Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 26
2 Þjóðhátíð Helgarblað 4. ágúst 2017KYNNINGARBLAÐ Það er Þjóðhátíð og þú ert komin/nn á tjald-stæðið með tjaldið, farangurinn, vinina og góða skapið. En svo kemur á daginn að það er alls ekki allt í töskunni sem átti að vera þar. Tjaldhælarnir urðu eftir á borðstofuborðinu, flíspeysan varð eftir í þvottakörfunni á Framnes- veginum, vasaljósið var víst í hinni töskunni, gúmmí- tútturnar leka og svo fram- vegis. Þá er nú eins gott að í Eyjum er að finna útivistar- verslunina Eyjavík sem selur allan helsta útivistarfatn- að; bakpokana, brúsana, gönguskóna, sandalana og stuttbuxurnar, sem nauðsynlegur er fyrir þægi- lega útilegu og útiveru. Þar fást líka hlý ullarnærföt og annar funheitur fatnaður sem gott er að smokra sér í þegar sönglað er með Brekkusöngnum. Þjóðhátíð eins og jólin Eyjavík ehf. er lítið fjöl- skyldufyrirtæki sem rekið er af Grétu og fjölskyldu hennar. Síðan 2002 hefur fyrirtækið flutt inn alls kyns vinnufatnað, vinnuvettlinga, sjófatnað o.fl. Í versluninni Eyjavík á Vesturvegi 5 í Vestmannaeyjum fæst, ásamt innflutta varningn- um, ýmis fatnaður á börn og fullorðna á mjög hag- stæðu verði. „Ég þá þrjú börn og sá yngsti er 12 ára. Á Þjóðhátíð vinna allir í búðinni enda er brjálað að gera. Þetta er eiginlega eins og jólin,“ segir Gréta. Opið er alla helgina til 18.00 en lokað er á mánudeginum, frídegi verslunarmanna. Veðrið lætur ekki segja sér hvernig það á að vera Þess má geta að ólíkt því sem margir halda um verslunarmenn í Eyjum á Þjóðhátíð, þá hækkar verðið ekki í Eyjavík yfir hátíðina. Þvert á móti er 30–70% afsláttur í búðinni á ýmsum nauðsynjavörum. „Það spáir líka blíðskaparveðri í ár, en það er alltaf hætta á rign- ingu eða smá skúrum. Við sem búum á Íslandi þekkj- um okkar veðurfar. Það er nefnilega sjaldan sem veðr- ið lætur Veðurstofu segja sér hvernig það á að vera,“ segir Gréta. Glingrið gleður Hvað er þó Þjóðhátíð án skransins? Í Eyjavík fæst allt hið helsta skran og skraut til að skreyta sig með í daln- um. „Þá er um að gera að gera sér smá ferð inn í bæ og fjárfesta í glingri. Það er svo gam- an að vera skrautlegur innan um allt þetta skemmtilega fólk. Það má allt á Þjóðhátíð, svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Glingrið gleður bara,“ segir Gréta. Eyjavík er staðsett í Baldurshaga að Vesturvegi 5 í Vestmannaeyjum. Opið yfir verslunar- mannahelgina 3.–6. ágúst. Föstudag 10–18. Laugardag og sunnudag 13–18. Nánari upplýsingar má nálgast á vefverslun Eyjavíkur eyjavik. is og á Facebook-síðunni. Þau Sævar Hallgrímsson og Anný Aðalsteins-dóttir renndu hálfblint út í sjóinn þegar þau tóku við keflinu hjá Pizza 67 í Eyjum í júlí í fyrra, rétt fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Það var alveg sturlað að gera enda eru pítsur og hamborgarar hin fullkomna máltíð fyrir svanga þjóðhátíðargesti. Við vorum líka með trúbadora og plötusnúða í fyrra og virkilega skemmtilega stemningu, bæði inni og úti í tjaldi sem við erum með á bak við. Núna erum við á fullu að undirbúa aðra eins törn, ef ekki stærri, því það virðast bara allir vera á leiðinni til Eyja til að taka þátt í Þjóðhátíð,“ segir Sævar spenntur fyrir helginni. „Veður spáin lofar aldeilis góðu og svo er nú búið að bæta við ferðum úr Landeyjahöfn sem okkur skilst að rjúki út, svo það má búast við talsverðri traffík,“ bætir Anný við. Anný og Sævar búast við þéttsetnum stað alla helgina, stanslausu fjöri og fjölmörgum sendingum út til þjóðhátíðar- gesta. Veitingastaðurinn tekur 45 í sæti og um verslunar- mannahelgina verður einnig opið út í garðinn sem verður yfirbyggður með tjaldi, en þar eru um eða yfir 50 sæti til viðbótar. Það verður því sætapláss fyrir um og yfir 100 manns á Þjóðhátíð – og veitir ekki af! „Í hvíta tjaldinu okkar verður nóg um að vera alla helgina. Við verðum aftur með með trúbadora og plötusnúð í ár sem halda uppi stans- lausu fjöri yfir daginn áður en dagskráin byrjar inni í Dal,“ segir Sævar. Það má því búast við góðri stemningu á Pizza 67 á Þjóðhátíð. Mikið lof fyrir pítsurnar „Það er annars alla jafna mikið að gera hjá okkur fyrir utan Þjóðhátíð, enda höfum við fengið mikið lof fyrir pítsurnar,“ segir Sævar. Vinsælustu pítsurnar segir Sævar vera Pepperoni 67 og Supreme, en annars séu mjög margir sem velji sér sjálfir áleggið. Yfir Þjóðhátíðina verður opnunar- tími með örlítið breyttu sniði en þá verður staðurinn opnaður kl. 10 á morgnana og lokað kl. 21 en um það leyti tæmist bærinn og þjóðhátíðardag- skráin hefst í Dalnum. „Þá fara einnig margir starfsmennirnir okkar í Dalinn að skemmta sér og taka þátt í hátíðarhöldun- um. Á fimmtudeginum, þegar Húkkaraballið er, verður þó opið til fjögur um nóttina svo djammglaðir þjóðhátíðargest- ir þurfi ekki að fara svangir að sofa,“ segir Sævar. Einnig verða heimsendingar á pítsum yfir alla helgina. Og auðvit- að er upplagt að koma við á Pizza 67 á mánudeginum áður en lagt er í 'ann með Herjólfi, en staðurinn er einmitt á leið flestra niður að höfn. Veitingastaðurinn Pizza 67 er staðsettur að Heiðar- vegi 5, Vestmannaeyjum. Sími: 481-1567 Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu staðarins: Pizza 67 Vestmannaeyjum. Góð stemning á Pizza 67 á Þjóðhátíð Notalegur salur. Því það gleymist alltaf eitthvað EYjAVÍk Er mEð ALLT FYrir ÞjóðHÁTÍð, NEmA mATiNN Flottir bakpokar sem rúma allt sem þarf yfir daginn! Öryggið á oddinn. Endurskinsvesti og eyrnahlífar fyrir börnin. Gerðu þig klára/n í Eyjavík. Það dugir ekki að vera í lekum túttum á blautu tjaldstæði. Eykavík selur flottar gúmmítúttur og stígvél á hagstæðu verði. Heimsending alla helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.