Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Qupperneq 64
40 menning Helgarblað 13. október 2017 Ekki það Afganistan sem við erum vön að sjá R IFF færir okkur kvikmynd- ir á hvíta tjaldið sem við myndum annars ekki sjá. Leiknar myndir, heimilda- myndir og stuttmyndir frá öllum heimshornum sem færustu sjó- ræningjar ættu í erfiðleikum með að finna á torrent-síðum. Fransk/ þýska heimildamyndin Nothing- wood er á boðstólum á hátíðinni nú í ár og getur svo sannarlega talist falinn gimsteinn. Hamfarabíó Myndin er gerð af tiltölulega óþekkum frönskum leikstjóra, Soniu Kronlund, sem fylgir kollega sínum, Salim Shaheen, eftir við kvikmyndatökur. Shaheen er af- ganskur leikstjóri og leikari sem hefur gert vel yfir 100 kvikmynd- ir en engin þeirra hefur ratað inn á kvikmyndagagnagrunninn IMDb og er titill heimilda- myndarinnar skírskotun til þess. Shaheen segir sjálfur: „Bandarík- in hafa Hollywood, Indland hefur Bollywood, en Afganistan hefur Nothingwood … af því að við eig- um ekkert.“ Myndir Shaheens eru gerðar fyrir ákaflega lítið fjármagn, með fámennu tökuliði, engu handriti og sömu leikurunum í öllum hlut- verkum. Stuttmyndir framhalds- skólanema á Íslandi eru mun fag- mannlegri en verk Shaheens. Í Nothingwood sjáum við þegar tökur á sjálfsævisögu hans standa yfir en söguþráðurinn virkar ansi samhengislaus, atriðin eru skelfi- lega illa leikin og oftar en ekki bresta leikararnir í söng og dans, eða réttara sagt hreyfa varirnar eftir vinsælum afgönskum popp- lögum. Fyrir vestræna áhorf- endur virkar þetta eins og hrein- asti kjánaskapur. En hvert sem Shaheen fer er honum fagnað eins og kvikmyndasnillingi. Syndabælið Kabúl Þessi mynd fangar áhorfandann algerlega og ástæðan er tvíþætt. Annars vegar er Shaheen sjálfur, sem er frakkur, fyndinn, óútreikn- anlegur og hrífandi persónuleiki. Hann skammar sífellt tökulið sitt, sem er að miklu leyti samsett af sonum hans. Ef honum líkar ekki frammistaðan stekkur hann sjálf- ur fram fyrir myndavélina með til- þrifamiklum dansi og varahreyf- ingum. Hann stærir sig og skáldar sögur sem allir í kringum hann vita að eru þvættingur. Hann hrifs- ar vélbyssur af hermönnum og otar þeim að fólki. Svo býður hann fólki te. Hvert sem hann fer hópast fólk í kringum hann og hann nær- ist á athyglinni. Hin ástæðan er sú að áhorf- andinn fær að sjá þær hliðar Afganistan sem birtast ekki í frétt- um. Við sjáum Kabúl sem frjáls- lynda borg þar sem konur ganga ekki um í búrkum og margar hverj- ar ekki einu sinni með slæður. Við sjáum brot úr poppmyndbönd- um sem verða að teljast nokk- uð ögrandi, að minnsta kosti á mælikvarða þessa heimshluta. Einn leikaranna er klæðskipting- ur með naglalakk og varalit og enginn virðist kippa sér upp við það. Neon lýstir skemmtistaðirnir minna helst á syndabælið Las Vegas. Í dreifbýlinu eru konurn- ar minna sýnilegar en umburðar- lyndið þar virðist töluvert meira en við erum vön að sjá. Í Nothingwood eru flestir hressir og kátir og taka sig mátu- lega alvarlega. En það sem slær áhorfandann er að allir sem koma við sögu eru markaðir af stríði. Í Afganistan hefur geisað nærri samfelld styrjöld síðan Sovét- menn réðust inn í landið fyrir tæp- um 40 árum. Sumir bera líkamleg eða andleg sár, sumir hafa misst sína nákomnustu og sumir séð fólk drepið. Það versta við þetta er að fólkið virðist telja þetta eðlilegt ástand, enda þekkir það ekkert annað en stríð. Niðurstaða Það er varla hægt að hæla þessari mynd nógu mikið. Hún er í styttri kantinum, aðeins um 85 mínútur, og hvert einasta atriði er áhugavert á einhvern hátt. Myndin fær mann til að hugsa, hrífast með og skelli- hlæja. Vegna þess hversu alúðleg viðfangsefnin eru þá hlær maður með en ekki að þeim. Vonandi halda Shaheen og félagar áfram að gera gott-vont kvikmyndaefni og dreifa gleði hvert sem þeir fara. n Ekkert-wood Nothingwood fylgir eftir hinum óútreiknanlega afganska kvikmynda- gerðarmanni Salim Shaheen þegar hann gerir óvenjulegar kvikmyndir sínar. „ Myndin fær mann til að hugsa, hríf- ast með og skellihlæja. Kvikmyndir Nothingwood Leikstjóri: Sonia Kronlund Leikarar: Sonia Kronlund, Salim Shaheen, Qurban Ali Framleiðendur: Laurent Lavolé , Melanie Andernach Útgáfuár: 2016 Lengd: 85 mínútna Myndin var sýnd á Alþjóðlegri kvikmynda­ hátíð í Reykjavík, RIFF. