Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 72
Helgarblað 4. ágúst 2017 47. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Er Sólarsamba nógu „hip“ fyrir Brekku- sönginn? Íslandsmet í kafsundi n Rithöfundurinn, þjóð­ fræðingurinn og spurninga­ höfundurinn Bryndís Björgvins­ dóttir bætti um síðustu helgi enn einni fjöður í hattinn sinn þegar hún setti tvö Íslandsmet á fyrsta alþjóðlega mótinu í fríköfun á Íslandi. Fyrra metið setti Bryn­ dís með því að halda niðri í sér andanum í kafi í 2 mínútur og 57 sekúndur og það seinna þegar hún synti heila 53 metra án þess að koma upp til þess að anda. „Vil þakka foreldrum mínum sem áttu mjög stórt baðkar – ekki segja þeim samt frá þessu,“ skrifaði Bryn­ dís á Face­ book­síðu sína eftir að Íslandsmetin höfðu ver­ ið stað­ fest af dómar­ anum. Orðinn nógu „hip“ fyrir lista- spírurnar n Svo virðist sem hafnfirski tónlistarmaðurinn Jón Jóns­ son sé loksins orðinn „hip og kúl“ að mati listaspíra Reykja­ víkur, en hann kemur fram í fyrsta sinn á tónlistarhátíðinni Innipúkinn í miðbænum um helgina. Það skapaðist nokkur umræða um hvort Jón væri nógu „kúl“ fyrir miðbæinn und­ ir lok síðasta árs, en þá upp­ lýsti Jón að hann hefði sótt um að fá að spila á Iceland Air­ waves en umsókninni hafi verið hafnað. Kollegi hans, Ingó Veð­ urguð, gagnrýndi skipuleggj­ endur hátíðarinnar og sagði það greinilega mikilvægara að vera í réttu klíkunni en að vera vinsæll, og sagði Jón væntanlega ekki nógu „hip og kúl“ til að spila á slíkri hátíð. Ber ábyrgð á bongóblíðunni Hugtakið bongóblíða hefur á undanförnum áratugum fest sig í sessi sem eitt allra æðsta stig tungumálsins yfir hið sjald­ séða íslenska góðviðri. Höfundur orðsins er Halldór Gunnarsson, en nýyrðið smíðaði hann fyrir texta lagsins „Sólarsamba“ sem Magnús Kjartansson sendi í undankeppni Eurovision árið 1988. Hann kveðst alls ekki hafa grunað að orðið myndi verða mikilvægur hluti af veðurorðaforða Íslendinga 30 árum síðar. „Þetta var fjörugt lag, mikil samba og sól í því. Þegar ég gerði textann byrjaði ég á því að búa til sviðsmyndir af góðviðrisdegi í borginni. Þá rifjaðist upp fyrir mér að við strákarnir fórum oft út með gítar og bongótrommur og spiluð­ um saman þegar veðrið var gott,“ segir Halldór, sem margir kannast einnig við úr hljómsveitinni Þokka­ bót. Vegna stuðlunarinnar í orðinu passaði það sérstaklega vel inn í sumarlegan textann: „Þetta er al­ gjör bongóblíða, og básúnur og trommur hljóma þrumuvel í dag.“ Sumarið 1988 kom svo út safn­ platan Bongóblíða á vegum plötu­ útgáfunnar Steinar sem innihélt meðal annars lagið Sólarsamba og þá jókst hróður orðsins enn frekar. „Ég kveikti ekki á því að þetta væri eitthvað sérstakt fyrr en fólk fór að taka orðið upp. Þetta varð mjög fljótlega hluti af daglegu máli. Mér fannst það bara mjög skemmtilegt.“ Samkvæmt upplýsingum af Tímarit.is hefur notkun orðsins í ís­ lenskum fjölmiðlum aukist jafnt og þétt frá lokum níunda áratugarins. „Ég hef ekkert fylgst sérstaklega með þessu, en ég tók eftir því þegar bongó­ blíða var fyrst notað í veðurfréttum – hærra verður náttúrlega ekki komist,“ segir Halldór og hlær dátt n n Halldór Gunnarsson bjó til nýyrðið bongóblíða árið 1988„Við strákarnir fór- um oft út með gítar og bongótrommur þegar veðrið var gott. Sólarsamba Orðið kom fyrst fyrir í lagi Magnúsar Kjartanssonar Halldór Gunnarsson Maðurinn sem fann upp á hugtakinu Bongóblíða. Mynd Brynja Honda Civic er bíll sem er allt annað og meira. Hannaður sérstaklega fyrir þig. Hann endurspeglar metnað okkar fyrir tæknilegum yfirburðum. Skemmtilegur að keyra, öruggur, áreiðanlegur með pláss fyrir flest, þó sérstaklega – athygli! Fullkomin blanda af krafti, sparneytni og gæðum. Komdu í heimsókn og prófaðu meira af okkar besta til þessa. Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.iswww.honda.is Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ • Bílver, Akranesi • Höldur, Akureyri • Bragginn, Vestmannaeyjum HONDA CIVIC FRÁ KR. 3.130.000 N Ý O G F E R S K H U G S U N F R Á U P P H A F I T I L E N D A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.