Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Síða 27
Þjóðhátíð 3Helgarblað 4. ágúst 2017 KYNNINGARBLAÐ
Við erum í sjálfu sér ekki að fá fleiri gesti um verslunarmanna
helgina en vanalega en
við erum hins vegar að fá
fjölmarga þjóðhátíðargesti
hingað. Það er útbreiddur
misskilningur að hér séu allir
bara að drekka og skemmta
sér á Þjóðhátíð. Hér er margt
fólk sem nýtur þess að skoða
menninguna yfir daginn og
kemur hingað á safnið til að
fræðast um eldgosin. Hins
vegar er það einstakt um
verslunarmannahelgina að
þá eru einu gestirnir fólk sem
sækir Þjóðhátíðina, því þá
eru allar ferðir bókaðar fyrir
þjóðhátíðargesti, hvort sem
það er með flugi eða Herjólfi.
Aðrar helgar koma hingað
margir erlendir og innlendir
ferðamenn.“
Þetta segir Kristín Jó
hannsdóttir, forstöðumaður
Eldheima, safns um Heima
eyjargosið og Surtseyjar
gosið, tvo heimssögulega
viðburði. Safnið var opnað
í maí árið 2014 og er því
rúmlega þriggja ára gamalt.
Um tvær ólíkar og aðskildar
sýningar er að ræða, Heima
eyjargosið 1973, sem lagði
byggð í Vestmannaeyjum
í rúst tímabundið, og hins
vegar Surtseyjargosið, en
það var neðansjávargos á
árunum 1963–1967, sem
myndaði Surtsey en eyjan er
á heimsminjaskrá.
„Miðpunktur sýningar
innar um Heimaeyjargosið
eru rústir húss úr gosinu.
Hægt er að skoða það frá
öllum hliðum en auk þess
er hægt að standa við skjá
með stýripinna og ferðast
í gegnum húsið til að sjá
hvaða hlutir voru skildir eftir
og í hvaða ástandi þeir komu
undan ösku eftir 40 ár,“ segir
Kristín.
Sú staðreynd að enginn
lét lífið af völdum gossins
hefur gert samstarf við íbúa
um að gera þessari sögu
skil auðveldara: „Þó að
vissulega sé sárt að missa
heimili sitt er það ekkert í
líkingu við að missa ást
vini. Núna er sá tími runninn
upp að fólk er tilbúið að rifja
upp þessa sögu og vill halda
henni til haga fyrir komandi
kynslóðir.“
Kristín segir að sýningarn
ar um Heimaeyjargosið
og Surtseyjargosið séu
gjörólíkar: „Annars vegar
eru það þessir mannlegu
hrakningar og hins vegar eru
það vísindin, en í Surtseyjar
sýningunni er ferlið rakið
nákvæmlega og vísinda
legar upplýsingar framsettar
á aðgengilegan hátt.“
Eldheimar eru til húsa
að Suðurvegi/Gerðisbraut
10 í Vestmannaeyjum, eða
við rætur fjallsins þar sem
Heimaeyjargosið átti sér
stað: „Fólk tekur þetta í
sömu ferðinni, það gengur
jafnvel á gíginn eða fer um
hraunið og fær síðan restina
af sögunni hérna á safninu á
eftir,“ segir Kristín.
Nánari upplýsingar um
sýningarnar er að finna á
Facebook eða heimasíðunni
eldheimar.is.
EldHEiMASAFNið opið lAUGArdAG, SUNNUdAG oG MáNUdAG Frá 13–17
Á Eldheimum fræðast
þjóðhátíðargestir um
sögu eldgosanna