Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Qupperneq 46
6 Þjóðhátíð Helgarblað 4. ágúst 2017KYNNINGARBLAÐ
Ribsafari var stofnað fyrir sex árum og hefur heldur betur undið upp
á sig undanfarin ár. „Þetta er
alveg ótrúlega skemmtilegt
og einstakt að sjá eyjarnar
frá þessu sjónarhorni. Við
ólumst náttúrlega flest upp á
tuðrum eða slöngubátum á
fartinu í kringum eyjarnar og
það er einstaklega gaman að
geta gefið öðrum tækifæri
á að njóta eyjanna frá
sjó, eins og við höfum
sjálf gert frá blautu
barnsbeini. Slöngu-
bátarnir sem við erum
að nota eru einnig
töluvert stærri og taka
fleiri farþega,“ segir
Laila Sæunn Péturs-
dóttir frá Ribsafari.
Fjörferðir á Þjóðhátíð
Nú er spáin afar hag-
stæð Eyjabúum yfir
verslunarmannahelgina og
því er um að gera að skella
sér í stuttar ferðir með þeim
aðilum sem bjóða upp á slíkt
í Vestmannaeyjum. Ribsafari
er þar enginn eftirbátur og
býður upp á skemmtisigl-
ingar um eyjarnar. „Við erum
með alveg stórskemmtilegar
Fjörferðir nú yfir verslunar-
mannahelgina. Við erum með
tvo báta og ferðirnar byrja
klukkan eitt á föstudeginum.
Ferðir eru farnar allan
daginn, frameftir degi, og
alla helgina. Þetta er svona
fyrstur kemur, fyrstur fær að
fara út. Þá mæta þátttak-
endur bara niður á bryggju,
fá galla og vesti.
Svo er haldið í tuðruna,
tólf saman, þar sem farið er
í slöngubátaferð í kringum
eyjarnar. Leiðsögumennirnir
eru alla jafna í roknastuði
að reita af sér brandara
og fróðleiksmola. Svo er
óvæntur glaðningur í lokin.
Farþegarnir mæta í land
með gleðibros á vör og næsti
hópur fer um borð,“ segir
Laila.
Skemmtisigling aftur til
Landeyjahafnar: Besta
þynnkumeðalið
„Fjörferðirnar eru alveg
gífurlega vinsælar ferðir
enda stórskemmtilegar
og mikið fjör. Síðustu ár
hefur verið alveg heil-
mikið að gera hjá okkur
og við erum sjálf um
borð í bátum nær alla
verslunarmannahelgina.
Svo er staðreynd að það
er fátt sem læknar slæma
þynnku hraðar en slöngu-
bátaferð. Þetta þekkjum
við sjálf og eftir slíka ferð er
maður alveg endurnærður,“
segir Laila.
Ribsafari býður einnig upp
á stórsniðuga nýjung fyrir
þjóðhátíðargesti á mánu-
deginum 7. ágúst. Um er að
ræða skemmtisiglingu þar
sem farið er með dalgesti
frá Eyjum til Landeyjahafn-
ar. Þetta er óneitanlega
skemmtilegri og hraðfarnari
valkostur en Herjólfsferð þar
sem þarna verður mikið stuð.
En þessi farkostur hentar
að sjálfsögðu ekki þeim sem
þurfa að ferja hjólhýsi eða
stærri farangur á milli hafna.
Þessa ferð verður að panta
fyrirfram á vefsíðu Ribsafari;
ribsafari.is og ferðum verður
bætt við eftir þörfum.
Fjörferðir Ribsafari eru
farnar frá Básaskersbryggju
8 frá föstudegi til sunnudags.
Skemmtisigling til Land-
eyjahafnar eru farnar frá
sama stað á mánudeginum.
Sími: 661-1810 (Símatími yfir
helgina frá 12 til 19). Email:
info@ribsafari.is Nánari upp-
lýsingar má nálgast á vefsíðu
Ribsafari; ribsafari.is og á
Facebook-síðunni. Ribsafari
er svo á Snapchat.
Ólust upp á tuðrunum
StóRSkEmmtiLEgaR FjöRFERðiR mEð RiBSaFaRi á ÞjóðHátíð
Sími 661-1810 | info@ribsafari.is | www.ribsafari.is /ribsafari /+ribsafari
ÞJÓÐHÁTÍ
ÐAR
FJÖRFERÐI
R
Opið alla Þjóðhátíðarhelgina
Sjáumst á höfninni!
Taggaðu fjörið
á Instagram
#ribsafari
KOMDU M
EÐ!
geggjað stuð
á tuðrunum.
Leiðsögumennirnir
eru alltaf hressir.