Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 20
20 sport Helgarblað 20. október 2017 A landslið kvenna dvelur nú í Wiesbaden í Þýska- landi þar sem undirbún- ingur fer fram fyrir leik- ina tvo sem fram undan eru í undankeppni HM. Leikið verð- ur gegn Þýskalandi í Wiesbaden í dag, föstudag, og gegn Tékk- landi í Nojmo þriðjudaginn 24. október. Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins með 3 stig eft- ir einn leik en Þýskaland, sem hefur spilað tvo leiki er í efsta sætinu með 6 stig. Lokakeppni HM fer fram í Frakklandi sumar- ið 2019 en undankeppninni lýk- ur í september 2018. Verkefnið verður afar erfitt enda á Þýska- land eitt allra sterkasta landslið í kvennaknattspyrnu í dag líkt og síðustu ár. Úr hverju eru stelpurnar gerðar Það var mikið högg sem kvenna- landsliðið fékk á Evrópumótinu í Hollandi í sumar þegar liðið ætl- aði sér stóra hluti, væntingarn- ar voru talaðar upp en liðið tap- aði öllum leikjum sínum og höggið var því mikið. Stelpurnar hafa hrist þessi vonbrigði af sér og byrjuðu með látum gegn Færeyjum, mótspyrnan var þó lítil sem engin. Flestir gera ráð fyrir sigri Þýska- lands í fyrri leiknum en stelpurn- ar þurfa helst sigur í seinni leikn- um gegn Tékklandi því baráttan um að komast á HM er afar hörð. „Óskhyggja er að ná í sex stig, það væri stórkostlegur árangur, við förum mjög sátt heim með fjögur stig. Við megum ekki tapa í Tékk- landi, það væru vond úrslit. Við þurfum að hitta á toppleik til að fá þrjú stig í Tékklandi svo ég tali nú ekki um gegn Þýskalandi, þeim risa. Þetta er búið að vera tilfinn- ingaríkt ár og leikmenn komu vel gíraðir inn í verkefnið gegn Fær- eyjum og gáfu allt í það. Þá átti ég góð samtöl við leikmenn um að gera betur, við erum á réttri leið hvað það varðar,“ sagði Freyr Al- exandersson þjálfari um verk- efnið. n hoddi@433.is Stórt próf fyrir stelpurnar okkar W illum Þór Þórsson, frambjóðandi Fram- sóknar í alþingiskosn- ingunum, leggur til að virðisaukaskattur af mannvirkja- gerð tengdri íþrótta- og æsku- lýðsstarfi verði endurgreiddur. Þetta myndi hafa í för með sér að kostnaður við byggingu íþrótta- mannvirkja myndi lækka um 24,5 prósent. Willum var þingmaður þangað til á síðasta ári en hann er oddviti Framsóknar í Suðurvest- urkjördæmi. Willum hefur mikla innsýn inn í íþróttastarfið og mik- ilvægi þess í gegnum störf sín í kringum fótboltann og einnig í kringum börnin sín en hann er fimm barna faðir og er því mikið í kringum það starf í íþróttahreyf- ingunni. „Ég er með hugmyndir varð- andi byggingu og viðhald íþrótta- mannvirkja; að endurgreiða virðisaukaskattinn af slíkum fram- kvæmdum, starfsemin er víðast hvar sprungin utan af sér og þetta eru í dag bara nútíma félagsmið- stöðvar. Ég sem foreldri barna í íþróttum sé þetta víða, foreldrar eru að koma með börnunum sín- um og samvistir foreldra og barna eru mikilvægur liður í uppeldi barna. Það má svo ekki gleyma því mikilvæga hlutverki sem íþróttir hafa á heilbrigðiskerfið, þetta dregur úr álagi á það. Við þurfum að efla forvarnarhliðina sem tengist heilbrigðismálum,“ sagði Willum þegar DV leitaði eftir út- skýringum hjá honum varðandi þessar hugmyndir. Hjálpar til við bygginu nýs þjóðarleikvangs Mikil krafa er í knattspyrnuhreyf- ingunni um að nýr Laugardals- völlur verði