Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 16
16 sport Helgarblað 4. ágúst 2017
A
ron Einar Gunnarsson,
fyrir liði Íslands og leik
maður Cardiff, hefur leik í
næstefstu deild Englands
um helgina en deildin þar er að
hefjast. Aron er algjör lykilmaður
í liði Cardiff og hefur verið það í
mörg, árið í ár er samt líklega það
síðasta í herbúðum félagsins en
samningur hans er á enda næsta
sumar.
„Þetta undirbúningstímabil er
búið að vera allt í lagi, það hefur
verið létt yfir þessu og maður sér að
Warnock (þjálfari Cardiff) hefur al
veg gert þetta áður. Hann veit hvað
leikmenn þurfa til að vera í réttu
formi en líka að vera léttir andlega,
við erum búnir að æfa mjög vel en
það hafa líka verið skemmtileg
ir hlutir í gangi. Þetta hefur verið
blanda af erfiðisvinnu og skemmti
legum hlutum, ég fékk líka aðeins
lengra frí. Þetta var því styttra undir
búningstímabil fyrir mig, þetta var
mjög fínt. Í raun eitt skemmtileg
asta undirbúningstímabil sem ég
hef farið í gegnum,“ sagði Aron í
samtali við DV í vikunni en hann
fékk lengra sumarfrí en aðrir leik
menn liðsins.
„Ég fékk ekki mikið frí síðasta
sumar, þetta voru í raun tvö
tímabil sem maður tók í röð með
Evrópumótinu þar á milli. Það var
kærkomið að fá afslöppun og að
eins lengra frí en aðrir, það gerir
mikið fyrir hausinn á manni að
slappa alveg af og hugsa um allt
aðra hluti en fótbolta. Þetta var kær
komið eftir tvö mjög erfið tímabil.“
Væntingar gerðar til liðsins
Stuðningsmenn Cardiff gera kröfur
til liðs síns í ár og vilja að það berj
ist um að komast aftur upp í ensku
úrvalsdeildina. „ Maður finnur fyrir
smá væntingum frá stuðnings
mönnum okkar, maður finnur fyrir
því að það eru gerðar kröfur um
að við berjumst um þessi efstu sex
sæti. Það vita allir knattspyrnu
áhugamenn hvernig þessi
næstefsta deild á Englandi virkar,
við erum með Warnock og hann er
þekktur fyrir að ná í úrslit í þessari
deild. Maður veit ekki hvað hann á
langt eftir á ferli sínum og ég held
að hann vilji gera atlögu að því að
komast upp. Við vitum að það eru
stórir klúbbar í þessari deild með
mikið af peningum, leikmenn hafa
farið fram og til baka og við gerum
okkur grein fyrir því að þetta get
ur orðið erfitt. Markmiðið er alltaf
að komast í þessi efstu sex sæti og
eiga möguleika á því að fara upp,
við verðum að sjá hvernig þetta
þróast í byrjun. Mér sýnist á öllu að
menn séu ferskir og léttir og við ætt
um að geta byrjað vel, þegar í alvör
una er komið veit maður svo aldrei.
Við erum alveg búnir undir að það
hlutir geta farið úrskeiðis en við
erum klárir í slaginn. Það er mikil
vægt að byrja vel, við byrjuðum ekki
vel í fyrra og vegna þess var þjálfar
inn okkar rekinn. Warnock kom svo
inn og nær 30 leikjum og nær í úr
slit sem fólk var ekki að búast við,
vegna þess eru væntingarnar til
okkar núna meiri. Það er jákvætt.
Ég myndi segja að við værum
með sterkara lið en í fyrra, við erum
búnir að bæta við okkur leikmönn
um og nánast halda öllum. Cardiff
hefur ekki selt neinn leikmann í
sumar og ég held að það hafi verið
lagt upp með að halda öllum frá því
í fyrra og bæta því við sem þurfti.
Við erum komnir með meiri breidd
í liðið og aðeins meiri hraða fram á
völlinn. Warnock vildi meiri breidd
út af þessu leikjaálagi, það er góð
blanda í þessum hóp og þetta lítur
vel út. Fyrstu sex leikirnir eru mik
ilvægir.“
Er orðinn Hr. Cardiff
Aron Einar er reynslumesti leik
maður Cardiff en hann kom til fé
lagsins árið 2011 og lék eitt ár með
liðinu í úrvalsdeildinni árið 2013.
