Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Qupperneq 64
40 menning Helgarblað 4. ágúst 2017 G uðlaugur Arason hefur undanfarin ár unnið að gerð svonefndra álfabóka. Hann hefur sýnt þær víða um land og á þessu ári sýndi hann á Ísafirði og Akranesi. Nú er komið að síðustu sýningunni, sem er í menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Sýningin verður opnuð 3. ágúst og stendur út ágústmánuð. Eftir það heldur Guðlaugur úr landi. „Ég hef fengið mig fullsaddan af þessari íhaldseyju og ætla að flýja til Danmerkur,“ segir hann. „Þar sem ég er ekki háður neinum, skulda engum neitt og get ráð- ið mér sjálfur þá ætla ég að gera þetta núna og anda að mér annars konar lofti. Ég ætla að setjast að í Mols-héraði úti á Jótlandi og ger- ast þannig alvöru Molbúi.“ Guðlaugur er búinn að ráða sér umboðsmann í Danmörku og ætlar að fara á markað þar og gera danskar álfabækur. Hann bjó í áratugi í Danmörku og þekkir því danskt samfélag vel. „Það er ekki eins sárt að tuða í Danmörku og á Íslandi. Ástandið á Íslandi tek ég svo inn á mig að ég hef ekki taugar í að búa hérna. Það er skömminni skárra þegar maður er kominn til Danmerkur, þá er maður ekki í sínu eigin landi og getur leyft sér að tuða því þá er komin ákveðin fjarlægð frá því sem maður er óánægður með. Mér finnst misréttið og órétt- lætið sem er alls staðar í kring- um okkur skrýtið og það virðist ekki minnka heldur aukast. Ég er fæddur kommúnisti, stútfullur af réttlætiskennd og get ekkert að því gert. Fyrir mér er sósíaldemókrati sama og framsóknarmaður.“ Býr í húsbíl Guðlaugur verður á Dalvík meðan á sýningu hans þar stendur og býr í húsbíl, eins og hann gerði á Ísa- firði og á Akranesi. „Á yndislegu sumri þegar hlýtt er og hitabylgjur ganga yfir landið eins og nú um stundir, þá er gott að búa í húsbíl. Ég kann vel við svona sígaunalíf. Það er erfitt yfir veturinn í mestu stórhríðunum að búa þannig en það er allt í lagi yfir sumarið, ekki síst þegar maður hefur tilgang í því að fara á milli staða.“ Guðlaugur hefur alls gert um 360 álfamyndir sem allar eru númeraðar. Hann er spurður um viðbrögð við þeim. „Fólk verður glatt við að sjá þær, slær sér jafn- vel á lær og brosir. Þær höfða líka til krakka. Það fylgir því mikil gleði að sýna þær.“ Reynir alltaf að gera betur Hvernig fékkstu þá hugmynd að búa til álfabækur? „Frá því ég man eftir mér hefur legið fyrir mér að búa til bækur. Ég hef verið að skera út bækur, mála bækur, binda inn bækur og skrifa bækur. Í Suður-Evrópu er aldagömul hefð fyrir gerð lítilla bóka og það er hægt að læra að búa þær til. Ég bjó í Sviss í nokkur ár og þar kynntist ég manni sem gerði litlar ævintýramyndir í þrí- vídd. Ég ræddum saman um gerð lítilla mynda. Ég vildi athuga hvort ég gæti ekki gert litlar bækur eftir bókunum í bókasafni mínu. Ég tók nokkra mánuði í að búa til litlar útgáfur af Íslendingasögun- um. Það tókst og síðan átti þetta ekki að vera meira. En svo var ég orðinn svo ánægður með sjálfan mig að ég fór að velta því fyrir mér hvort ég gæti gert betur. Ég er enn að reyna að gera betur.“ Hann segist ekki geta svarað því hversu lengi hann sé með hverja mynd. „Ég er alltaf með margar myndir í takinu. Það eru heilu vikurnar sem ég er bara að búa til bækur og svo er ég að smíða ramma og kassa. Svo einn góðan veðurdag, eftir nokkrar vikur, er efniviðurinn orðinn þannig að ég get farið að mála og líma bækurn- ar og raða þeim upp. Þá eru allt í einu orðnar til nokkrar myndir.“ Ráð frá vinkonu Guðlaugur er rithöfundur og meðal skáldsagna hans má nefna Eldhúsmellur, Pelastikk og Sóla, Sóla. Langt er síðan skáldsaga eftir hann kom út. „Ég er alltaf að skrifa, ég gef bara aldrei neitt út. Ég er aldrei nógu ánægður með það sem ég geri,“ segir hann. „Dönsk vinkona mín sagði: Gulli, þú átt ekkert að vera að skrifa, það er fjöldi fólks sem er að skrifa, bæði góðar bækur og vondar bækur, slepptu því. Gerðu það sem enginn annar getur og það er að búa til litlar álfabækur.“ n n Guðlaugur Arason sýnir álfabækur sína á Dalvík n Flytur til Danmerkur Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Ætlar að gerast alvöru Molbúi „Fólk verður glatt við að sjá þær, slær sér jafnvel á lær og brosir. Guðlaugur Arason „Ég vildi athuga hvort ég gæti ekki gert litlar bækur eftir bókunum í bókasafni mínu.“ Mynd SiGtRyGGuR ARi Litlar bækur „Það eru heilu vikurnar sem ég er bara að búa til bækur.“ Mynd SiGtRyGGuR ARi Hefur gert um 360 álfamyndir „Það fylgir því mikil gleði að sýna þær.“ Mynd SiGtRyGGuR ARi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.