Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Page 70

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Page 70
46 fólk Helgarblað 13. október 2017 n Kennir fólki að elda í steypujárnspottum n Kaupir potta sína og pönnur á nytjamörkuðum É g er með steypujárnsblæti, því er ekki að neita.“ Þetta segir í fyrstu setningu nýj- ustu matreiðslubókar Nönnu Rögnvaldardóttur, en bókin heitir einfaldlega Pottur, panna og Nanna. Steypujárns- pottar hafa alltaf leikið stórt hlutverk í eldamennsku Nönnu en hún á yfir fjörutíu potta og pönnur í hinum ýmsu stærðum og gerðum. Það sem Nönnu þótti einna skemmtilegast við gerð bókarinnar, var að hún skrifaði heilmikið umfram uppskriftirn- ar. „Þarna get ég leyft mér að segja svolítið frá áhöldunum. Mér sjálfri finnst langskemmti- legast að svoleiðis matreiðslu- bókum. Sem eru meira en bara uppskriftirnar.“ Kaupir potta á nytjamörkuðum Nanna fékk sinn fyrsta steypu- járnspott og -pönnu þegar hún byrjaði að búa upp úr tvítugu. „Þetta eru mjög góð tæki til að elda í. Þau halda jöfnum hita og mér hefur alltaf fundist ég hafa góða tilfinningu fyrir þeim. Þeir eru líka svo fallegir,“ segir Nanna en í gegnum tíðina hefur hún oft fundið góða steypujárnspotta á hinum ýmsu nytjamörkuðum. „Þá má segja að ég safni þeim. Þó svo að safnið sé orðið nokkuð stórt þá nota ég þá alla.“ Einn potturinn er þó í sérstöku uppá- haldi hjá Nönnu. Pottinn keypti hún í London, síðastliðið vor, og gaf sjálfri sér í sextugs afmæl- isgjöf. „Ég var búin að sjá pott- inn á netinu og vissi að hann væri ekki til hérna heima. Þetta er grænn steypujárnspottur frá Stoute og það er skemmtilegt munstur á lokinu. Ég kolféll fyr- ir honum og þar sem ég átti af- mæli þá ákvað ég að leggja það á okkur að drösla honum heim til Íslands.“ Fólk þarf að læra á steypujárn Aðspurð af hverju hún sé fyrst núna að gefa út uppskriftabók fyrir steypujárnspotta og -pönn- ur svarar Nanna: „Þetta er í tísku núna. Hérna áður fyrr þótti mörg- um ég hálf skrítin að vera alltaf að elda í þessum þungu pottum. En núna er tíðin önnur. Fólk er búið að átta sig á því hvað þetta er frábært og þessi grófa, gamal- dags hönnun er orðin klassík. Svo er ekki verra að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af endingunni. Steypujárnspottar og -pönnur eru lífstíðareign.“ Markmið Nönnu með bókinni Pottur, panna og Nanna, er að kenna fólki að elda alls konar mat í steypujárnspott- um. Til dæmis má finna upp- skriftir að snúðaköku, lamba- bóg og hægeldaðri nautasteik, svo fátt eitt sé nefnt. „Fjölmargir hafa eignast steypujárnspotta en vita ekki alveg hvað þeir eiga að gera við þá. Nema kannski að elda pottrétti, súpur og baka brauð. Það er hægt að nota þá, og pönnurnar, í svo miklu meira.“ n „Ég var búin að sjá pottinn á netinu og vissi að hann væri ekki til hérna heima. Þetta er grænn steypujárns- pottur frá Stoute og það er skemmtilegt munstur á lokinu. Ég kolféll fyrir honum og þar sem ég átti afmæli þá ákvað ég að leggja það á okkur að drösla honum heim til Ís- lands. Grjónagrautur í ofni fyrir fjóra Ein af fjölmörgum og fjölbreyttum uppskriftum Nönnu úr bókinni Pottur, panna og Nanna: Þegar ég prófaði fyrst að sjóða hrísgrjónagraut í lokuðum steypu- járnspotti í ofni við vægan hita rann upp fyrir mér að það er líklega langbesta aðferðin og nú nota ég hana eingöngu. Grauturinn sér um sig sjálfur og brennur aldrei við botninn. Þetta virkar vegna þess að mjólkin fer að brenna við 130°C og þá er galdurinn að hafa hitann lægri. Ef grauturinn brennur við í ofnin- um er líklegt að hitastillingin á ofninum sé ekki nógu nákvæm og þá er bara að hafa hitann aðeins vægari. Það er líka hægt að setja bara kalda mjólk og grjón í pottinn, setja beint í ofninn og hræra þá í á svona 20–30 mínútna fresti en það tekur mun lengri tíma en ef suðu er hleypt upp á grautnum áður en hann fer í ofninn. n 1,2 l mjólk (eða blanda af vatni og mjólk) n 150 g grautargrjón n ½ tsk. salt, eða eftir smekk n 60 g rúsínur (má sleppa) Hitaðu ofninn í 120°C. Settu mjólkina í emileraðan steypujárnspott og hitaðu hana rólega að suðu. Taktu pottinn af hitanum, helltu grjónunum rólega saman við og hrærðu á meðan. Settu lok á pottinn, settu hann í ofninn og láttu grautinn malla í um 1 klst. Gott er að taka pottinn út einu sinni eða tvisvar og hræra í grautnum en það er þó ekki nauðsynlegt. Ef grjónin eru ekki soðin eða grauturinn þunnur eftir klukkutíma má hafa hann lengur í ofninum, þó ekki svo lengi að grjónin sjóði í mauk. Saltaðu grautinn þegar um 10 mínútur eru eftir og hrærðu rúsínunum saman við, ef þær eru hafðar með. Berðu grautinn fram með kanilsykri og mjólk. Einnig má nota hann í ris a l’amande. Pönnusafn Nönnu Af öllum stærðum og gerðum. Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir hefur sent frá sér nýja bók. Steypujárnspottar Nanna á orðið stórt safn. Grjónagrautur Eldaður í steypujárnspotti. Nanna var áratugum á undan tískunni Kristín Clausen kristin@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.