Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Side 28
Vikublað 20. október 2017 4 Íbúar Jóna Vestfjörð Hannesdóttir, 25 ára, Hólmar Örn Eyjólfsson, 27 ára, og Silvía Vestfjörð Hólmarsdóttir, 2 ára. StaðSetning Urriðaholtið í Garðabæ. Stærð 115 fermetrar á efstu hæð í sex íbúða fjölbýli. byggingarár 2017 Inn lit Við erum alveg nýflutt inn í húsið og reyndar fyrstu íbúarnir í blokkinni. Það er mjög sérstök tilfinning. Það er enginn annar fluttur inn,“ segir Jóna Vestfjörð sem rekur versl- unina Seimei ásamt móður sinni, Guðrúnu Sólonsdóttur. Jóna er trúlofuð knattspyrnumanninum Hólmari Erni Eyjólfssyni en þau búa jafnframt í borginni Sofia í Búlgaríu þar sem hann sinnir sínu starfi. „Við fluttum reyndar þangað núna í september en þar áður bjuggum við í eitt ár í Ísrael. Svo lá okkur frekar mikið á að koma okkur fyrir hérna því ég kem mikið heim til Íslands. Bæði vegna auk- inna umsvifa við verslunina með mömmu og svo er ég líka að leggja lokahönd á mastersritgerð við Há- skólann þar sem ég er að klára nám í líffræði,“ segir Jóna sem hefur ferðast um heiminn frá því hún var barn vegna vinnu foreldra sinna. Hún kynntist unnusta sínum þegar hún var sautján ára og saman hafa þau búið á nokkrum stöðum í heiminum undanfarin ár. „Hólmar var átján ára og ég sautján þegar við byrjuðum að vera saman. Hann bjó úti þegar við kynntumst og svo flutti ég fljótlega til hans. Árið okkar í Ísrael var æðislegt. Það er frekar skrautlegt að vera þarna, enda Ísraelar mjög blóðheitt fólk. Stundum heyrði maður líka sprengingar en það er bara eitthvað sem fylgir því að búa þarna. Dóttir okkar hafði það mjög gott enda nutum við þess að vera í hlýju loftslagi. Það verður breyting fyrir okkur að fara til Búlgaríu en þar er víst mjög kalt á veturna, jafnvel kaldara en hérna. Allt niður í tuttugu gráðu frost.“ En hvernig stendur á því að Garðabærinn varð svo fyrir valinu fyrir fyrsta heimili ykkar saman hér á Íslandi? „Ég ólst að miklu leyti upp í Garðabænum og foreldrar Hólmars búa hérna rétt hjá, í Kópavoginum, Fallegir munir Frá Framandi löndum bollaStell Þetta fallega leirtau pantaði mamma af sýningu í Filippseyjum. Þar hitti hún framleið- andann sem gerir þessa fallegu muni. Þeir eru frekar óreglulegir í laginu og litirnir mjög fallegir. Svo má setja þetta í uppþvottavél sem er æði. Það er hægt að panta þetta í gegnum búðina okkar ef fólk vill, en stellið er samt ekki til eins og er. Það þarf að bíða aðeins eftir því. borðStofan Ljósið er hannað af Nemo Lighting en ég keypti það í verslunni Módern. Þau eru nýbúin að fá þetta merki og ég var sú fyrsta sem ég keypti þetta ljós hér á Íslandi, sem mér finnst mjög skemmtilegt. Það er svo gaman að eiga hluti sem eru ekki alveg úti um allt. Þetta er nýtt vörumerki sem ég hafði ekki heyrt um áður en ljósin koma í alls konar litum og stærðum. Ég valdi silfur af því mér finnst það passa vel við háfinn og lappirnar á borðstofuborðinu. Borðstofuborðið kemur frá Filippseyjum og er gert úr akasíuharðviði. Mamma hefur ferðast svolítið þangað. Þessi viðartegund er mjög algeng þar í landi en mér finnst hún mjög falleg, lífræn og lifandi. Borðplatan er 300 kíló og það var mikið maus að koma henni hingað inn en hún fer ekkert úr þessu. Það er hægt að sérpanta lappirnar undir borðið í fjölbreyttum formum og litum og í raun plöturnar líka. Óregluleg form og litir Jóna er hrifin af því hvað borðplatan, sem er 300 kíló, er lífræn og litrík og það sama heillar hana við þetta leirtau, sem er bæði lita- fagurt og skemmtilegt í laginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.