Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Síða 49
fólk - viðtal 25Helgarblað 4. ágúst 2017 hatursglæpa. Þessir stofnun reynir að þróa ákveðna aðferða­ fræði til að þekkja og skilgreina hatursglæpi og vinna almennt gegn hatursorðræðu. Ef ekki hefur verið framin glæpur verður málfrelsið að gilda. Það er engu að síður hægt að benda á fordómana og vinna gegn þeim, til dæmis í gegnum skólakerfið. Vandamálið eykst hins vegar þegar stjórnmála­ mennirnir ganga fremstir í flokki í hatursorðræðu, eins og við sjá­ um vera að gerast víða.“ Ekki hægt að banna fordóma Er eitthvað hér á landi sem þér finnst geta fallið undir verkefni stofnunarinnar? „Já. Ég er ekki að segja að hér séu hatursglæpir en við sjáum merki þess að hatursorðræða sé að þróast hér á landi. ODIHR er að vinna með íslensku lög­ reglunni og Ríkissaksóknara í því að þekkja og skilgreina haturs­ glæpi. Hið sama er verið að gera í mjög mörgum aðildarríkjum.“ Þú nefnir hatursorðræðu hér á landi, áttu þá við orðræðuna sem beinist til dæmis gegn múslimum? „Já, hún beinist kannski fyrst og fremst gegn þeim. Ýmsir hafa enn fordóma gagnvart samkyn­ hneigðum, en sú andúð er ekki mjög áberandi í opinberri um­ ræðu. Fordómar gagnvart gyðing­ um finnast líka en eru heldur ekki áberandi í umræðunni.“ Finnst þér sjálfsagt að draga fólk fyrir dóm fyrir hatursfull um- mæli til dæmis í garð múslima? „Það er erfitt að takast á við hatursorðræðuna fyrir dómstól­ um því það verður að virða tján­ ingarfrelsið. Ef fólk er með for­ dóma og tjáir þá í orði þá verðum við að mæta því öðruvísi en hjá dómstólum. Það er ekki hægt að banna fólki að hafa fordóma en það er hægt að vinna gegn þeim.“ Átök og mennska Vegna starfa þinna fyrir UN Women bjóstu í Afganistan og síð- an Tyrklandi. Má ekki segja að ís- lenskt umhverfi sé nokkuð vernd- að miðað við það umhverfi sem þú hefur verið í undanfarin ár? „Jú, ég skynjaði það mjög sterkt hversu verndað íslenskt umhverfi er í rauninni. Þegar maður kemur frá landi eins og Afganistan sér maður hvað vandamálin hér á landi eru sum hver léttvæg. Stundum finnst mér umræðan hérna óþarflega vanstillt miðað við umfang vand­ ans. En þá verður maður auðvit­ að að muna og virða það að fólk um allan heim er að takast á við sinn daglega veruleika og sín eig­ in vandamál en sums staðar eru þau einfaldlega miklu þyngri en annars staðar.“ Hvað er það versta sem þú sást í störfum þínum úti? „Það versta sem ég sá var skelfilegt ofbeldi gegn konum. Sérstaklega í Afganistan en þar sá ég konur í kvennaathvarfi og búið var að skera af þeim nef og eyru. Það voru verk eiginmanna sem færu ekki einu sinni svona með búfénaðinn. Almennt er of­ beldi mjög mikið í Afganistan og ekki síst ofbeldi gegn konum. Konur hafa mjög veika stöðu og eru í raun eign fjölskyldunnar og feður, bræður og eiginmenn geta tekið ákvörðun um líf þeirra og örlög að þeim forspurðum. Að hluta til er ofbeldið líka afleiðing af nærri fjögurra áratuga átökum í landinu. Átök sem standa svona lengi hafa áhrif á mennsku fólks og draga úr samlíðan með öðrum. Lífsbaráttan verður svo grimm og ef fólk er veikt fyrir þá brýst reiði og vanlíðan oft út með hræðilegum hætti. Það er erfitt að vita af slíku. En það er líka ótrú­ legt hvað fólk getur haldið reisn sinni við ómögulegar aðstæð­ ur og í Afganistan kynntist ég af­ skaplega góðu, vönduðu og gest­ risnu fólki.“ Hvernig var komið fram við þig, vestræna konu, í Afganistan? „Ef þú ert vestræn kona og ert í tilteknu hlutverki þá er eiginlega litið á þig sem þriðja kynið. Þú ert ekki kona í augum mjög margra. Þú ert bara fulltrúi. Þannig að ég varð aldrei fyrir áreiti eða aðk­ asti.“ Eiginmaður þinn var ekki með þér í Afganistan, hvernig var að búa ein í ókunnu landi í tvö ár? „Það var mikil reynsla að vera allt í einu ein eftir öll þessi ár. Maður veit ekki, fyrr en maður hefur reynt það, hvort maður kann vel við eigin félagsskap í svo langan tíma. Það kom mér skemmtilega á óvart að ég kunni bara ágætlega við sjálfa mig. Ég kunni því líka vel að lifa fábrotnu lífi. Ég vann og bjó inni á svæði sem var kyrfilega aflokað af vopn­ uðum vörðum og eftir vinnu fór ég heim og var með mínum kött­ um og eldaði og las bækur. Þótt ég væri í Afganistan, á átakasvæði, þá lifði ég mjög rólegu einkalífi. Það var líka gott eftir atið.