Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 20
20 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 4. ágúst 2017 Þórólfur og Costco Þórólfur Gíslason, kaupfélags- stjóri á Sauðárkróki, er ekki að- eins stórtækur á fjölmiðlamark- aði gegnum eignarhlut sinn í Morgunblaðinu, heldur verður kaupfélagið undir hans forystu einn stærsti hluthafi Haga með því að stór hluti kaupverðsins á Olís fólst í útgáfu hlutabréfa til Kaupfélags Skagfirðinga og Samherja. Þórólfur er því orðinn stór keppinautur kaupfélags- ins Costco sem slegið hefur í gegn hjá íslenskum neytendum að undanförnu og hefur valdið gífur legu verðfalli á bréfum í Högum. Óánægja hjá Icelandair Icelandair er klárlega í vanda. Hlutabréf félagsins lækka enn og markaðurinn virðist ekki lengur hafa trú á æðstu stjórnendum. Sagt er að heitt sé orðið undir for- stjóranum Björgólfi Jóhannssyni, sem segir þó þeim sem heyra vilja að staða félagsins til lengri tíma sé björt. Litla-Kaupþing Ármann Þorvaldsson hefur heldur betur tekið til óspilltra málanna sem nýr forstjóri Kviku. Á stutt- um tíma hefur bankinn samein- ast Virðingu og á miðvikudag var tilkynnt um yfirtöku á Öldu- sjóðum. Gárungar kalla Kviku nú Litla-Kaupþing, því margir af lykilstjórnendum bankans voru áður starfsmenn stærsta banka þjóðarinnar og ætla sér stóra hluti á komandi misserum og árum. Að flokka börn Í kosningabaráttunni fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar voru oddvitar Framsóknar- flokksins sakaðir um andúð í garð múslima. Ekki vildu þeir kannast við að svo væri og þá- verandi formanni flokksins, Sig- mundi Davíð Gunnlaugssyni, var jafn misboðið og þeim. Ef þessar ásakanir voru tilefnislausar með öllu hefði mátt búast við að borg- arfulltrúarnir myndu gæta sín á því að haga orðum sínum um múslima og flóttamenn eftirleið- is á þann hátt að þau yrðu ekki misskilin. Nýlega talaði Svein- björg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, í útvarpsviðtali um sokkinn kostn- að vegna flóttabarna. Hún gældi síðan við hugmynd um að stofna sérskóla fyrir börn flóttafólks. Af samhengi orða hennar varð ekki ráðið að umhyggja fyrir þess- um börnum væri henni ofarlega í huga. Illu heilli þagði áhrifafólk í Framsóknarflokknum þunnu hljóði í síðustu borgarstjórnar- kosningum þegar frambjóðendur flokksins voru sakaðir um andúð á múslimum og virtist þannig vera að leggja blessun sína yfir orð sem aldrei hefðu átt að falla. Vegna þessa hefur vondur stimpill loðað við Framsóknarflokkinn, sem er ekki sanngjarnt því þar er innan- borðs gnægð af vel meinandi og upplýstu fólki. Þarna eiga sömu lögmál við og í skólastofunni, það þarf ekki nema örfáa villinga til að koma óorði á allan bekkinn. Guðfinna Jóhanna Guðmunds- dóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, virðist hafa hlustað á þá gagnrýni sem hún og stallsystir hennar fengu á sínum tíma. Hún hefur stigið fram og sagst vera ósammála Sveinbjörgu Birnu. Hið sama hefur hinn öflugi stjórn- málamaður Lilja Alfreðsdóttir gert, auk margra annarra áhrifa- manna í Framsóknarflokknum. Vitaskuld mislíkar þessu fólki að flokkssystir þeirra tali andvarp- andi um kostnað vegna barna flóttafólks. Það ætti að vera erfitt fyrir alla þá sem varðveita mennsku að horfa upp á börn í neyð. Það á ekki að vera til flokkun á börn- um þar sem útlendu börnin eru talin ómerkilegri en þau íslensku og afgreidd sem íþyngjandi baggi í þjóðfélaginu. Vill fólk virkilega fara í þann gír að reikna útlagðan kostnað vegna barna flóttafólks og kvarta svo og kveina undan honum? Og góla síðan að það væri hægt að hjálpa svo og svo mörgum íslenskum börnum sem búa við fátækt með því að sleppa því að sinna útlendu börnunum. Í málflutningi eins og þessum eru flóttamennirnir og börn þeirra nánast afgreidd eins og séu þau sníkjudýr á íslensku samfélagi. Með öllum ráðum þarf að berjast gegn þessum viðhorfum. Okkur ber skylda til að rétta þeim hjálparhönd sem búa við neyð, bæði Íslendingum og þeim útlendingum sem hingað leita í von um betra líf. Stjórnmála- flokkar sem viðurkenna ekki þessa sjálfsögðu skyldu eiga von- andi ekki eftir að ná áhrifum hér á landi. n Björt Ólafsdóttir – eyjan.is Páll Óskar Hjálmtýsson – mbl.is Eva María Jónsdóttir – Fréttablaðið Ég sýndi dómgreindarleysi Rétt inda bar átta hinseg in fólks hætt ir ekki þótt ég geti ekki tekið þátt í einni göngu Ætlum við að taka afstöðu með tungunni? Myndin Grótta Skemmtilegt útivistarsvæði á Seltjarnarnesi og kemur fjöldi fólks þangað til að njóta sín. Hér leikur ung snót sér í fjörunni á meðan endurnar hvíla sig á grasbala. Mynd BrynJa „Það á ekki að vera til flokkun á börn- um þar sem útlendu börnin eru talin ómerki- legri en þau íslensku og afgreidd sem íþyngjandi baggi í þjóðfélaginu. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.