Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Qupperneq 50
26 sakamál Helgarblað 20. október 2017 n Aldraðar konur voru myrtar unnvörpum n Lögreglan lengi vel ráðþrota U m miðjan dag 25. janúar, 2006, knúði Juana Barraza, 48 ára, einstæð móðir, dyra heima hjá 82 ára konu, Önu Mariu de los Reyes, í Mexíkó-borg. Spurði Juana hvort mögulegt væri að fá vatnsglas. Ana Maria hélt það nú og bauð Juönu inn. Þegar inn var komið kyrkti hún Önu Mariu með hlustunarpípu sem hún hafði í fórum sínum. En Juana náðist skömmu síð- ar því leigjandi Önu Mariu hafði séð hana yfirgefa vettvanginn, rétt áður en hann nánast hnaut um líkið af Önu Mariu á stofugólfinu. Ömurleg bernska Áður en lengra er haldið er vert að kíkja aðeins á forsögu Juönu. Hún fæddist í strjálbýlu héraði norður af Mexíkó-borg. Líf hennar var til fárra fiska metið því að sögn gaf móðir hennar, sem þjáðist án efa af alkóhólisma á háu stigi, hana manni í skiptum fyrir þrjá bjóra. Þá var Juana 12 ára og sá sem gerði þessi kostakaup reyndist ekkert gæðablóð og beitti Juönu kynferðislegu ofbeldi. Juana ól honum son, en allt í allt eignaðist hún fjögur börn. Síðar gerðist Juana atvinnu- maður í glímu og glímdi undir nafninu Hljóða daman. Juana fyr- irgaf aldrei móður sinni og varð andúðin í hennar garð hvatinn að því sem seinna gerðist. Árangurslaus leit Í kjölfar handtökunnar kom ýmis legt upp úr krafsinu. Frá árinu 2005 hafði lögreglan ár- angurslaust reynt að hafa hendur í hári morðingja sem virtist beina spjótum sínum að öldruðum konum. Það ár fundust nokkrar gamlar konur kyrktar á heimilum sínum. Hinn óþekkti morðingi hafði fengið viðurnefnið Morðingi hinna öldnu kvenna. Nú varð ljóst að Juana var umræddur morðingi og hafði haft það fyrir sið að þvælast um á almennings- stöðum í leit að öldruðum kon- um sem voru einar síns liðs. Vingaðist við aldnar konur Juana vingaðist við konurnar og öðlaðist traust þeirra og gaf sig stundum út fyrir að vera hjúkr- unarkona eða starfsmaður fé- lagsþjónustunnar. með þessu móti átti hún greiða leið inn á heimili verðandi fórnarlamba síðar, og senni var sú raunin í til- felli Önu Mariu. Konurnar myrti Juana með því kyrkja þær með símasnúru, sokkabuxum eða hlustunarpípu, sem fylgdi hjúkrunarhlutverkinu. Fingraför könnuð Í fyrstu taldi lögreglan að morðinginn væri klæðskiptingur og beindi sjónum sínum að stöðum þar sem klæðskiptingar stunduðu vændi. Síðar vann lög- reglan út frá þeirri kenningu að morðinginn væri karlmaður sem klæddist kvenmannsfötum til þess eins að komast inn á heimili fórnarlambanna. Enn síðar var talið að um væri að ræða tvo morðingja, en ár- angur lögreglunnar var átak- anlega lítill og á endanum voru könnuð fingraför allra sem lágu, liðin lík í líkhúsum Mexíkó-borg- ar. Sennilega vonaði lögreglan að morðinginn hefði séð sóma sinn í að fremja sjálfsmorð. Því var þó ekki að heilsa. Langur dómur En sem sagt; eftir morðið á Önu Mariu var umræddur morðingi gómaður og fljótlega varð ljóst að Juana hafði ýmislegt á samvisk- unni. Réttarhöld yfir henni hófust vorið 2008 og ekki var talið frá- leitt að Juana hefði allt að fjörtíu morð á samviskunni og talið haf- ið yfir allan vafa að fórnarlömb- in hefðu verið birtingarmyndir móður hennar, sem hún fyrirleit af öllu sínu hjarta. Reyndar játaði hún sig aðeins seka um morðið á Önu Mariu, en hægt var með vissu að bendla hana við ellefu morð og hún sak- felld fyrir þau ásamt ýmislegt smáræði á borð við innbrot. Eftir því var tekið að enga iðrun var að sjá á morðkvendinu meðan á rétt- arhöldunum stóð. Juana Barraza fékk 759 ára fangelsisdóm 31. mars 2008. n Morð í Mexíkó-borg „Sennilega vonaði lögreglan að morðinginn hefði séð sóma sinn í að fremja sjálfsmorð Glímukappinn Juana keppti undir nafninu Hljóða daman. Búið spil Juana var nánast gripin glóðvolg við síðasta morðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.