„Peter Whittingham fór frá okkur í
sumar, hann var samningslaus og
fékk lengri samning hjá Blackburn
en Cardiff var til í að bjóða. Ég er
því orðinn reynslumesti leikmað
urinn hjá Cardiff núna, ég er búinn
að vera lengst hjá félaginu af leik
mönnunum í dag. Þeir sem komu
liðinu upp í úrvalsdeildina eru ekki
í þessum hóp lengur, það er skrýtið.
Þeir hafa reynslu í að koma liðinu
upp en Warnock hefur hana líka og
við erum með flottan hóp í dag.“
Reiknar með því að
fara næsta sumar
Aron Einar var orðaður við nokkur
lið í sumar og áhuginn var til stað
ar, Neil Warnock, knattspyrnustjóri
liðsins, sagði Aroni hins vegar að
hann væri ekki til sölu fyrir sum
arið og það kom á daginn. „Ég er
ekki alveg búinn að ákveða hvort ég
fari næsta sumar, eins og staðan er
í dag þá reikna ég með því. Maður
veit samt aldrei hvað gerist og hvað
Cardiff kemur með. Ég ætla að taka
stöðuna á næstu vikum, ef eitthvað
gerist þá sér maður hvað er í gangi
og prófar eitthvað nýtt kannski.
Núna er hausinn fyrst og fremstur
stilltur inn á að byrja tímabilið vel
með Cardiff. Það gekk á ýmsu í
sumar, sumt var ekki spennandi en
aðrir hlutir voru spennandi. Ég vissi
alveg að Warnock myndi ekki taka
neinu tilboði í mig, hann sagði við
mig í lok síðasta tímabils að hann
myndi ekki selja mig og ég reiknaði
því með því að það stæði bara. Það
verður að koma í ljós í janúar hvað
gerist, þeir gætu viljað selja mig til
að fá einhvern pening eða boðið
mér þá nýjan samning. Þetta kemur
allt í ljós.“
Mikilvægustu landsleikir
sögunnar
Í byrjun september leikur íslenska
landsliðið tvo mikilvæga lands
leiki, við Finnland og Úkraínu,
og sigrar í þeim leikjum væru
stórt skref inn á HM í Rússlandi
næsta sumar. „Þessir landsleikir
eru alltaf ofarlega í hausnum á
manni, það er klisjan sem við höf
um notað mikið síðustu ár. Þetta
eru mikilvægustu landsleikir í
sögu karlalandsliðsins fram und
an, við þurfum að ná í tvo sigra í
næstu tveimur leikjum. Króatía
er ekki að tapa mörgum leikjum,
Króatar ætla sér á HM. Við þurf
um að eiga tvo toppleiki til að
ná í sex stig gegn Finnlandi og
Úkraínu. Við vorum í veseni gegn
Finnlandi á heimavelli þar sem
við þurftum að stjórna leiknum
og við þurfum að vera vel yfir
þann leik og ég veit að Heim
ir Hallgrímsson er að því. Þetta
verða tveir virkilega skemmtileg
ir leikir og ég er spenntur fyrir
ferðinni til Íslands því það verð
ur mikið af Íslendingum þarna
í sameiningu við körfuna. Ef við
töpum öðrum af þessum leikjum
þá skiptir sigurinn á Króatíu ekki
neinu máli, öll sú erfiðisvinna
sem við settum í það verkefni
myndi bara þurrkast út. Við get
um ekki tapað þessum leikjum út
af einhverju kæruleysi, við þurf
um að hafa hausinn í lagi og ég
hef reyndar ekki neinar áhyggjur
af því að svo verði ekki. Ég hef ekki
trú á neinu öðru en að menn séu
með hugann við þessa leiki.“ n
Langþráð sumarfrí hjá reynslu-
mesta leikmanni Cardiff
n Aron Einar hefur leik á Englandi um helgina n Líklega síðasta tímabilið með Cardiff
Sumarið var fjörugt hjá Aroni Aron Einar gekk í það heilaga í sumar auk þess sem Ísland vann frábæran sigur á Króatíu.
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is