byggður upp og er það í plönum að gera slíkt. Ríkið, Reykjavíkurborg og KSÍ þurfa að komast að samkomulagi um þetta. Willum segir að leiðin með virðis- aukaskattinn hjálpi þar mikið til. „Þessi umræða um nýjan þjóðar- leikvang hefur fengið byr undir báða vængi, þessi völlur er löngu komin á tíma. Það er búið að byggja upp vesturstúkuna og það er hægt að nota hana, það er öllum ljóst að það þarf nýjan leikvang. Leikurinn gegn Kósóvó þar sem strákarn- ir tryggðu sig inn á HM staðfestir það. Það var fjöldi fólks sem komst ekki á völlinn því hann hefur ekki verið stækkaður. Með því að setja í gang að virðisaukaskatturinn verði endurgreiddur þá virkar það sem 25 prósenta styrkur frá ríkinu inn í þá hugmynd að byggja nýjan þjóðarleikvang. Þetta yrði almenn aðgerð sem myndi nýtast öllum. Íþróttahreyfingin þarf að koma saman, ásamt borgaryfirvöldum og ríki, og fara yfir öll þessi mál, það er mikilvægt að finna lausnir fyrir alla hreyfinguna.“ Íþróttir eru forvarnarstarf Willum segir það vera lýðheilsu- mál að hlúa vel að öllu íþróttastarfi enda sé það stór hluti af forvörnum fyrir unga krakka, hann segir það sannað að íþróttir og æskulýðsstarf hjálpi ungu fólki að fóta sig betur í lífinu. „Mikilvægi forvarna sem koma í gegnum íþróttastarf verð- ur seint talið í krónum, það er hægt að fullyrða það. Það eru fjölmargar rannsóknir sem sýna að skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf vinnur með ungu fólki. Þetta kemur líka oft og tíðum í veg fyrir að unglingar leiðist út í vandræði og vesen, þetta styrkir sjálfsmynd hjá krökk- um og styrkir þá í námi. Seinna meir dregur svona starf úr töpuð- um vinnustundum og styrkir fé- lagslega færni. Það sem rannsókn- ir um skipulagt íþróttastarf sýna er að þetta sé besta forvörnin sem er í boði,“ segir Willum. „Við búum að frábæru barna- og unglingastarfi í íþróttahreyfingunni um allt land, svo eru það líka æskulýðsfélögin, Skátarnir og KFUM og KFUK.“ Keppnisskapið kviknar Nú þegar stutt er í kosningar kemur keppnisskapið upp í Willum sem hann hafði bæði sem íþróttamaður og síðar þjálfari. Willum þjálfaði KR í Pepsi-deild karla síðasta sum- ar, hann ákvað hins vegar að láta af störfum þegar þrýst var á hann í Framsóknarflokknum að leiða flokkinn í Suðurvesturkjördæmi. „Gamla keppnisskapið kemur upp í manni, þetta er virkilega gaman. Frambjóðendur eru á hlaupum á milli staða, það vaknar allt þjóð- félagið. Það vakna allir til lífsins og berjast fyrir sínum málefnum, þetta er skemmtilegur tími. Maður eflist í svona keppni, eitt sem mað- ur lærir í íþróttum er að halda ein- beitingu í svona verkefni. Maður hugsar þetta ekki í of stóru sam- hengi, heldur einn dag í einu, það eru allir að leggja sitt af mörkum. Við í Framsókn erum með mjög góða stefnu, þessar kosningar snú- ast um að fá hér stöðugt stjórnar- far; ríkisstjórn sem stendur næstu fjögur ár. Þessir síðustu dagar fyrir kosningar eru skemmtileg barátta að taka þátt í.“ n Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is „Mikilvægi forvarna í gegnum íþróttastarf seint talið í krónum“ n Vill endurgreiða virðisaukaskatt af íþróttamannvirkjum n Keppnisskapið nýtist vel Hörð barátta Miðað við kannanir er tvísýnt hvort Willum Þór nái inn á þing. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.