Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Side 49
fólk - viðtal 25Helgarblað 20. október 2017
stétt og jöfnuður. Flott kjörorð
sem hefur týnst einhvers staðar á
leiðinni.
Þegar ég fékk kosningarétt var
fyrsti flokkurinn sem ég kaus O-
flokkurinn, sem var Besti flokkur
síns tíma. Ég styð frelsi einstak-
lingsins, vil jöfnuð og elska mann-
úð. Ég myndi segja að ég væri
hægri krati. Ég held reyndar að við
séum öll með tölu hægri kratar.
Nú stendur leðjuslagur milli
stjórnmálamanna sem hæst og
hnútuköst sem eru alveg á barmi
velsæmis. Það væri frábært ef
við gætum öll unnið saman, en
stjórnmálamönnunum hefur mis-
tekist að sameina þjóðina. Hvað
gerist svo? Litla ríkið Ísland kemst
á HM og öll þjóðin sameinast. Ef
strákarnir í fótboltalandsliðinu
væru í framboði myndu þeir fljúga
á þing. Ekki má svo gleyma stelp-
unum í boltanum. Íþróttafólkið
okkar er að sameina þjóðina þvert
á flokka.
Í kosningabaráttunni heyrum
við sömu klisjurnar, það er talað
um eldra fólkið, heilbrigðiskerfið,
vegamál og umhverfismál og allir
vilja gera allt. Eftir kosningar kem-
ur stóra spurningin um forgangs-
röðun og hvar eigi að taka pening-
ana og kosningaloforðin gufa upp.“
Heppinn að eiga góða konu
Talið berst að fjölskyldunni. Eigin-
kona Björgvins er Ragnheiður
Björk Reynisdóttir og þau eiga tvö
börn, Svölu og Odd Hrafn, sem
bæði hafa skapað sér nafn í tón-
listargeiranum. „Ég er óskaplega
heppinn að eiga góða konu sem er
búinn að þola mig í gegnum tíð-
ina. Við rífumst ennþá smávegis,
sem er bara gott. Hún er kaþólsk
svo hún getur ekki skilið við mig,“
segir Björgvin og hlær. „Við eigum
sameiginleg áhugamál, eins og
ferðalög og kvikmyndir. Við elsk-
um og virðum hvort annað.
Krakkarnir eru farnir að
heiman. Svala er búin að búa í Los
Angeles í níu ár og Krummi býr í
Reykjavík með kærustunni sinni
og er að stofna vegan-matreiðslu-
stað. Þau Linnea, kærastan hans,
eru bæði vegan og hún er mat-
reiðslumeistari. Síðustu tvö jól
hafa verið vegan-jól hjá okkur fjöl-
skyldunni og maturinn sem þar er
boðið upp á er frábær. Það hefur
svo margt breyst í matarmenn-
ingu okkar. Hér áður fyrr þegar
einhver sem var grænmetisæta
kom inn á veitingastað þá fékk
viðkomandi salatblað, tómat og
agúrku og varð að gera sér það að
góðu. Nú er það allt breytt. Bestu
hamborgararnir sem maður fær
eru til dæmis vegan frá Lindu
McCartney.“
Áður en Björgvin kynntist konu
sinni eignaðist hann soninn Sigurð
Þór. „Kona Sigurðar heitir Rakel og
þau eiga þrjú börn, þannig að ég
er afi. Þetta er óskaplega falleg fjöl-
skylda og við erum í góðu sambandi
en þetta samband má samt alltaf
vera meira. Ég er svo upptekinn í
vinnu en þarf að fara meira inn í afa-
hlutverkið,“ segir Bjöggi.
Guð í sjálfum okkur
Börn Björgvins og Ragnheiðar,
Svala og Krummi, eru kaþólsk
eins og móðir þeirra. „Þau eru
kaþólikkar en eru kannski ekki á
skeljunum alla daga. Svala heitir
Svala Karítas og Krummi heitir
Oddur Hrafn Stefán, þau bera
dýrlinganöfn,“ segir Björgvin.
Spurður um trúmál segir hann:
„Ég er nokkur efasemdarmaður
og trúi á vísindin. Í gamla daga
þegar ég sigldi með pabba mín-
um á togara hafði hann það fyrir
sið að signa sig um leið og hann
hann fór í nærbolinn. Hvað geri
ég þegar ég fer í nærbolinn. Ég
signi mig. Af hverju geri ég það?
Jú, af því pabbi gerði það.
