Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 60
36 menning Helgarblað 4. ágúst 2017 Þ að var fjölmennt á tónleik- um Red Hot Chili Pepp- ers sem fóru fram mánu- daginn 31. júlí í nýju Laugardalshöllinni. Það var hins vegar ekki uppselt sem er lýsandi fyrir það framboð af stórum tón- leikum sem haldnir hafa verið á Íslandi síðastliðin misseri. Tón- leikahátíðin Secret Solstice á sennilega stærstan þátt í dræmri sölu á aðra tónleika því hún mett- ar markaðinn. Aldursdreifing tónleikagesta bar þess einnig vitni að bandið er hreinlega ekki í tísku hjá yngri kynslóðinni. Lög af nýjustu plötu sveitarinnar, The Getaway frá ár- inu 2016, hafa verið í mikilli spil- un á flestum útvarpsstöðvum hér á landi en engu að síður var varla sála undir þrítugu í salnum. Fólk á fertugs- og fimmtugsaldri var áberandi, fólk sem man vel árið 1995 þegar platan Blood Sugar Sex Magik skók rokkheiminn. Senuþjófurinn Klinghoffer 2017 er ár sem meðlimir rafrokk- hljómsveitarinnar Fufanu munu seint gleyma. Árið sem þeir hituðu upp fyrir tvær af stærstu rokkhljóm- sveitum sögunnar, Radiohead og Red Hot Chili Peppers. Þeir fengu ágætis viðtökur í bæði skiptin. Nokkur tími leið milli þess sem Fufanu kláraði sitt sett og aðal- númer kvöldsins birtist á sviðinu. Eftirvæntingin og spennan í saln- um var áþreifanleg. Loks stukku hljóðfæraleikararnir þrír inn á sviðið og fluttu langt og kröftugt intró. Söngvarinn Anthony Kied- is kom þá hjólandi inn á hlaupa- hjóli og salurinn ærðist. „Can't Stop“ er fullkomið opnunarlag fyrir rokktónleika sem þessa. Margir sem hafa séð Red Hot Chili Peppers á sviði áður hafa lýst yfir vonbrigðum með frammistöðu þeirra og kvartað yfir því að þeir flytji lögin hægar en á plötunum. Þeir eru í meist- aradeildarklassa þegar kemur að hljóðversupptökum og allir meðal færustu hljóðfæraleikara heims, það er óumdeilt. Sá eini sem sýndi ekki sínar bestu hlið- ar í Laugardalshöll var Kiedis og þá aðeins í fyrstu lögunum. Aðrir voru í toppformi. Fyrir tónleikana hafði maður mestar áhyggjur af gítarleikaran- um Josh Klinghoffer, sem er arf- taki hins goðsagnakennda John Frusciante og nærri 20 árum yngri en aðrir í bandinu. Strax í öðru lagi tók hann af allan vafa um að hann væri verðugur með- limur hljómsveitarinnar. „Snow“ er krúnudjásn Frusciante og af mörgum talið eitt erfiðasta riff sem hægt er að spila. Klinghoffer negldi það frá fyrsta tóni og má eiginlega segja að hann hafi skyggt á hina eldri menn eftir það. Af nógu að taka Red Hot Chili Peppers er þekkt fyrir flipp, t.d. að meðlimir sveit- arinnar komi fram naktir með sokk vafinn um það allra heilag- asta. En þeir voru ekki mikið að tala til fólksins. Það var aðallega bassaleikarinn Flea sem sá um þann hluta en fátt gáfulegt kom úr munni hans. Í eitt skipti sagð- ist hann hafa borðað hrátt kjöt og gert á sig í kjölfarið, í annað skipti sagðist hann langa til að taka sýru. Flippið skilaði sér betur í tón- listinni sjálfri með óútreiknan- legum spunaköflum og daðri við ýmsar ábreiður. Má þar nefna „Immigrant Song“ eftir Led Zeppelin og „Africa“ eftir Toto. The Stooges-lagið „I Wanna Be Your Dog“ vakti sérstaka kátínu tónleikagesta. Í spunaköflunum sýndi Flea hvers vegna hann er einn áhrifamesti og færasti ba- ssaleikari allra tíma. Fingur hans minna helst á könguló að spinna vef. Uppistaðan í prógramminu var hins vegar heitustu hittararn- ir þeirra og þar er af nógu að taka. Ef þeir hefðu tekið þá alla hefðu tónleikarnir sennilega staðið í 4–5 klukkutíma. Áhorfendur biðu væntanlega flestir í ofvæni eft- ir því að þeir tækju uppáhalds- lög þeirra og ýmsir lagatitlar voru hrópaðir í salnum milli laga. Bandið fór vítt og breitt um fer- ilinn en aðal áherslan virtist lögð á nýjustu plötuna, The Getaway, og svo plötuna By the Way frá ár- inu 2002, þeir tóku fjögur lög af hvorri. Risaslagarar á borð við „Dani California“, „Otherside“ og „Scar Tissue“ komust ekki að að þessu sinni. Það sem allir biðu eftir Þrátt fyrir að Red Hot Chili Pepp- ers hafi átt nánast samfellda sig- urgöngu síðustu tvo áratugi þá var ljóst að salurinn beið í ofvæni eft- ir að heyra lögin af Blood Sugar Sex Magik. Næstsíðasta lag fyrir uppklapp var „Under the Bridge“ og salurinn ærðist. Nú var Kiedis með tögl og hagldir og salurinn át úr hendi hans þegar hann söng þetta átakanlega lag um baráttu sína við eiturlyfjadjöfulinn. Hikst- inn í byrjun tónleikanna var al- gjörlega gleymdur. Þetta er lag sem skilgreindi heila kynslóð og eflaust hafa margir hugsað til baka og jafnvel fellt eitt tár. Líkt og fyrir tónleikana létu meðlimir Red Hot Chili Peppers bíða eftir sér í uppklappinu. Salur- inn þurfti að hafa mikið fyrir því að narra þá fram aftur. Þeir stigu aftur á svið og tóku „Goodbye Angels“ af nýjustu plötunni en allir vissu að tónleikarnir myndu ekki klár- ast fyrr en „Give it Away“ fengi að hljóma. Þá reif Kiedis sig loks úr að ofan og bandið endaði tónleikana á þann fönkaða og flippaða máta sem við elskum þá fyrir. Undir lok tónleikanna var einnig farið að bera mikið á ölvun í salnum sem er nokkuð athyglisvert í ljósi þess að það var mánudagur og álagn- ingin á börunum minnti helst á Noreg. Flestir gengu skælbrosandi út úr Laugardalshöllinni þetta kvöld enda búnir að strika Red Hot Chili Peppers út af fötulistan- um sínum. n Konungar fönk- rokksins stóðust væntingar n Red Hot Chili Peppers í Höllinni n Sá yngsti stal senunni Kristinn Haukur Guðnasson kristinn@dv.is Anthony Kiedis Átti salinn undir lokin. Mynd SenA Josh Klinghoffer Stal senunni. Mynd SenA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.