Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 64
40 menning Helgarblað 20. október 2017
M
ér varð óneitanlega oft
hugsað til míns eigin föð
ur í gærkvöldi, þar sem ég
sat í leikhúsinu og ýmist
grét eða hló yfir ömurlegum elli
glöpum André gamla (sem er leik
inn af Eggerti Þorleifssyni) – hvern
ig hann smám saman gefst upp
fyrir ellinni, er yfirbugaður, kominn
á stofnun og hættur að vera til.
Tvisvar verður gamall maður
barn, segir máltækið. „Þú ferð
aldrei á elliheimili, ég skal passa
þig,“ sagði ég oft við pabba minn á
góðum stundum. Þá var hann enn
í fullu fjöri, átti heiminn, glæsi
legur, örlátur og stórhuga – sterk
ur persónuleiki. Að vísu ekki verk
fræðingur, eins og André, heldur
stórkaupmaður, sem átti fyrir mörg
um að sjá. En þrátt fyrir stór orð og
fögur fyrirheit, þá endaði pabbi sitt
líf á dvalarheimili aldraðra. Þar sáu
góðar konur – ókunnugar konur –
um, að hann tæki lyfin sín, hreyfði
sig og borðaði reglulega. Ég var víðs
fjarri, stungin af. Ég brást honum,
þegar á reyndi. Hann sem var alla
tíð svo góður við mig, elskaði mig
ofurheitt – en ég brást. Og ég hef
aldrei fyrirgefið sjálfri mér.
Fallegasta senan í þessu grát
broslega leikriti Florian Zeller, er
kveðjustund föður og dóttur (sem
er leikin af Hörpu Árnadóttur).
Þau standa andspænis hvort öðru.
Hann strýkur blíðlega um andlit
hennar, sem er baðað tárum. Hann
vill ekki vera vondur við hana. En
honum er ekki sjálfrátt. Hún er um
það bil að yfirgefa föður sinn, flytja
burt, og henni finnst hún vera að
svíkja hann – en á ekki um neitt að
velja. Búin að reyna til þrautar – en
dvalarheimilið verður lendingin.
Faðirinn segir ekkert, horfir bara
á hana, fullur af ástúð og söknuði
eftir einhverju, sem aldrei kemur
aftur. Hann grætur líka.
Grimmd ellinnar
Ellin er grimm. Þegar hún nær tök
um á mannskepnunni og byrjar að
krafsa í sálina og líkamann, fær
hana ekkert stöðvað. Líkamlegur
og andlegur kraftur þverr, hreyf
ingarnar hægjast, og hugsunin
slævist. Í mínum huga eru við
brögð André fullkomlega eðlileg.
Hann er normal – hvorki galinn
né grimmur. Hann skynjar sjálfur
óljóst breytingarnar á líkama og
sál. Hann er einhvern veginn að
missa sig, ræður ekki lengur yfir
sínum eigin líkama. Og þess vegna
fyllist hann öryggisleysi og ótta –
bæði við sjálfan sig og alla aðra.
Framkoma hans breytist, Hann
verður tortrygginn og haturs
fullur. Honum finnst allir bregð
ast sér, hann getur engum treyst
– jafnvel börnin hans eru þjófar
og illmenni. Um leið glatar hann
sinni mannlegu reisn – sjálfs
virðingunni. Hann glatar líka
virðingu annarra, verður aftur
bara eins og illa uppalið barn –
tvisvar verður gamall maður barn.
Sú upplifun er eflaust sárust í bar
áttunni við ellina. Niðurlægingin
er fullkomnuð. Ég grét af samúð
með gamla manninum – sem samt
var svo óendanlega fyndinn. Hvort
átti ég að hlæja eða gráta?
Þegar ég kom heim og spurði,
um hvað þetta leikrit Zellers fjall
aði, svaraði ég sjálfri mér: Þetta
er um samviskuleysi okkar hinna,
eigingirni og skömm. Hvernig
komum við fram við feður okkar
og mæður ? – Fólk sem við einu
sinni unnum hugástum og var
okkur kærara en allt annað í líf
inu. Á lokasprettinum lokum við
það inni á stofnunum, gleymum
því jafnvel og svíkjum loforð okkar.
En nóg um það. Þetta er tragí
kómedía, eins og það heitir – grát
brosleg. Hvað eftir annað veltast
áhorfendur um af hlátri. Það er
kannski ósanngjarnt gagnvart
gamla manninum að hlæja að hon
um, en hann er bara svo óendan
lega fyndinn – einkum þegar hann
gerir árangurslausar tilraunir til að
standa uppi í hárinu á unga fólk
inu og sýnast eitthvað annað en
hann er. Reynir að vera töff og kjaft
for. Gerir alla vitlausa. Eiginlega
eru það aðstandendur hans – unga
fólkið – sem ættu að fara á hæli, al
gerlega örmagna og vitstola eftir
þrotlaust stríð við gamla manninn.
Samúð okkar er öll hans megin.
Hláturköst og grátbrosleg andlit
Það er engu líkara en að hlutverk
André hafi verið skrifað með Eggert
í huga – alla vega sá Kristín það
strax. Honum lætur svo vel að skapa
samúð með samúræjanum, aldrei
andúð. Hann hefur allt til að bera,
grátbroslegt andlit, sem með augna
ráðinu einu getur laðað fram hlátur
kast og með einni handahreyfingu
þaggað niður í kjaftöskum.
Og sjá, hvað hann uppveðrast,
þegar Laura – Edda Arnljótsdóttir,
sem fór á kostum í hlutverki hinnar
eggjandi húshjálpar – mætti á stað
inn og fór að gefa honum undir fót
inn – bara svona óvart. Ekki aldeilis
dauður úr öllum æðum né tuðandi
gamalmenni – heldur fyrrverandi
steppdansari, sem var alveg til í að
stíga með henni nokkur spor – og
þó það yrði eitthvað meira.