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Farsýningarrými Ásgerður Birna og Helena útvarpa myndlist á Rás 1 undir merkjum GSM S ýningarrými fyrir myndlist þurfa ekki endilega að sam- anstanda af fjórum hvítum veggjum og sléttum gólf- fleti. Rýmið getur jafnvel verið færanlegt og óefnislegt. Þetta er að minnsta kosti skoðun myndlistar- kvennanna Ásgerðar Birnu Björns- dóttur og Helenu Aðalsteinsdóttur en þær eru listrænir stjórnend- ur GSM, færanlegs sýningarrýmis fyrir myndlist sem hefur tekið sér bólfestu í útvörpum landsmanna örskamma stund öll kvöld vikunn- ar, sem hluti af myndlistarhátíð- inni Sequences VIII. Fimm ólíkir myndlistarmenn fá að nýta þetta þriggja mínútna sýningarrými á öldum ljósvakans til að skapa fjöl- breyttar hljóðmyndir og gjörn- inga. Birna og Helena eru búsett- ar í Amsterdam í Hollandi en eru staddar hér á landi til að sýna verk sín á Sequences auk þess að stýra þessu nýstárlega sýningarrými. Sýningarrými heima í stofu „Hugmyndin um GSM kviknaði út frá útvarpsstöð sem við settum upp í Hrísey með Laumulistasam- steypunni,“ segir Birna, en sam- steypan sem um ræðir er árleg vikulöng vinnustofudvöl þar sem hópur listamanna kemur saman og vinnur að sköpun í tilteknum miðli – en í fyrra hélt hópurinn úti listrænni útvarpsstöð á eyjunni. „Þá fórum við að hugsa hvað það væri áhugavert að vera með sýningarrými sem kæmi til fólks frekar en að fólkið þyrfti að mæta á ákveðinn stað,“ segir Birna og Hel- ena skýtur inn í: „Já, sýningarpláss sem tekur bara yfir rýmið sem fólk er í hverju sinni. Okkur finnst mjög spennandi að hugsa til þess að fólk sé að mæta á sömu sýninguna en í ólíkum rýmum, og sýningin mót- ast þá af því rými sem fólk er í.“ En af hverju kallið þið rýmið GSM þegar það tekur sér bólfestu í útvarpinu? „GSM var eiginlega fyrsta tækið sem var ekki tengt landlínu, fyrsta færanlega tækið sem þú gast verið tengdur hvar sem er,“ segir Helena og Birna bætir við: „Já, þetta var ákveðin bylting þegar bylgjurnar voru orðnar alls staðar. Þú gast haft tækið í vasanum hvar sem þú varst og svarað þegar þú vildir. Þetta er á sama hátt færanlegt sýningarrými sem við stefnum á að opna í mjög mismunandi rýmum. Nú erum við að vinna með RÚV, en ef þau hafa ekki áhuga á að vinna áfram með okkur, þætti okkur til dæmis mjög gaman að vinna með FM957 eða einhverjum allt öðrum.“ Tíminn er rýmið Sequences hefur allt frá stofnun lagt áherslu á list sem unnin er eða sýnd er í rauntíma – gjörn- inga, myndbönd, eða aðra kvika myndlist. Í ár er þema hátíðar- innar „Sveigjanlegar stundir“ og segja aðstandendur GSM að það megi vel skilja sýningarrýmið út frá þessum meginþræði. „Eitt af því sem við vildum leggja áherslu á var að þetta er rými, sýningarrými er bara eitt- hvert ákveðið pláss fyrir listina, það getur verið hvítt fullkomið rými, það getur verið bílastæða- kjallari, gamalt hús eða tími í út- varpsútsendingu. Hérna erum við því að vinna með tímann sem rými, þetta pláss í dagskrá Rásar 1 sem rými,“ segir Birna. „Við sjá- um þetta eiginlega fyrir okkur sem sjálfstæðar litlar sýningar, nokkrar innsetningar í hljóðbylgjum,“ bæt- ir Helena við. Listamennirnir fimm nálgast tímann í útvarpinu á ólíkan hátt, flytja verk sín ýmist í beinni út- sendingu eða nota upptökur, ein- hver verkin eru nánast eins og hefðbundin tónlist, önnur eru hljóðmyndir byggðar á myndverk- um og það er gjörningabragur á enn öðrum verkum. „Myndlistarmenn þurfa náttúr- lega svo oft að velta fyrir sér rým- inu áður en þeir setja upp verk eða sýningar. Okkur fannst spennandi að fá ólíka myndlistarmenn til að sýna – ekki bara einhverja sem höfðu áður verið að vinna með hljóð. Okkur fannst ekkert minna spennandi að sjá þá reyna að þýða myndlistarverkin sín yfir í hljóð,“ segir Birna. Þegar viðtalið er prentað er aðeins ein sýningaropnun eftir í GSM, þegar Styrmir Örn Guð- mundsson sýnir verk sitt klukkan fjórar mínútur í tíu á föstudags- kvöld á Rás 1. En sýningarn- ar munu hanga uppi næstu tvær vikur í Sarpinum á RÚV auk þess sem hægt verður að hlusta á þau um helgina í sérstökum GSM- grjónapúðum í galleríinu Ekkisens við Bergstaðastræti. n Listamenn sem hafa sýnt í GSM Hægt er að nálgast verkin í Sarpinum á RÚV Eggert Pétursson Florence Lam Sara Magenheimer Cally Spooner Styrmir Örn Guðmundsson Útvarpa myndlistinni Ásgerður Birna og Helena fyrir utan galleríið Ekkisens en þar er hægt að setjast í sérstaka GSM-grjónapúða og hlusta á myndlistarverkin sem voru frum- flutt á Rás 1 í vikunni. Mynd DV ehf / Sigtryggur Ari „Við erum að vinna með tímann sem rými, þetta pláss í dag- skrá Rásar 1 sem sýn- ingarrými. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.