Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Side 34
Appelsínugul skúringA- konA Skreytt er í mismunandi litum eftir götum. Þessa appelsínugulu dömu mátti finna á næsta horni við sjúkrahúsið. Eldur í Húnaþingi haldin í fimmtánda sinn Bráðskemmtileg bæjarhátíð Unglistahátíðin eldur í Húnaþingi var haldin síðustu helgina í júlí. Eins og venja er á bæjarhátíðum var margt í boði fyrir alla aldurshópa og nánast öll vinna unnin í sjálf- boðavinnu af íbúum héraðsins. Ákveðin hefð hefur skapast í kringum hátíðina og ákveðnir viðburðir sem skapað hafa sér fastan sess, en einnig mátti finna eitthvað nýtt og skemmtilegt við að vera. Fjölskyldudagurinn var haldinn hátíðlegur á laugar-deginum og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi þar. Birta smellti af nokkrum myndum í góða veðrinu sem lék við hátíðargesti. HvAmmstAngi Það var bjart yfir bænum á bæjarhátiðinni. Hluti Af stórum systkinAHópi Eydís Lára Þrastardóttir, ásamt frændsystkinum sínum, systkinunum Myrru Venus, Fanney Söndru og Eldon Dýra Albertsbörnum. Systkin­ in tilheyra stórum systkinahópi, alls tíu alsystkin og þrjú hálfsystkin. eigA fAllegAstA gArðinn Sólrún Guðfinna Rafns­ dóttir og Mikael Þór Björnsson fengu viðurkenningu fyrir fallegasta garðinn, en þau búa á Strandgötu 2. stemning Boðið var upp á andlitsmálun fyrir börnin, sem er alltaf vinsæl. spekingAr spjAllA Björn Þ. Sigurðsson (kallaður Bangsi), Baldur Skarphéðinsson, Þorvaldur Böðvarsson, Guðmundur Sigurðsson voru á spjalli þegar ljósmyndara bar að garði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.