Harpa Árnadóttir hefur verið að
sækja í sig veðrið á undanförnum
árum, bæði sem frábær leikstjóri
og leikari. Hún er hin fullkomna
metnaðarfulla dóttir André í þessu
leikverki. Mjög frönsk ásýndum,
fínleg en samt sterk, skylduræk
in, elskandi dóttir, sem er við
að gefast upp í eilífu stríði við
vanþakklátan föður og verald
legan sambýlismann – Þröst Leó
Gunnarsson. Sambýlismaðurinn
heldur sig í fjarska, hefur engar
sterkar tilfinningar gagnvart föður
sambýliskonu sinnar, er svo sem
alveg sama – en vill samt halda
sambandi við dótturina, sem hann
elskar út af lífinu – þrátt fyrir allt.
Eitt ógleymanlegasta atriði sýn
ingarinnar er ástarsena þeirra
undir lokin, þegar málin eru farin
að skýrast og ákvörðun hefur ver
ið tekin. Frelsið framundan. Þau
– örmagna eftir vökunótt – sitja
tvö ein í tómri stofunni. Bæði ölv
uð, með hálftóm glös í höndunum
– stjörf af óvæntri löngun hvort
til annars. Hreyfingar þeirra, lát
bragð, augnatillit, fálmandi hend
ur, slagandi fætur, allt svo þrungið
ástríðu – aldeilis ótrúleg snilld.
Annað atriði er líka ógleyman
legt. Það er samleikur karlmanns og
konu – Ólafíu Hrannar Jónsdóttur
og Sveins Ólafs Gunnarsson
ar undir lok sýningar. Þau tvö eru
hinir óvæntu gestir, sem rugla okk
ur öll í ríminu – svolítið absúrd
– ímyndun eða veruleiki. Karl og
kona, sem ætla að vera honum góð
hér eftir. Hann er á þeirra valdi og
tekur lyfin sín þegjandi. Frábær
leikur og eftirminnilegur.
Absúrd veruleiki
Ég verð að minnast á leik
myndina, sem var nokkuð sérstök
– en hana smíðar Stígur Stein
þórsson. Einföld, fábreytt, litlaus,
gagnsæ – blómavasi án blóma.
Heimili fólks á faraldsfæti, eða
gamals manns, sem er löngu
hættur að taka eftir nærumhverfi
sínu? Tómlegt, andlaust, á hverf
andi hveli. Rauði stóllinn var eins
konar hásæti. Þar sest bara hús
bóndinn – eða ósvífnar hjásvæfur
dótturinnar. Lýsingin – Halldór
Örn Óskarsson – líka einföld, en
nærgöngul og miskunnarlaus, gaf
sýningunni samsvarandi litleysi
af ásettu ráði.
Og svo var það tónlist Borgars
á kontrabassann. Merkilegt hvað
honum tekst alltaf að skapa rétta
stemningu, sem hentar bæði
stund og stað – seiðandi og angur
vær í senn. Mig langar líka til að
þakka Kristjáni Þórði Hrafnssyni
fyrir frábæra þýðingu verksins,
sem virðist bæði þægileg í með
förum og leikandi létt í flutningi.
Ég efast um, að nokkur annar
leikstjóri íslenskur en Kristín Jó
hannesdóttir, hefði verið betur til
þess fallinn að stýra uppsetningu
á þessu rómaða verki hins unga
franska höfundar, Florian Zeller.
Það hefur farið sigurför um allan
heim og vakið menn til umhugs
unar um lífið og tilveruna. Af sínu
alkunna næmi hefur hún fund
ið hverri persónu leikara við hæfi
og öllum þeim, sem koma að sýn
ingunni. Hún virðist leggja líf sitt
og sál í allt, sem hún tekur sér fyrir
hendur. Hugsar djúpt, hefur samt
samráð.
„Fullkomið absúrdleikhús,“
segir Kristín – en er ekki raun
veruleikinn stundum svolítið
absúrd? Er gamli maðurinn far
inn að tapa áttum, eða er heimur
inn sjálfur genginn af göflunum?
Voru Konan og Karlmaðurinn
ímyndun eða alvara? Við lifum
á absúrd tímum. Stundum slá
óvæntir atburðir úti í heimi allt
hið liðna út. Ionesco, Sartre,
Arrabal – það sem þeim þótti
absúrd á tuttugustu öldinni, er
orðinn barnaleikur í dag. n
Samviskubit?
Bryndís Schram
ritstjorn@dv.is
Leikhús
Faðirinn
Höfundur: Florian Zeller
Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir
Leikarar: Eggert Þorleifsson, Edda
Arnljótsdóttir, Harpa Arnardóttir,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sveinn Ólafur
Gunnarsson, Þröstur Leó Gunnarsson
Leikmynd: Stígur Steinþórsson
Búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Tónlist: Borgar Magnason
Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson og
Borgar Magnason
Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson
Sýnt í Þjóðleikhúsinu
„Eggert hefur
allt til að bera,
grátbroslegt andlit,
sem með augnaráðinu
einu getur laðað fram
hláturkast og með einni
handahreyfingu þaggað
niður í kjaftöskum.
„Á lokasprettinum
lokum við það
inni á stofnunum,
gleymum því
jafnvel og
svíkjum loforð
okkar
Að hætta að vera til Eggert Þorleifs-
son fer á kostum í hlutverki André gamla
sem tekst á við hrörnun og elliglöp. Verk-
ið fjallar um hvernig hann gefst smám
saman upp fyrir ellinni, er yfirbugaður,
kominn á stofnun og hættur að vera til.