Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Page 36
Hrollvekjan Annabelle: Creation
heimsfrumsýnd á Íslandi
Langar þig í bíómiða? -Skylduáhorf fyrir hrollvekjuaðdáendur
Kvikmyndin Annabelle: Creation verður heims-frumsýnd í Sambíóun-
um þann 9. ágúst næstkomandi
og er óhætt að lofa góðum trylli
fyrir spennu- og hrollvekjuað-
dáendur, enda engir byrjendur
í bransanum sem koma að
myndinni. Aðalframleiðandi
er James Wan, en fyrsta mynd
hans var hin frábæra Saw
(2004), sem hann leikstýrði og
skrifaði handritið að. Myndin
hefur leitt af sér átta framhalds-
myndir og kom Wan að fimm
þeirra.
Myndin fjallar um hjónin,
Samuel brúðugerðarmann og
eiginkonu hans, Esther. Tólf
árum eftir að dóttir þeirra
deyr í skelfilegu bílslysi ákveða
þau að opna heimili sitt fyrir
og breyta því í heimili fyrir
munaðarlausar stúlkur. Í byrjun
gengur allt vel, en fljótlega fara
skelfilegir atburðir að gerast
í húsinu og ljóst að brúðan
Annabelle á einhvern hlut þar
að máli.
Myndin er eins og nafnið
gefur til kynna upprunasaga
brúðunnar Annabellu og því
forsaga myndarinnar Annabelle
(2014), en sú mynd var síðan
ákveðin forsaga atburðanna í
Conjuring-myndunum, sem
komu út 2013 og 2016 og er
þriðja myndin í vinnslu. Það
eru Lulu Wilson og Talitha
Bateman, 11 og 16 ára, sem
fara með aðalhlutverkin og
hafa þær fengið fína dóma
fyrir. Leikstjóri Annabelle:
Creation er hinn sænski David
F. Sandberg sem fékk góða
dóma fyrir Lights out (2016),
sem var fyrsta myndin sem
hann leikstýrði í fullri lengd, en
myndin er byggð á stuttmynd
hans frá árinu 2013. Fram-
leiðandi Lights out var James
Wan og greinilega
eiga þeir félagar
gott samstarf í
hryllingsmynda-
geiranum.
AnnaBelle:
Creation er sýnd í
Sambíóunum og í
samstarfi við þau
gefum við miða
á myndina. Þrír
einstaklingar verða
dregnir út og fá tvo
miða hver.
Það eina sem
þú þarft að gera
til að eiga kost á
miðum er að senda
tölvupóst með nafni
þínu og símanúmeri
á ragna@dv.is eða
skilja eftir skilaboð
fyrir neðan greinina
á dv.is eða Face-
book-síðu okkar
fyrir 9. ágúst næst-
komandi. Vinnings-
hafar verða látnir
vita með tölvupósti
fyrir hádegi þann
9. ágúst og geta sótt
miða sína á skrif-
stofu DV.
LuLu WiLson Leikur Lindu
Þegar kemur að því að fjárfesta í nýjum bíl er úr vöndu
að ráða og úrvalið gríðarlegt. Fjöldi bíla, bæklinga
og mynda að skoða og spekúlera í. En nú er komin
skemmtileg nýjung, því Ísband býður þér að skoða og
kynna þér nýjan bíl í snjallsímanum.
Íslensk-Bandaríska ehf. í Mos-fellsbæ er með bráðskemmtilega nýjung í boði fyrir væntanlega
bílaeigendur, sem geta nú skoðað
Jeep Compass í snjallsímanum.
Þessi tækni hefur aldrei áður verið
notuð hér á landi við kynningar á
nýjum bíl.
Birta fór og kynnti sér málið og
flautaði meðal annars bílflautunni,
með snjallsímanum!
„Um er að ræða sérhannað for-
rit fyrir kynningu á Jeep Compass,
byggt á Tango hugbúnaði, sem
Google hannaði fyrir snjallsíma.
Og kynninguna sýnum við á
Lenovo Phab2 Pro snjallsíma,“
segir Sigurður Kr. Björnsson, mark-
aðstjóri Íslensk-Bandaríska ehf.
Jeep Compass verður síðan
frumsýndur þann 26. ágúst næst-
komandi, sama dag og bæjarhátíð
Mosfellinga „Í túninu heima“ hefst.
Skoðaðu bílinn í snjallsímanum
Skemmtileg nýjung í bílaviðskiptum
BíLLinn
kominn
í snjaLL-
símann Nú
er hægt að
skoða bílinn í
snjallsímanum,
í stað þess að
fletta bæklingi.
Mynd Brynja
Fyrstu BíLarnir koma í Lok ágúst, en þangað tiL má skoða þá í snjaLLsímanum. „Fyrstu bílar sem koma verða „Launch Edition“ og eru það vel útbúnir bílar í Limited útfærslu með mismunandi útbúnaði þó. Fyrst um sinn verður 2.0 lítra 170 hestafla dísilvél í boði, en síðar verður hægt að fá 1.4 lítra 170 hestafla bensínvél. Þá mun Compass verða fáanlegur í Trailhawk útfærslu, sem mun hafa meiri veghæð og vera betur útbúinn til aksturs utanvega,“ segir Sigurður. Mynd Brynja
FLautan virkar! Það má meira að se
gja prófa
flautuna í bílnum, með snjallsímanum. Mynd B
rynja