Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Qupperneq 12
12 Helgarblað 13. október 2017fréttir Í dómsal: Steinhús Hrafns verður rifið n Hjartastaður fjölskyldunnar n Alfreð lofaði upp í ermina Dómur er fallinn í máli Hrafns Gunnlaugssonar gegn Orkuveitunni sem snýst um sumarhús hans við Helluvatn í Reykjavík. Þetta hús og fleiri á sama stað standa innan vatnstökusvæðis höfuð­ borgarinnar og vill Orkuveitan því rýma svæðið á næstu árum. Hrafn telur hins vegar að húsið sé ekki fyrir neinum og þar að auki hafi fjölskyldan fengið loforð frá Orku­ veitunni um áframhaldandi veru. Borgin kaupir af Þórði í Klepp Málið á sér aðdraganda 90 ár aftur í tímann, til dagsins 30. júní árið 1927, þegar landeigend­ ur Elliðavatns seldu jörðina til Reykjavíkurborgar gegn viss­ um skilyrðum. Í þeim fólst með­ al annars að fyrri eigendur fengju eins hektara svæði til að byggja á sumarhús og myndu þeir ekki greiða neina leigu fyrir afnotarétt­ inn. Þetta gilti ekki einungis fyrir þá sjálfa heldur einnig maka og börn á meðan þau lifðu. Á þessum tíma stóðu forsvars­ menn Reykjavíkurborgar í því að byggja upp innviði og vatnsveit­ an var ein umfangsmesta fram­ kvæmdin. Vatnsveita Reykjavíkur tók til starfa árið 1909 og var vatni veitt frá Elliðaánum og Gvendar­ brunnum. Svæðið þar sem fyrrver­ andi eigendur jarðarinnar fengu að byggja sína bústaði er innan vatnstökusvæðis Gvendarbrunna. Einn af þeim sem máttu reisa bústaði var Þórður Sveinsson, yfir­ læknir við Kleppsspítala. Hann féll frá árið 1946 og erfðu þá sonur hans og tengdadóttir réttinn, þau Gunnlaugur Þórðarson hæstaréttar lögmaður og Herdís Þorvaldsdóttir leikkona. Þau hófu byggingu á sumarhúsi á reitnum árið 1960 og var það fullklárað tveimur árum síðar. Árið 1998 féll Gunnlaugur frá og urðu þá Herdís og sonur þeirra, Hrafn Gunnlaugs­ son, aðaleigendur hússins. Aðrir fjölskyldumeðlimir áttu þó minni hlut í eigninni. Munnlegt loforð Alfreðs Í febrúarmánuði árið 2004 brann sumarhúsið til kaldra kola. Hrafn segir: „Það var sennilega íkveikja. Lögreglan hefur ekki enn feng­ ið botn í það.“ Herdís og Hrafn stefndu á að byggja nýjan bústað á grunni þess brunna en áður en þau gerðu það föluðust þau eftir framlengingu á afnotarétti lóðar­ innar. Þá hafði borgin sjálf nýverið afsalað eignarhaldi sínu á jörðinni til Orkuveitu Reykjavíkur. Þann 24. maí sendi Herdís Guð­ jóni Magnússyni hjá Orkuveitunni bréf þar sem hún sagðist þurfa að vita hver réttur hennar væri áður en hún byggði nýtt sumarhús. Hún óskaði eftir því að afnota­ rétturinn yrði tryggður henni, börnum hennar og barnabörnum endurgjaldslaust. Þá ræddi hún persónulega við Alfreð Þorsteins­ son, þáverandi stjórnarformann Orkuveitunnar, um málið. Alfreð staðfesti að það samtal hafi átt sér stað. Hann segir: „Á sínum tíma ræddi Herdís við mig í nokkur skipti vegna fyrir­ ætlana um endurbyggingu sumar­ hússins, en húsið sem þar stóð hafði orðið eldi að bráð. Að vand­ lega skoðuðu máli tjáði ég Her­ dísi að ég vildi verða við þessari beiðni og benti henni á að Hjör­ leifur Kvaran gengi frá málum sem þessum fyrir Orkuveitu Reykjavík­ ur. Vissi ég ekki betur en Herdís hefði haft samband við hann og að frá málinu hefði verið gengið.“ Guðmundur Þóroddsson, þáver­ andi forstjóri, staðfesti einnig að Alfreð hefði rætt við sig um mál­ ið og að það hefði litlu skipt þó Herdís fengi afnotin. Bústaðurinn væri hvort eð er í fjarsvæði vatns­ verndar og neðan aðrennslis­ strauma vatnstökusvæðisins. Engir samningar voru þó undirritaðir en Herdís og Hrafn fengu byggingarleyfi frá borginni og reistu nýjan bústað vorið 2005, steinhús sem kostaði á bilinu 50– 60 milljónir. En þetta var gegn stefnu Orkuveitunnar um fækkun bústaða á svæðinu og meðan á byggingunni stóð fékk Hrafn til­ boð um leigusamning til fimm ára. Hrafn svaraði með tilboði um sölu á sanngjörnu verði en því var hafnað af Orkuveitunni. Þar sem barnabörn Þórðar voru enn á lífi stóð upprunalegi samningurinn enn þá og við það sat til ársins 2013. Vilja tæma svæðið á 15 árum Bæði Sverrir Þórðarson, síðasta eftirlifandi barn Þórðar, og Herdís létust árið 2013. Þá var samn­ ingurinn frá 1927 útrunninn og Hrafn einn með málið í fanginu. Ári seinna óskaði hann eftir að byggja viðbyggingu við bústaðinn en fékk synjun byggingarleyfis með vísun til umsagnar Orku­ veitunnar. Orkuveitan sendi bréf á alla bústaðareigendur á svæðinu þar sem þeim var tjáð að afnota­ rétturinn yrði ekki endurnýjaður en eigendur fengju bæði tíma og aðstoð við að koma bústöðunum af svæðinu. Eiríkur Hjálmarsson, upplýs­ ingafulltrúi Orkuveitunnar, segir: „Við vonumst til að bústaðir hverfi þarna smátt og smátt á næstu fimmtán árum … en við förum ekki fram með neinu offorsi í því.