Sjálfur Megas sagði: Ef þú
hefur ekki guð þá er alveg eins
gott að vera uppi í rúmi og breiða
upp yfir höfuð. Segjum sem svo
að við værum ein úti á hafi í ára-
lausum bát í vitlausu veðri. Hvað
gerum við þá? Við förum með
Faðirvorið. Það er gott að eiga
traust handfang til að halda í.
Guð er ekki karl upp í skýjunum
með sítt skegg og hatt, hann er
ekki Gandálfur. Guð er í sjálfum
okkur.“
Jólatónleikar, heimildamynd
og plötur
Björgvin undirbýr nú hina gríðar-
lega vinsælu jólatónleika sína,
Jólagesti Björgvins, sem haldnir
verða í ellefta sinn og nú í Hörpu.
„Þetta er stór fjölskylduskemmtun
sem á að höfða til allra. Við erum
með frábæra hljómsveit og
hörkusöngvara,“ segir hann en
meðal flytjenda verða Páll Óskar
Hjálmtýsson, Svala, dóttir hans,
Ragga Gísla, Jóhanna Guðrún
Jónsdóttir, Katrín Halldóra Sig-
urðardóttir, Gissur Páll Gissurar-
son, Júníus Meyvant og Stefán Karl
Stefánsson verður sérstakur gestur.
Stöð 2 gerir síðan sérstakan þátt
sem nefnist Jólastjarnan þar sem
börn fjórtán ára og yngri senda
inn myndbönd með söng sínum
og síðan verður kosinn sigur vegari
sem verður Jólastjarnan og kem-
ur fram á tónleikunum, en það
gera einnig allir þeir sem kom-
ast í úrslit. „Fjórða árið í röð er ég
svo með Litlu jól Björgvins sem
verða á Þorláksmessu klukkan 22 í
Bæjar bíói, þegar allir eru búnir að
versla og þar er alvöru jólamatur
innifalinn.“
Fleira er á döfinni. Í rúmt ár
hafa Jón Þór Hannesson og Ágúst
Guðmundsson leikstjóri verið
gera heimildamynd um Björgvin,
þar er rætt við hann sjálfan, talað
við samstarfsmenn og farið yfir
ferilinn. Myndin verður sýnd á
RÚV einhvern tímann á næstu
mánuðum.
Ekki er allt upp talið því Björg-
vin syngur nokkur lög á væntan-
legri plötu Gunnars Þórðarsonar.
„Gunni er að koma með sína
fyrstu sólóplötu í mörg herrans ár.
Ég syng þrjú ný lög eftir hann, gull-
falleg við texta Guðmundar Andra
Thorssonar og Jakobs Frímanns
Magnússonar. Gunni er kominn í
sitt gamla stuð. Í vetur fer ég svo í
stúdíó og hljóðrita nýja músík eftir
mig. Þetta hefur staðið til lengi en
nú verð ég að láta verða af því.“
Alltaf í vinnunni
Þegar svo mikið er að gera liggur
beint við að spyrja söngvarann
hvort hann eigi einhvern tímann
frí. „Ég er eins og stormsveipur
úti um allt. Ég verð alltaf að vera
að gera eitthvað,“ segir hann. „Ég
er lítið heima hjá mér. Ég er alltaf
í vinnunni, enda á hún hug minn
allan. Ég hef ekki farið í frí í langan
tíma. Konan mín er að fara að
heimsækja Svölu í Los Angeles,
ég verð heima. Það verður einhver
að passa persakettina og fara út á
galeiðuna og syngja og spila.
Tónlist er svo stór þáttur í lífi
mínu. Ef ég væri ekki að koma
fram sjálfur þá myndi nægja mér
að hlusta á alls konar músík. Ef ég
hefði ekki tónlist þá veit ég ekki
hvað ég myndi gera.“ n
„Ég varð dálítið fyrir
barðinu á hrekkju-
svínunum og varð ein-
hvern veginn að bregðast
við og þá notaði ég bara
kjaftinn.
Alltaf í vinnunni
„Ég er eins og storm-
sveipur úti um allt. Ég
verð alltaf að vera að
gera eitthvað.“ Mynd
SiGtryGGur Ari
Láttu þér ekki vera kalt
Sími 555 3100 www.donna.is
hitarar og ofanar
Olíufylltir ofnar 7 og 9
þilja 1500W og 2000 W
Keramik hitarar
með hringdreifingu
á hita
Hitablásarar
í úrvali
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf