Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Side 27
„Þegar Bjarni Ben vísar í stöðugleika þá nær hann ekki til þeirra sem hafa ekki haft það gott undanfarin ár. Ef þú hefur ekki búið við stöðugleika þá viltu eðlilega breytingar. Heimskerfin á breytingaskeiði og millistéttin að kafna „… reiði hins venjulega borgara, sem brýst fram á Austurvöllum og torgum heimsins, á ekki síst rætur í því að upplýst nútímafólk krefst þess að stjórnmálakerfi og lagaumhverfi hins daglega lífs geri öllum stéttum jafn hátt undir höfði.“ Millistéttin er að kafna „Hér á landi er stór millistétt sem hefur bæði börn, og stundum foreldra, í sinni umsjá. Þetta er menntað fólk í fullri vinnu sem hefur í miklu að snúast utan vinnunnar. Þetta er fólkið sem borgar brúsann, greiðir háa skatta af launum og lánum og stendur í sjálfu sér í gríðarlegum átökum í lífinu. Margir eru hreinlega að kafna. Þetta er fólkið sem er látið borga einhverja 15 þúsund króna sekt fyrir að keyra á 78 kílómetra hraða í gegnum Hvalfjarðargöngin og les svo um það á netinu næsta dag að einhver kunningi hafi fengið eins og hálfs milljarðs skuld niðurfellda hjá bankanum. Eðlilega vekur þetta reiði. Stjórnmálakerfið sem við búum við í dag er nefni­ lega ekki hannað með alla í huga. Í Matadorinu sem við spilum, eru tvö stjórnmálakerfi. Eitt fyrir karl­ menn, eignamenn og aðalsmenn, eða með öðrum orðum yfirstéttina, og svo er annað sett af leikreglum fyrir meginþorra kvenna og eigna­ litla karla, eða með öðru orðum, almúgann,“ segir hann íbygginn. Reiði á Austurvöllum heimsins Gunnlaugur vill meina að lög um fjármálastofnanir og skatta hafi síst verið samin með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. „Samkvæmt þeim leikreglum sem eru nú í gildi þarf hinn venjulegi borgari að greiða 40–50 prósent af tekjum sínum í skatt á meðan þeir sem versla með hlutabréf greiða um 20 prósent af söluhagnaði í skatta. Valdaaðilar hafa jafnframt einkavætt gróða þegar vel gengur en þjóðvætt tapið þegar illa árar, láta skattgreiðendur og lífeyrissjóði borga brúsann. Hinn venjulegi borgari er hund­ eltur af innheimtufyrirtækjum meðan milljarðar eru afskrifaðir hjá þeim sem spila á fjármálamark­ aði. Það blasir við að þetta er ekki sanngjarnt og reiði hins venjulega borgara, sem brýst fram á Austur­ völlum og torgum heimsins, á ekki síst rætur í því að upplýst nútíma­ fólk krefst þess að stjórnmálakerfi og lagaumhverfi hins daglega lífs geri öllum stéttum jafn hátt undir höfði. Öll orð um það að athafna­ maðurinn hafi unnið hörðum höndum að auðsköpun detta niður dauð þegar auðsköpun er byggð á spilltum reglum en ekki raunveru­ legum dugnaði,“ útskýrir Gunn­ laugur og bætir við að sífellt færri kjósendur geti samsamað sig með „höfðingjasonum“ þeim sem hafa skrifað leikreglurnar undanfarna áratugi og aldir. Trúverðugleikann má ekki vanta ef fólk vill samstöðu Hann segir tap hægri flokka að­ allega orsakast af tveimur ástæðum. Önnur sé sú að kjósendahópurinn er orðin stærri og fjölbreyttari og hin er sú að færri geti samsamað sig með raunveruleika þeirra sem skrifa leikreglurnar. „Bjarni Ben og Sigmundur Davíð hafa til dæmis borið það margoft fyrir sig að þeir hafi alltaf farið að lögum og vissulega er það rétt. En þetta er ekki varnarræðan sem færir þeim trúverðugleikann aftur. Kjósendur vilja að stjórnmálamenn sýni Skiptinguna má rekja til frönsku stjórnar- byltingarinnar árið 1789 hvar íhaldsmenn, aðall og konungssinnar sátu hægra megin í þingsal Parísarborgar og hinn lýðræðis- sinnaði almúgi sat vinstra megin. Karlar allt saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.