Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Side 10
10 Helgarblað 20. október 2017fréttir
Tíu stjórnmálaflokkar bjóða fram í öllum kjördæmum,
auk tveggja flokka sem bjóða fram í einstaka
kjördæmum. Alls eru 1.370 manns á framboðslistum
flokkanna og þar innan um er fólk sem skarað hefur
fram úr á ýmsum sviðum öðrum en stjórnmálum. DV
tók hús á nokkrum frambjóðendum.
kristinn@dv.is
Edda Björgvinsdóttir – leikkona
Samfylkingin – 11. Reykjavík norður
Sigurjón Kjartansson – Handritshöfundur, tónlistarmaður og leikari
Björt framtíð – 24. SuðvesturkjördæmiJón Sigurðsson
– Tónlistarmaður
og markaðsstjóri
Miðflokkurinn – 6. Reykjavík norður
Edda hefur lengi hrærst á vinstri væng stjórnmálanna. „Ég er úr MH, gamla hippa-
skólanum. Þar var skylda að hafa
mjög vinstri sinnaða pólitíska
afstöðu.“ Hún hefur áður verið á
framboðslistum hjá Vinstri græn-
um en var beðin um að taka sæti
hjá Samfylkingunni að þessu
sinni. Hún segist hafa samþykkt
það að miklu leyti vegna oddvit-
ans, Helgu Völu Helgadóttur. „Ég
hef mikla trú á henni og ég veit
að þar fer manneskja sem mun
berjast fyrir því sama og brennur
á mér. Þess vegna sagði ég já við
því að taka sætið. En ég tek það
fram að ég hlakka einnig til þess
að sjá Katrínu (Jakobsdóttur)
stjórna landinu.“
Þrátt fyrir að sitja á listanum
segist Edda vera algerlega óvirk í
baráttunni og varla vita hvernig
hún gangi. „Það er eðlileg skýr-
ing á því. Ég er að frumsýna núna
eftir nokkra daga og er gjörsam-
lega ósýnileg og föst inni í leik-
húsinu 24 tíma sólarhringsins.“
Edda leikur aðalhlutverkið í leik-
ritinu Risaeðlurnar sem frum-
sýnt verður þann 20. október í
Þjóðleikhúsinu. Hún segist aldrei
hafa hugsað sér að verða þing-
maður. „En aftur á móti ein-
ræðisherra, svakalega myndi ég
vilja það og það finnst mér heill-
andi tilhugsun. Ekkert að vesen-
ast með öðru fólki heldur ráða
þessu öllu sjálf.“
Sigurjón segist ekki geta komist hjá pólitíkinni. „Að taka þátt í lífinu er það sama og að taka
þátt í stjórnmálum.“ Hann segist
þó ekki hafa verið flokkspólitískur
í gegnum tíðina og aldrei hafi hon-
um hugnast að setjast á þing. Sig-
urjón hreifst þó af Besta flokkn-
um á sínum tíma sem rann inn í
Bjarta framtíð. „Ég er mjög óvirk-
ur í baráttunni. Þetta er heiðurs-
mannasæti, algjört aumingjasæti
sem ég samþykkti að vera á að
gamni mínu.“
Sigurjón er stoltur af framgöngu
flokksins á undanförnum vikum.
„Þessar kosningar ættu að snúast
um endalok leyndarhyggjunnar.
