Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 16
16 umræða Helgarblað 20. október 2017 É g heyrði um daginn viðtal við Bubba Morthens ljóð- skáld með meiru þar sem hann gat um sumar af sín- um eftirlætisbókum, þar á meðal ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá sjálfum mér alveg frá því ég heyrði Indriða G. Þorsteinsson lesa hana sem kvöldsögu í útvarpinu fyrir meira en þrjátíu árum. Sigurður Ingjaldsson fæddist árið 1845 á Ríp í Skagafirði og bjó lengst af norðanlands. Hann kenndi sig við bæinn Balaskarð í Laxárdal í Húnaþingi, en skrifaði ævisögu sína, þá gamall maður, í Gimli, Nýja-Íslandi vestanhafs. Hann var af fátæku alþýðufólki og naut lítillar skólamenntunar, en var hins vegar ósérhlífinn dugn- aðarmaður alla sína tíð. Stærstur hluti bókar hans segir frá harðri lífsbaráttu öreigafólks við óblíð kjör og í vondri tíð á ofanverðri nítjándu öld. Hann stundaði lengst af sjósókn, á þessum opnu bátum sem þá tíðkuðust; það var mikið gert út á hákarl á vetrum, og eru hlutlægar en kveinstafa- lausar lýsingar höfundarins víða sérlega áhrifamiklar. Sams konar sögu hafa auðvitað fleiri nítjándualdarmenn skrifað, og reyndar breyttist ekki margt fyrr en komið var fram á tuttugustu öld með vélvæðingu og togara- útgerð, en ég hef heyrt það sagt af fróðum mönnum að íslenskir sjósóknarar á þeim tímum hafi verið í meiri lífshættu en algengt er með hermenn í stríði, nema ef til vill þá sem eru í fremstu víg- línu. Ein klausan af mörgum úr bókinni er lýsandi fyrir þau kjör sem þessir harðdrægu menn máttu sætta sig við, en árið 1887 gerðist þetta: „Rétt eftir nýárið gerði ógur­ lega norðaustanhríð, og reru þann dag sjö skip af Skagaströnd til fiskjar, því það var bærilegt veður um morguninn, og fórust fimm skipin, og þá drukknaði mikli sjómaðurinn Árni Sigurðs­ son og Páll Pálsson á Litlabakka og Guðmundur Ólafsson frá Ár­ bakka, báðir bestu formenn, og margir fleiri góðir sjómenn.“ Landnám í Nýja heiminum Það sem mér finnst áhuga- verðast í allri frásögn bókarinn- ar er síðasti hlutinn, sem segir frá því þegar Sigurður Ingjaldsson gafst upp á baslinu og hélt utan til Nýja heimsins í júlí 1887, sama ár og skipsskaðarnir urðu sem greinir frá hér á undan. Ingjald- ur og Margrét kona hans höfðu stundað búskap, en harðindin voru óskapleg ár eftir ár með land- föstum hafís langt fram á sum- ar og eilífum norðanstormum og hríð. „Það gerði ógurlega hríð og fönn um miðjan maí, svo það var varla hægt að komast neitt fyrir fönn, og urðu fjarska fjár­ skaðar í Skagafjarðar­ og Húna­ vatnssýslu.“ Þau hjón Sigurður og Margrét gáfust semsé upp, þrátt fyrir að Sigurður hafi fram að því verið á móti brottflutningunum til Ameríku. En þau ákváðu samt að selja allt sem þau áttu, bæði bú- stofn og lausa muni, en það seg- ir sitt um fátækt þessa alþýðufólks að þótt þau hafi bæði unnið hörð- um höndum alla sína tíð til sjós og lands, hann meðal annars róið meira en þrjátíu vetrarvertíðir, þá fór það svo þegar þau höfðu selt alla aleigu sína að þau áttu bara fyrir farinu, aðra leið, fyrir annað þeirra. Og varð úr að hann héldi einn af stað, slyppur og snauður, en ætlaði að reyna að vinna fyrir peningum þar vestra og senda til Margrétar, svo hún gæti komið í kjölfar eiginmannsins. Öll frásögnin, um ferð Sigurðar þangað vestur, með við- komu í Englandi, og komuna til Nýja heimsins og atvinnuleit hans og lífsbaráttu er næstum einstæð og afar falleg. Þetta er auðvitað feiknalega áhugaverð- ur tími, áhugavert söguefni, eins og vinsældir vesturfarabóka Böðvars Guðmundssonar sýna, og hin bjartleita og látlausa frá- sögn Sigurðar sem upplifði þetta allt á eigin skinni er geysilega verðmæt. Um það hversu mikla óvissu þessir snauðu landar vorir voru að fara út í er þeir hleyptu þarna heimdraganum á ofan- verðri nítjándu öld má nefna sem dæmi að Sigurður hafði bitið það í sig að sigla til New York, því að þar þekkti hann til einhvers samlanda. Þegar hann var kominn til Englands og hitti Eymundsson agent „þá sýndi ég honum farbréf mitt, því ég hafði heyrt, að ég yrði að fara á öðru skipi en því, sem færi til Quebeck, en hann sagði að það væri sama, þó ég færi þaðan til Quebeck, ég kæmist þaðan til New York, og trúði ég því.“ Mállaus í þrældómi á framandi slóðum Þegar vestur kom varð það til nokkurra vandræða að hann hafði ekki rétt farbréf, sem ég reikna með að sé það sem við í dag köll- um vegabréfs áritun. Hann komst að vísu inn í Kanada, en seinna komu bróðir hans og mágkona, og á endanum eiginkonan Margrét, en þau fóru öll til New York til að hitta Sigurð Ingjaldsson þar. Vegna farbréfsvandans lenti hann í hópi sem var sendur 300 mílur inn í land; þegar þangað kom var hann spurður hvað hann kynni að vinna og hann nefndi þá sjómennsku, sem var heldur óhentugt svona órafjarri úthöfunum. Hann fór svo í erfiða og stórhættulega námu- vinnu með miklum sprengingum og lífshættu, það var verið að vinna „fossfit.“ „Mikið leiddist mér þessi vinna, því á hverjum morgni, sem við fórum ofan í námurnar, mátt­ um við eins búast við að komast ekki lifandi þaðan, þann daginn. Lofaði ég guð á hverju kvöldi fyrir varðveislu hans þann daginn, og á hverjum morgni fól ég mig hon­ um.“ Sigurður lærir fljótt eitthvað hrafl í ensku og fer að geta bjarg- að sér; „Nú vorum við ekki vel Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja – ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði Um eina af uppáhaldsbókum Bubba Morthens „Eitt af því sem gerir frásögn Sig- urðar af ævi sinni jafn geðuga og raun ber vitni er að hann kvartar aldrei, kennir ekki öðrum um, liggur gott orð til nær allra, og hann er þakk- látur guði sínum fyrir allt sem lánast í hans lífi. Sigurður Ingjaldsson Ósérhlífinn dugnaðarmaður alla sína tíð. Gimli Þar skrifaði Sigurður Ingjaldsson ævisögu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.