“ Veruleikinn ekki svarthvítur Þú bjóst líka í Tyrklandi, hvernig kunnirðu við þig í Istanbúl, þeirri frægu borg? „Istanbúl er stórkostleg borg og ég kunni mjög vel við mig þar. Þar var ég heldur ekki ein því Hjör leifur bjó með mér þar og báðir synir okkar komu í heim­ sókn. Það er náttúrlega ekki hægt að vera með foreldra búandi í Istanbúl, þessari stórkostlegu borg, án þess að nota tækifærið og koma í heimsókn. Ég var líka dugleg að segja vinum mínum að koma en því miður voru ein­ hverjir þeirra ragir við það. Það eru fáar borgir sem jafnast á við Istanbúl, hún er svo stórfengleg.“ Þú varst þar á óróatímum. Hvernig var sú upplifun? „Í sjálfu sér fann ég ekkert fyr­ ir þessum óróa í daglegu lífi. Sem íbúi varð maður samt var við að lögreglan er mjög víða og hún er alltaf búin undir átök. Maður lærði fljótt að koma ekki of nálægt lögreglunni því hún er skotmark tiltekinna hryðjuverkahópa. Það var mjög dramatískt að upplifa valdaránstilraunina í fyrra. Stundum finnst mér eins og fólk á Vesturlöndum um­ gangist þessa valdaránstilraun af ákveðinni léttúð. Ég lít svo á, og hef enga ástæðu til að ætla ann­ að, en að þetta hafi verið raun­ veruleg valdaránstilraun af hálfu ákveðinna afla innan hersins sem eru líka búin að koma sér vel fyrir í tyrknesku samfélagi. Ég held að það sé raunveruleiki, en hvernig stjórnvöld hafa brugðist við er svo önnur saga. Í tilviki Tyrk­ lands, eins og svo víða annars staðar, er mikilvægt að hafa í huga að veruleikinn er flóknari en virðist við fyrstu sýn og hann er ekki svarthvítur.“ Var búin með kvótann Víkjum að íslenskri pólitík, sakn- arðu hennar stundum? „Nei. Frá því ég hætti afskipt­ um af pólitík hefur sá dagur aldrei komið að ég hafi saknað hennar. Ég var búin að vera lengi í pólitík, 27 ár, að vísu með hléum, en kannski hefði ég átt að hætta mun fyrr en ég gerði. Það skiptir miklu máli að fólk gefi sig í pólitík og það eru ákveðin forréttindi að fá umboð frá kjósendum til að taka þátt í því að hafa mótandi áhrif á sam­ félag sitt. En það að vera atvinnu­ pólitíkus er annar hlutur og fólk hefur tilhneigingu til að vera alltof lengi í pólitík. Ég er staðföst í þeirri skoðun minni að það eigi að setja mörk á það hvað stjórn­ málamenn eru lengi í sömu stöð­ unni. Ég held að það geti verið varhugavert fyrir samfélagið að menn líti á stjórnmál sem starfs­ grein og jafnvel sem ævistarf. Það er ekki gott, eins og dæmin sanna. Ég var búin með minn kvóta, hafði bæði verið í borgarpólitík­ inni og landsmálapólitíkinni. Það var kominn tími til að hætta. Þar af leiðandi sakna ég ekki stjórn­ málanna. Þetta var góður og lær­ dómsríkur tími en þessum kafla í ævi minni er lokið.“ Þú áttir mjög farsælan pólitísk- an feril. Svo urðu áföll. Þú veiktist, hrunið varð og ríkisstjórn Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokksins sprakk. Sérðu eftir því að hafa stofnað ríkisstjórn með Sjálfstæð- isflokknum og hefðuð þið átt að sjá hrunið fyrir? „Ég hef sagt það áður og get bara endurtekið það hér að ég tel að það hafi verið misráðið að fara í þessa ríkisstjórn. Hitt verða menn samt að muna að það voru ekki aðrir raunhæfir stjórnarkostir í boði og það var víðtækur stuðn­ ingur við þessa ríkisstjórn, jafnt innan Samfylkingarinnar sem utan. Það breytir ekki því að ég leiddi flokkinn inn í þessa stjórn. Mín mistök voru þau að ég leit svo á að það breytti öllu að búið var að skipta um karlinn í brúnni. Davíð Oddsson var farinn og Geir Haarde kominn í hans stað. Geir er mjög vænn maður, ég átti mjög gott samstarf við hann og mér þykir vænt um hann. Vandinn er sá að Sjálfstæðis­ flokkurinn er kerfisflokkur. Hann hefur byggt upp þetta kerfi, á það og er mjög tregur til að breyta því. Það liggur í eðli flokksins að hann stendur á bremsunni gagn­ vart kerfisbreytingum. Ef stjórn­ málaflokkar ætla sér að fara í um­ talsverðar breytingar á kerfinu þá er ekki auðvelt að gera það með Sjálfstæðisflokknum. Þetta á svosem ekki bara við um Sjálf­ stæðisflokkinn heldur líka að ákveðnu marki við Framsóknar­ flokkinn. Hann er líka flokkur sem hefur byggt upp þetta kerfi. Þegar Samfylkingin gekk inn í ríkisstjórnina árið 2007 áttaði ég mig ekki á því að fjármála­ kerfið, sem hafði verið einkavætt og þanist út í stjórnartíð Sjálf­ stæðisflokksins og Framsóknar­ flokksins, var komið að fótum fram. Þessir flokkar höfðu sett rammann utan um kerfi sem reyndist síðan ekki halda. Maður getur auðvitað verið „Ég held að það geti verið varhuga- vert fyrir sam- félagið að menn líti á stjórnmál sem starfsgrein og jafnvel sem ævistarf Ingibjörg Sólrún Komin í nýtt starf og flytur til Varsjár. Mynd Brynja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.