Ég er ánægður með Bjarta fram-
tíð að hafa sprengt þessa stjórn og
lagt líf sitt undir. Ef þetta verður
til þess að pólitíkin breytist, þó að
Björt framtíð komi ekki inn manni,
þá finnst mér flokkurinn samt hafa
sýnt mikið pólitískt hugrekki og
lagt sitt af mörkum til að breyta
hlutunum til batnaðar. Krafan
núna eru betri stjórnmál.“ En tak-
mark flokksins? „Að koma fjórum
mönnum inn á þing.“
Idol-stjarnan var í Framsóknar-flokknum í um áratug og var á framboðslista þar fyrir síð-
ustu borgarstjórnarkosningar. En
hann hefur ávallt verið einangr-
aður í sinni fjölskyldu og nán-
asta vinahópi. „Flestir í kringum
mig eru annaðhvort vinstrisinn-
aðir eða blákaldir Sjálfstæðis-
menn.“ Hann segir að síðasta ár
hafi verið erfitt og þau vinnubrögð
sem uppi voru höfð innan flokks-
ins hafi ekki heillað hann. Hann
fylgdi því Sigmundi úr flokknum
fyrir skemmstu. „Þetta var síðasta
hálmstráið. Ég hef alltaf haft trú
á Sigmundi sem leiðtoga og stað-
festunni hjá honum. Ég bauð fram
krafta mína því ég hef alltaf haft
áhuga á að fara í framboð. Mér var
boðið sæti og ég tók því.“
Jón segir að mesta vinnan
undanfarna daga hafi farið í að
byggja upp flokkinn en nú séu
frambjóðendur farnir að reyna
að ná til almennings. „Við not-
um samfélagsmiðlana mikið en
við reynum eftir fremsta megni
að hitta fólk augliti til auglits eða
í gegnum síma. Þessar kosningar
snúast um það í hvaða átt þjóð-
in vill fara í ákveðnum málum
til dæmis varðandi fjármálakerf-
ið, húsnæðismálin og heilbrigð-
ismálin og hverjum treystum
við best til að framfylgja þeirri
stefnu.“ Hann segir skoðanakann-
anir lofa góðu en auðvitað vilji
hann meira fylgi. „Guðfinna (Jóh.
Guðmundsdóttir) er týpa sem á
heima á Alþingi. Hún er skynsöm
og skelegg. Það yrði bónus ef við
næðum sex og ég dytti inn líka, en
Reykjavík er nú reyndar ekki okk-
ar sterkasta vígi.“
Bergur, sem lamaðist eft-ir vinnuslys árið 1999, segist mjög virkur í
kosningabaráttunni. „Ég er
formaður velferðarnefnd-
ar flokksins og á sæti í kjör-
dæmisráði og flokksráði.
Við reynum að hringja í sem
flesta en einnig spjalla við
fólk maður á mann.“ Honum
var boðið að taka 17. sætið
í fyrra og tók því ekki þátt í
prófkjöri. „Ég sóttist eftir því
að vera ofar í ár en allir voru
hækkaðir um eitt sæti sem
var mjög sanngjarnt.“
Hann gekk í flokkinn 22
ára gamall en er ekki alltaf
sammála forystunni. „Ég vil
að flokkurinn minn geri bet-
ur í mannréttindamálum og
horfi sérstaklega til sáttmála
Sameinuðu þjóðanna um
réttindi fatlaðs fólks. Ég er á
öndverðum meiði við marga
flokksfélaga mína í því máli,
til að mynda dómsmálaráð-
herra og forsætisráðherra.“
Hann segir skýrt ákall koma
frá eldri borgurum og öryrkj-
um um aðgerðir. „Ég þekki
þetta sjálfur og hef þurft að
lifa af örorkulífeyri í ansi mörg
ár. Það er erfitt og svo að segja
ekki hægt. Ef við förum að
taka einhverja kúvendingu
í stjórnarskrármálum eða
sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu, kemur það kjör-
um öryrkja nákvæmlega ekk-
ert við.“ Sjálfstæðisflokkurinn
hefur verið í sögulegri lægð í
skoðanakönnunum undan-
farið en Bergur er viss um
hvaða fylgi yrði ásættanlegt:
„27,5 prósent“.
Bergur Þorri
Benjamínsson
– Formaður Sjálfsbjargar
Sjálfstæðisflokkurinn –
16. Suðvesturkjördæmi
„Þetta er algjört
aumingjasæti“