“ Hann fellst ekki á það að bústaður Hrafns sé í fjarsvæði vatnsverndar heldur grannsvæði eins og kem­ ur fram í svæðisskipulagi frá árinu 2015. „Ekki er gert ráð fyrir byggð á slíkum svæðum vegna almanna­ hagsmunanna sem í vernd vatns­ bóla felst.“ Varnarlaus gegn offorsi Orkuveitunnar Hrafn tók þetta hins vegar ekki gilt og stefndi Orkuveitunni þann 5. október árið 2015 með kröfu um ótímabundinn afnotarétt hans á lóðinni. Þessa kröfu byggði hann á því munnlega samþykki sem móðir hans hafði fengið hjá Al­ freð ellefu árum fyrr. Hann segir: „Móðir mín vildi byggja þarna hús og fékk leyfi frá Orkuveitunni og Reykjavíkurborg. Það lenti á mér að hjálpa henni með þetta. Ég gaf föður mínum loforð áður en hann dó að móðir mín fengi að hafa þarna griðastað áfram. Mig óraði ekki fyrir því að húsið myndi brenna. Þetta er hjartastaður fjöl­ skyldunnar.“ Þrjú systkini Hrafns, þau Tinna, Snædís og Þorvaldur, eru ekki að­ ilar að málinu vegna anna og fjar­ lægðar. Hann stendur því einn gegn Orkuveitunni. „Það er erfitt fyrir einstakling að fara upp á móti risabákni eins og Orkuveitunni sem er með fjölda lögfræðinga á sínum snærum. Manni finnst þetta mikið offors og einstaklingar eru varnarlausir þegar stofnanir sem þessar fara gegn þeim. Þetta er mikil og dýr eignaupptaka.“ Hrafn segir húsið ekki ógna vatnsöryggi borgarinnar á nokkurn hátt. Það standi langt fyrir neðan Gvendarbrunna og vatn renni ekki upp í móti. Þar að auki sé ekki hægt að flytja það á annan stað. „Þú flytur ekki steinhús. Það þyrfti að rífa það með tilheyrandi umhverfisspjöllum.“ Fjölskyldan hefur haft bústaðinn leigulausan en Hrafn telur að staðurinn sé í raun almenningur. „Það er ekkert hlið og allir mega vera á þessum fallega stað.“ Húsið fer Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á varakröfu Orkuveitunnar í dómi sínum sem féll 14. júní árið 2016. Hrafn fær afnotarétt af lóðinni til 15 ára og er sá réttur bundinn við hann sjálfan og fellur niður að honum látnum. Hrafn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar 2. ágúst það sama ár. Þann 12. október síð­ astliðinn úrskurðaði Hæstiréttur Orkuveitunni að fullu í vil. Eiríkur Hjálmarsson segir að nú verði öll­ um bústaðaeigendum svæðisins, þar á meðal Hrafni, boðinn 15 ára samningur á grundvelli dómsins. Aðspurður hvort húsið verði rifið ef Hrafn fellst ekki á samninginn segir Eiríkur: „Við skulum bara sjá hvað setur.“ Um hvort Orkuveitan muni bjóðast til að kaupa bústað­ ina segir hann: „Það er ekkert sem knýr okkur til að kaupa neinar eignir þarna.“ n n Krafa Hrafns Gunnlaugssonar (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.) Ótímabundinn afnotaréttur af lóð sem sumarhús hans stendur á við Helluvatn í Reykjavík. Til vara: 75 ára afnotaréttur af lóðinni. Orkuveitan greiði málskostnað. n Krafa Orkuveitu Reykjavíkur (Elín Smáradóttir hdl.) Sýkna af öllum kröfum Hrafns. Til vara: 15 ára afnotaréttur af lóðinni, bundinn við Hrafn sjálfan. Hrafn greiði málskostnað. n Niðurstaða héraðsdóms Hrafni veitt afnot af lóðinni til 15 ára. Bundið við hann sjálfan. Málskostnaður skiptist á aðilana. n Niðurstaða hæstaréttar Orkuveitan sýkn af öllum kröfum. Hrafn greiði málskostnað kr. 1.000.000. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Hrafn: „Ég gaf föður mínum lof- orð áður en hann dó að móðir mín fengi að hafa þarna griðastað áfram“ „Alfreð: „Að vand- lega skoðuðu máli tjáði ég Herdísi að ég vildi verða við þessari beiðni“ Bústaður Hrafns við HelluvatnStein- bygging sem vekur athyglii Mynd DV ehf / Sigtryggur Ar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.