Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Qupperneq 2
2 Helgarblað 13. október 2017fréttir Spurning vikunnar Það líst mér ágætlega á en það yrðu nokkuð mörg stykki af orðum. Júlíus Kolbeins Ég get sagt já við því. Mér finnst margir sem fá fálka- orðuna ekki hafa unnið fyrir henni en það hafa þeir gert. Erik Pálsson Heldur betur! Það er engin smávinna á bak við árangur þeirra. Hulda Maggý Kristófersdóttir Þeir eiga svo sannarlega að fá hana. Þeir eru langflott- astir. María Hjördís Þorgeirsdóttir Á íslenska karlalandsliðið í fótbolta að fá fálkaorðuna? Stærsta sameiginlega jólaskraut Íslendinga n Jólageit IKEA er komin á sinn stað n Gæsla allan sólarhringinn Í gær, fimmtudag, var IKEA geitin reist í Kauptúni þar sem hún mun standa fram yfir hátíðarnar. Jólageitin markar upphaf jóla­ vertíðarinnar hjá IKEA en á hverju hausti eyða starfsmenn verslun­ arinnar drjúgum tíma í hönnun og smíði geitarinnar. Þrátt fyrir að geitin hafi brunnið til kaldra kola síðustu ár hafa starfsmenn ekki látið deigan síga og jólageitin hefur aldri verið glæsilegri en nú. Sakaður um hugverkaþjófnað Þórarinn Ævarsson, framkvæmda­ stjóri IKEA á Íslandi, segir í samtali við DV að Íslendingar hafi gríðar­ lega mikinn áhuga á jólageitinni en það er orðinn fastur liður við­ skiptavina IKEA að taka sjálfu af sér við geitina. Þá gera ferðamenn sér leið í Kauptún til að taka myndir af sér með það að markmiði að fanga jólastemninguna. „Eftir að Íslendingar hættu að fá sent jólatré frá Ósló er geitin stærsta sameiginlega jólaskraut Ís­ lendinga. Ekkert kemst með tærn­ ar þar sem IKEA geitin hefur hæl­ ana,“ segir Þórarinn og bætir við að honum þyki IKEA geitin meira að segja glæsilegri en Sólfarið á þessum árstíma. Það sem færri vita er að IKEA í Kauptúni er eina verslunin í heim­ inum sem skreytir með því að stilla geit upp fyrir framan búðina á hverju ári. Þó svo að jólageitin, sem slík, sé sænsk jólahefð þá hafa Svíarnir, sem og þjóðir annarra landa þar sem IKEA er að finna, að frátöldum Íslendingum, látið sér nægja að selja hálmgeitur sem lítið jólaskraut inni í verslununum fyrir jólin. „Ég veit alveg að kollegar mín­ ir í Skandinavíu eru pínulítið öf­ undsjúkir en að sama skapi hef ég verið sakaður um hugverkaþjófn­ að. Það kom frá bæjaryfirvöldum í Gävle í Svíþjóð, en þar er frægasta geit Svíþjóðar sett upp fyrir jólin, á hverju ári, Þeir vildu meina að þeir ættu einkaréttinn á henni og vildu að við hættum með okkar geit en auðvitað kemur það ekki til mála. Það á enginn þessa geit og fólk má gera skreytingar úr því sem það vill.“ Góðærisgeit Í ár er íslenska jólageitin átta metrar á hæð, einum og hálfum metra hærri en geitin sem brann í fyrra. Þá er geitin að sama skapi þykkari og meira var lagt upp úr glæsileika hennar en síðustu ár. Aðspurður hvort það sé til marks um íslenska góðærið svar­ ar Þórarinn: „Það má alveg kalla hana góðærisgeit. Hún er stærri og fallegri en nokkru sinni fyrr. Von­ andi samt ekki 2007 geit, upphaf­ ið að endalokunum. Ég tel að þessi jólageit sé komin til að vera.“ Líkt og áður hefur komið fram fór IKEA í mál við tvær konur og einn karlmann fyrir að kveikja í jólageitinni í Kauptúni í nóvember 2016. Hvert þeirra var dæmt til að greiða 150 þúsund krónur í sekt. Þórarinn kveðst ekki hafa verið ánægður með hversu vel fólk­ ið slapp. Ástæðan var sú að IKEA gat ekki sannað hversu mikið fjár­ magn var lagt í geitina. „Við lærð­ um af þessu og nú skráum við allt niður. Vinnustundir og efnis­ kostnað sem eru fleiri milljónir. Við erum í þessu af fullri alvöru með það að markmiði að gleðja. Ef einhver vinnur skemmdarverk á geitinni þá verður hinn sami sótt­ ur til saka og látinn borga allan þann kostnað sem við lögðum í geitina.“ Þórarinn segir að meiri ör­ yggisgæsla verði við geitina í ár en áður. „Það verður gæsla allan sólarhringinn. Á nóttunni verður öryggisvörður á bíl við hliðina á geitinni en að auki verður hún girt af með gaddavírs­ og rafmagns­ girðingu. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda henni á lífi. Okkur er full alvara með því.“ n Jólageitin í smíðum Gríðarlega vinna liggur í geit IKEA. Mynd dV ehf / SiGtryGGur Ari Þórarinn Ævarsson Er mikið í mun að geitin lifi af jólahátíðina. Mynd dV ehf / SiGtryGGur Ari „Ég veit alveg að kollegar mínir í Skandinavíu eru pínu- lítið öfundsjúkir en að sama skapi hef ég ver- ið sakaður um hugverka- þjófnað. Kristín Clausen kristin@dv.is Aldrei glæsilegri Jólageit IKEA komin á sinn stað. Mynd SiGtryGGur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.