Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Side 54
30 fólk - viðtal Helgarblað 20. október 2017 Þ egar stigið er inn fyrir gættina á heimili Ingós Geirdal í Þverholtinu verð­ ur manni ljóst að hér býr mikill safnari. Innrammaðar ljós­ myndir, plaggöt og teikningar hanga á veggjunum og flestar árit­ aðar. Mest áberandi eru myndir tengdar rokkhljómsveitinni Alice Cooper, þar á meðal tvær ljós­ myndir af Ingó og rokkgoðinu sjálfu. Einnig hanga þar myndir af kvikmyndastjörnunni Charlie Chaplin og einn glerskápur er full­ ur af munum tengdum honum. „Þetta er nú frekar látlaust núna vegna þess að ég hef flutt oft á undanförnum árum. Áður fyrr var ég með tvo veggi undir Alice Cooper og tvo undir Chaplin.“ Með aldrinum hefur Ingó að mestu leyti hætt að flagga söfn­ um sínum en hver einasti munur er þó enn til í geymslu. Þrátt fyrir meint látleysi er íbúðin ákaflega tilkomumikil og segir mikla sögu. Auk þess að vera forfallinn safnari hefur Ingó verið töframað­ ur og gítarleikari í rokkhljómsveit­ um í meira en þrjá áratugi. Hann lærði tækniteiknun í Iðnskólanum og starfar nú hjá skiltagerðinni Lógóflex. „Ég vinn fulla vinnu og er með töfrasýningar og tónleika um helgar. Það er nóg að gera hjá mér.“ Nánir bræður Ingólfur Hjálmar Ragnarsson Geirdal er fæddur 9. maí árið 1968 í Reykjavík, elsti sonur Ragnars Geirdals og Jennýjar Sigurðar­ dóttur. Fyrstu fimm árin bjó hann í Bústaðahverfinu en flutti þá í Breiðholtið sem var að byggjast hratt upp. „Ég er einn af upp­ haflegu Breiðholtsvillingunum. Maður mótast af umhverfinu og aðstæðunum og ég held enn þá góðu sambandi við þá vini sem ég kynntist á þessum tíma.“ Síðan hefur Ingó búið í Reykjavík alla tíð ef frá eru talin þrjú ár í Svíþjóð. Hann á tvö yngri systkini, Kol­ brúnu Svölu og Sigurð (Silla). Ingó og Silli hafa verið samferða í tón­ listinni síðan í æsku en fimm ár eru á milli þeirra. „Þessi aldurs­ munur skipti meira máli þegar ég var unglingur en hann barn en við höfum alltaf verið mjög nánir. Þegar ég fermdist árið 1982 fékk ég í gjöf utanlandsferð til frænku minnar sem bjó þá í Seattle. Ég fór þangað með ferm­ ingarpeningana og keypti mér raf­ magnsgítar, fimmtíu rokkplötur og bassa handa Silla. Þarna var lagður grunnurinn að okkar sam­ starfi.“ Þeir bræður eru mjög svip­ að þenkjandi í tónlistinni en Silli hefur þó breiðari smekk. „Við höf­ um alltaf átt mjög auðvelt með að semja tónlist saman.“ Ingó segir að móðir þeirra, sem vinnur við heimahjálp, hafi reynst þeim bræðrum mjög góður bak­ hjarl í tónlistinni. „Hún mætir oft á tónleikana okkar, skutlar okkur og hjálpar á ýmsa vegu.“ Hann segist hins vegar hafa lært „nörd­ ismann“ af föður sínum sem er bifvélavirki og gerir upp fornbíla. „Ég hef engan áhuga á bílum og hann engan áhuga á þungarokki. En við gefum okkur alla í það sem við höfum áhuga á. Svo höfum við eitt sameiginlegt áhugamál sem er Chaplin. Hann fór með mig fjögurra ára gamlan í Hafnarbíó til að sjá Nútímann og þar kviknaði neistinn.“ Dýrgripir frá Chaplin Chaplin­safn Ingós er með nokkrum ólíkindum. Krúnu­ djásnið er bambusstafur sem Chaplin gaf frá sér eftir tökur á kvikmyndinni Borgarljós árið 1931. Þann staf keypti Ingó á upp­ boði hjá Christie's í London og auðvelt er að staðfesta uppruna hans því líkt og fingraför er enginn bambus eins. Stafurinn hangir uppi á vegg við hlið tveggja árit­ aðra ljósmynda af Chaplin frá ár­ unum 1915 og 1933. „Þær eru báðar frummyndir. Ég fór með þær til Jóhannesar Long ljós­ myndara sem hefur unnið við að gera upp myndir. Pappírinn er frá þessum tíma og skemmdirnar í þeim myndu ekki koma fram ef þetta væru afrit. Það sést á yngri myndinni að ljósmyndarinn hefur litað með brúnum blekpenna yfir gráu hárin. Jóhannes var fljótur að sjá þetta.“ Ingó segist hafa borgað töluvert fyrir stafinn og myndirnar en ekkert í líkingu við það sem munir á borð við þessa fara á í dag. Þessir munir voru keyptir í vinsældalægð Chaplins, áður en kvikmynd leikstjórans Richards Attenborough gerði hann aftur vinsælan. Vitaskuld eru gripirnir tryggðir í bak og fyrir. Charles Chaplin lék í 81 kvik­ mynd, sem hafa varðveist, og Ingó á þær í öllum útgáfum, átta og sextán millimetra filmum, VHS­ spólum, laser­diskum, DVD­ diskum og BluRay­diskum. „Ég er alltaf að kaupa eitthvað inn í safnið. Þegar nýtt form kemur eru myndirnar hreinsaðar upp og gæðin verða betri.“ Ingó á einnig ógrynni bóka, ljósmynda, hljóm­ platna og bréfa sem hann hefur sankað að sér síðastliðin þrjátíu ár. „Þegar ég byrjaði á þessu var ekki komið neitt internet og ég var stanslaust í bréfaskriftum við aðra safnara um allan heim.“ Þá hefur hann einnig verið í sambandi við meðleikara Chaplins og fjölskyldu hans, með­ al annarra Claire Bloom sem lék í Sviðsljósi (1952) og tvö börn hans úr síðasta hjónabandinu, Michael og Victoriu. Victoria kom til Ís­ lands á Listahátíð árið 1998 með sýningu sem nefndist Ósýnilegi sirkusinn. „Einn daginn fékk Rokkið, töfrarnir og stafur Chaplins Ingó Geirdal hefur aldrei látið neitt stöðva sig í því að láta draumana rætast. Hann hefur þvælst um Bandaríkin með hetjum sínum úr rokkinu, sýnt töfrabrögð um borð í skemmtiferðaskipi og eignast dýrgripi úr safni leikarans Charles Chaplin. Þessi ástríða hefur hjálpað honum að sigrast á sjúkdómnum sem hefur hrjáð hann allt frá barnæsku. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Ég var þá á þunglyndis- lyfjum og sturtaði úr öllu glasinu ofan í mig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.