Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Side 72
Helgarblað 20. október 2017
58. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Gullgæsin í
Gdansk!
Dansað í
leikskólanum
n Kosningabaráttan tók óvænta
beygju fyrir Þorstein Víglunds-
son félagsmálaráðherra nú í
vikunni. Honum var boðið á
leikskólann Sólbrekku á Sel-
tjarnarnesi til að kynna sér
þær áskoranir sem kennararn-
ir standa frammi fyrir. Í heim-
sókninni fékk hann einnig að
borða lasagna með krökkunum,
dansa í söngstund
og læra 21 orð
sem byrja á
Ú. Hvort
Þorsteinn
hafi náð til
framtíðar-
kjósenda
skal ósagt
látið en hann
segist talsvert
fróðari um
leikskóla-
málin eft-
ir heim-
sóknina.
Borðar gull
í Póllandi
n Það er ekki að ósekju að Ís-
lendingar eru farnir að flykkj-
ast í helgarferðir til Póllands því
verðlagið er gífurlega hagstætt.
Jónína Ben rekur þar afeitrunar-
stöð sem virðist ganga prýði-
lega. Svo vel að hún bauð bónda
sínum, Gunnari Þorsteinssyni
áður í Krossinum, út að borða
gull. Hún segir að í Gdansk sé
hægt að fá anda- eða laxarétt
með gulli fyrir 1.800 krónur ís-
lenskar. Þetta eru réttir sem ís-
lenskir banka-
menn urðu
alræmdir
fyrir að
borða á
árun-
um fyrir
hrun.
Hleypur hálfmaraþon í 40 borgum á 40 vikum
H
ollendingurinn Patrick
Keulens hefur sett sér það
markmið að hlaupa 40 hálf-
maraþon í 40 borgum á
næstu 40 vikum. Það er vel við hæfi
í ljósi þess að Patrick varð nýlega
fertugur. Um helgina mun hann
spretta úr spori í Reykjavík, sem er
fjórða borgin í röðinni í hinni metn-
aðarfullu dagskrá Hollendingsins.
Ástæðan fyrir hlaupunum er sú
að Patrick ber mikinn hlýhug til
Nepala og hyggst safna áheitum
fyrir hóp heimilislausra barna þar
í landi. Í munkaklaustri, í Hima-
læjafjöllum fann hann sjálfan sig
aftur eftir erfitt tímabil. „Árið 2015
var hrikalegt ár. Ég skildi, missti
vinnuna og fór í andlegt þrot. Ég
hafði ekki hugmynd um hver ég
var lengur. Það var ekki fyrr en ég
var búin að vera í Nepal í nokkurn
tíma að ég fann loksins innri ró.“
Patrick segir að fólkið í þorp-
inu þar sem hann dvaldi, hafi ver-
ið mjög hamingjusamt og þakk-
látt, þrátt fyrir að hafa lítið sem
ekkert á milli handanna. „Viðhorf
Nepala til lífsins opnaði augu mín.
Við Vesturlandabúar eigum allt
en samt gerum við ekkert annað
en að kvarta. „Með hlaupunum
langar mig að þakka Nepölum
gestrisnina en börnin sem ég ætla
að styrkja hafa verið heimilislaus í
tvö ár.“
Verkefnið er ærið en Patrick
er bjartsýnn á að ná markmiðinu
sem er að safna að minnsta kosti
40 þúsund evrum, sem samsvara
um fimm milljónum íslenskra
króna. Patrick biðlar til þeirra sem
geta að leggja honum lið við söfn-
unina. Þá leitar hann að stuðn-
ingsaðilum, til dæmis einhverj-
um sem getur útvegað
honum góða hlaupa-
skó með reglulegu
millibili næsta árið.
„Mig grunar að ég eigi
eftir að klára marga
hlaupaskó á næstu 40
vikum.“ n
kristin@dv.is
n Patrick Keulens sprettir úr spori í Reykjavík um helgina n Safnar áheitum fyrir nepölsk börn
Patrick Keulens náði
bata í Nepal eftir
erfiða tíma Hleypur til
styrktar munaðarlausum
börnum í þakklætisskyni.
Októberlitur
er valinn af ritstjórn
Hafgola
Litur #382
25%
AFSLÁTTUR
gildir til 23. október
ÖLL VEGG- OG
LOFTAMÁLNING
BLÖNDUM
ALLA LITI
Gerðu frábær
kaup!
Tilboð!
Auðvelt að versla á byko.is
Ö
ll v
er
ð
er
u
bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r o
g/
e
ða
m
yn
da
br
en
gl.
Til
bo
ð
gil
da
að
ein
s t
il 2
3.
o
kt
ób
er
, a
f i
nn
im
áln
in
gu
o
g/
e
ða
á
m
eð
an
b
irg
ði
r e
nd
as
t.