héldu einnig áfram eftir að friður var saminn í júlí 1994. Kagame lét heldur ekki þar við sitja og sendi her sinn inn í Kongó, þar sem Hútúar héldu til í flóttamanna- búðum. Þetta orsakaði 10 ára styrjöld sem mörg Afríkuríki höfðu aðkomu að og þegar rykið settist lágu yfir fimm milljónir í valnum. En um þetta má ekki ræða í Rúanda því opinbera sagan heldur Kagame við völd. Allir sem gagnrýna hana, jafnvel á sem minnstan hátt, eiga á hættu að verða dæmdir fyrir „þjóðarmorð- safneitun“ og gætu lent í fangelsi eða einhverju þaðan af verra. Lögregluríki Það eru allnokkrir sem efast um opinberar tölur varðandi fátækt, hagvöxt og fleira sem minnst var á hér að framan. Að minnsta kosti er það ljóst að kosningaúrslitin árin 2003 og 2010 voru hreinn skáld- skapur. Kayumba Nyamwasa, fyrr- verandi herforingi, viðurkenndi að átt hafi verið við kjörkassana. Samkvæmt stjórnarskrá mátti Kagame ekki bjóða sig fram í þriðja skiptið árið 2017 en síðasta haust dúkkaði upp undirskrifta- listi um að breyta henni sem fjórar milljónir (rúmlega þriðjungur þjóðarinnar) höfðu skrifað undir. Drifið var í þjóðaratkvæðagreiðslu og tillagan samþykkt með 98% hlutfalli. Nú getur Kagame setið sem forseti til ársins 2034. Frjálsir fjölmiðlar eru bannaðir í landinu og stjórnarandstæðingar fá ekki að auglýsa sig eða stefnu- mál sín. Vopnaðir hermenn sjást á hverju götuhorni og liðsmenn Þjóðernisfylkingarinnar fylgjast kerfisbundið með íbúum lands- ins, bæði í borgum og til sveita. Þeir sem styðja ekki forsetann eiga á hættu að missa atvinnuna eða fjárstuðning frá ríkinu. Ófáir andstæðingar Þjóðernis- fylkingarinnar hafa fundist látnir við grunsamlegar kringumstæð- ur en dauðsföll þeirra eru aldrei rannsökuð. Aðrir hafa verið handteknir og dæmdir til fang- elsisvistar, meðal annars fyrir „þjóðarmorðsafneitun.“ Þegar kvenréttindafrömuðurinn Diane Rwigara tilkynnti um framboð sitt til forseta síðastliðið vor birtust allt í einu nektarmyndir af henni á netinu. Habineza, sem einn stend- ur gegn Kagame, hefur kvartað yfir ítrekuðum hótunum og áreiti. Paul Kagame er óumdeilan- lega einræðisherra samkvæmt skilgreiningu. Í Rúanda er ekkert málfrelsi, ekkert réttlæti og for- setinn stjórnar gervöllu lífi borg- aranna með hótunum og ofbeldi ef með þarf. Vissulega eru margir íbúar Rúanda sem styðja hann heilshugar en sennilega eru þeir umtalsvert fleiri sem styðja hann dauðhræddir. Margir vilja hafa sterkan leiðtoga frekar en innan- landsátök, minnugir borgarastyrj- aldarinnar blóðugu. En svo eru einnig margir sem hafa verulegar áhyggjur af því að allt fari í bál og brand eins og gerðist í Júgóslavíu þegar Tító féll frá. n Kosningar í n Ótrúlegur vöxtur Rúanda n Forsetinn „bjargaði“ landinu n Getur setið 14 ár til viðbótar Kristinn Haukur Guðnasson kristinn@dv.is landi sögufalsana Paul Kagame Frambjóðandi í þriðja sinn. Utanríkisráðherra Póllands Heimsækir skóla í Rúanda. Mynd EPA Þjóðarmorðið í Rúanda Minningarathöfn. Mynd EPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.