Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Blaðsíða 62
38 menning Helgarblað 4. ágúst 2017
H
ann heitir Garðar Eyfjörð
Sigurðsson, en er kallaður
Gæi eða Gassi. Í rapp-
heiminum gengur hann
undir listamannsnafninu Kilo og
á Snapchat er hann KiloKefCity.
Kilo hefur rappað lengi en ýmis-
legt hélt aftur af honum í upphafi
ferilsins. Núna er hann rísandi
stjarna í íslenskri tónlist og ein
af vinsælustu Snapchat-stjörn-
um landsins. Hann hefur einnig
riðið öldu veipsins og þreytist
ekki á að fræða fyrrverandi reyk-
ingafólk og aðra áhugamenn um
kosti þess. Þann 10. ágúst kemur
út fyrsta plata hans, „White Boy of
the Year“.
Kom undir í fiskikari
Kilo er fæddur í Keflavík árið
1982. Hann var slysabarn, for-
eldrar hans voru aldrei par
en störfuðu saman í fiskverk-
smiðju í Grindavík. Kilo segir
kíminn: „Ég frétti að þau hefðu
„bang“-að í einhverju fiskikari.“
Móðir hans hóf seinna sambúð
með bandarískum manni og
þau fluttu á stöð varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli. Þar bjuggu
þau í eitt ár en fluttu síðan út til
Bandaríkjanna.
„Ég bjó í New Orleans í
Louisi ana, svo bjó ég í fjölda
smábæja í Pennsylvaníu. Titus-
ville, Centerville, ég bjó meira
að segja í bæ sem hét Pleasant-
ville, alveg eins og bíómyndin.
Það var hræðilegt. Þar bjuggu
167 manns, allt eldri borgarar.“
Kilo flutti aftur til Íslands 14
ára gamall og hann segist elska
landið. Þá sérstaklega hreina
loftið og öryggið. Fjölskylda
hans býr ennþá úti í Bandaríkj-
unum og hann heimsækir hana
reglulega. Nú býr hann með afa
sínum og ömmu í rauðu ein-
býlishúsi í Keflavík. Hann hefur
unnið sem næturvörður á hóteli
í nokkur ár. „Ég er mjög vel liðinn
í hótelbransanum hérna.“
Var í sukki um tíma
„Ég var í rosalegu sukki frá því ég
var 19 ára þar til ég varð 26 ára.
Eyddi lífi mínu í kjaftæði. Var að
vorkenna sjálfum mér og kenna
öðrum um vandamál mín. Ég
þroskaðist afskaplega seint, náði
ekki að skilja hvað ég hafði það
slæmt.“ Kilo drakk mikið, dópaði
og umgekkst fólk sem dró hann
niður.
„Þegar þú ert svona hár
persónuleiki eins og ég þá laðast
fólk að þér, hangir á þér. Það var
í febrúar í fyrra sem ég ákvað að
skera allt þetta pakk úr lífi mínu.
Fólk sem var að draga mig niður,
nota mig. Þá fór ég að finna
mér stefnu.“ Kilo þakkar Bjarka
„Balatron“ Hallbergssyni að hafa
náð að rífa sig upp. „Hann er
minn Miyagi og sýnir enga með-
virkni. Ef ég væli og kvarta yfir
einhverju þá sparkar hann í mig
og segir mér satt. Enginn filter.
Ég öðlaðist sjálfstraust mitt vegna
hans.“ Balatron er lagasmiður,
framleiðandi og plötusnúður sem
hefur meðal annars unnið fyrir
Pál Óskar. Hann og Kilo starfa nú
saman í rappinu.
Rapp er íþrótt
Kilo hefur rappað í næstum því
16 ár. Tvítugur byrjaði hann að
semja texta. „Ég skrifaði hvern
einasta dag fyrstu sex árin, að
minnsta kosti eitt vers. Eins og
með hljóðfæraleik. Ef þú ætlar að
verða góður gítarleikari, þarftu
að spila á hverjum einasta degi.“
Hann segist vera heppinn að hafa
alist upp á tíunda áratugnum,
gullöld hip-hopsins. Hann hafi
lært mikið áður en hann byrjaði
að þróa sinn eigin stíl.
„Núna eru allir að gera sama
skítinn. Allir geta rappað vegna
þess að allir nota bara sama
„flow“-ið, svokallaðan Memphis-
stíl.“ Kilo hefur oft verið kallaður
„bófa-rappari“ en hann segist
einfaldlega hafa árásargjarnan
stíl. „Ég er „old-school“, ég vil
myrða rappara. Ég vil að rapparar
séu hræddir við mig og mína
hæfileika.“
Rapp er orðin ein vinsælasta
tónlistarstefnan á Íslandi í dag, en
Kilo kallar eftir meiri samkeppni
milli rappara. „Það er ekkert að
heilbrigðri samkeppni á milli
fólks. Rapp er íþrótt. Ef þú ert
alvöru MC, alvöru spittari, verður
„Frumlegi heilinn
virkar á allt annan
hátt en venjulegi heilinn.
n „Ég vil myrða rappara“ n Þekktari fyrir snappið n Byrjaði að veipa vegna ömmu sinnar
Kilo er rappari, snappari
og andlit veip á íslandi
Kristinn Haukur Guðnasson
kristinn@dv.is
Kíló „Ég er besti rappari á Íslandi.“ Mynd SiGtRyGGuR ARi
Reykti tóbak í 17 ár „Veip bjargar
mannslífum.“ Mynd SiGtRyGGuR ARi