Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Qupperneq 42
Vikublað 20. október 2017 10
eins og hún er kennd, að minnsta
kosti víða í Bandaríkjunum, sem
gerir hana að mjög spennandi
fræðigrein. Það er hægt að
rannsaka afbrot út frá svo mörg-
um sjónarhornum, til dæmis
félagsfræðilegum, sálfræðilegum,
líffræði- eða lögfræðilegum. Við
gætum til dæmis viljað svara því af
hverju karlar eru svona miklu lík-
legri en konur til að brjóta af sér?
Til að komast að svarinu er hægt
að beita líffræðilegum kenningum
og rannsóknum en líffræðin á hins
vegar erfitt með að svara af hverju
kynjamunurinn er svona mis-
munandi á milli ólíkra landa og af
hverju hann hefur aðeins minnkað
á undanförnum áratugum. Félags-
fræðileg nálgun hentar betur til að
svara þessu og til dæmis af hverju
95 prósent skráðra brotamanna í
sumum löndum eru karlar, en um
65 til 70 prósent í öðrum löndum.
Ef við höldum að skekkja í vinnu-
brögðum lögreglu skýri þennan
mun, að lögreglan sleppi frekar
konum en körlum til dæmis, þá
erum við enn að beita félagsfræði-
legri nálgun, og kannski sálfræði-
legri, að einhverju leyti. Þannig að
þetta er endalaust fjölbreytt.“
Ýktar hugmyndir um karlmennsku
ríkjandi hjá lögreglunni
Margrét segir að lögreglan sem
stofnun sé mjög mikilvæg og
áhugaverð þótt ekki sé nema
bara fyrir þá staðreynd að þetta
er eina starfið þar sem ætlast er
til að menn beiti valdi og hafa
lagalega heimild til þess. Menntun
og þjálfun lögreglunnar sé því
gríðarlega mikilvæg enda vald
mjög vandmeðfarið. Hún segir að
sér hafi þótt það mikil gleðitíðindi
þegar hún frétti að lögreglunámið
yrði fært upp á háskólastig og að
fræðilegar rannsóknir á störfum
lögreglunnar séu líka mikilvægar
þótt hingað til hafi verið allt of lítið
af þeim á Íslandi. Hún er þó bjart-
sýn á að þetta fari að breytast.
„Lögreglan á Íslandi hefur, eins
og í öðrum löndum, verið mikil
karlastofnun. Rannsóknir stað-
festa að mjög ýktar hugmyndir
um karlmennsku séu ríkjandi
í faginu en ég held að þær séu
erfiðar fyrir karlmenn. Karlmenn
verða að fá að vera viðkvæmir, því
auðvitað eru þeir það líka eins og
konur stundum. Við erum öll svo
viðkvæm á köflum. Að sama skapi
held ég, að þó líkamlegur styrkur
sé mikilvægur, í vissum aðstæðum
í starfinu, sé hann líka aðeins of-
metinn og tilfinningalegur styrkur
vanmetinn. Það er að segja, það að
vera í andlegu jafnvægi, að finna
fyrir samkennd, að geta sett sig í
spor annarra og að geta hlustað
á og talað við fólk, það skiptir
raunverulegu máli og þá gildir
einu hvort þú ert karl eða kona. Í
lögreglustarfinu er mikilvægara en
í flestum öðrum störfum að geta
sýnt alls konar fólki virðingu, líka
fólki sem flest okkar vilja helst
forðast,“ segir Margrét og bætir við
að það sé jafnframt mikilvægt að
almenningur treysti lögreglunni og
sýni henni virðingu en virðingin
verði líka að vera gagnkvæm. „Í
samanburði við önnur lönd eru
Íslendingar samt frekar ánægðir
með störf lögreglunnar og treysta
henni betur en mörgum öðrum
stofnunum samfélagsins.“
Stimplar og smánun í samfélaginu
ekki uppbyggjandi leið til betrunar
Eins og fyrr segir er Margrét líka
að rannsaka langtímaáhrif af
refsandi aðgerðum. Þar skoðar
hún meðal annars stöðug af-
skipti lögreglu, refsandi aðgerðir
í skólakerfinu, hvaða áhrif það
hefur á ungt fólk að vera handtekið
af lögreglu og/eða rekið úr skóla,
hvaða áhrif það hefur á sjálfsmynd,
áframhaldandi skólagöngu og
starfsframa svo sitthvað sé nefnt.
„Með því að setja fram þessar
spurningar er ég ekki að segja að
það eigi ekki að bregðast við þegar
reglur eru hundsaðar. Sérstaklega
þegar fólk beitir ofbeldi. Agi er
mikilvægur, en við verðum að huga
að þeim aðferðum sem eru notaðar.
Hver er eftirfylgnin? Það þarf að
hlúa sérstaklega að nemendum
sem hafa verið reknir úr skóla og
taka vel á móti þeim þegar þeir
snúa til baka. Ekki bara vegna þess
að það er það sem almennilegt
fólk gerir, heldur líka vegna þess
að þannig drögum við stórlega úr
líkum á endurtekinni brotahegð-
un. Stimplun og smánun eru ekki
vænlegar leiðir til betrunar. Ég hef
áhuga á formlegum refsingum, eins
til dæmis því hvað virkar og hvað
ekki í fangelsiskerfinu, en ég hef
eiginlega meiri áhuga á óformleg-
um refsingum sem eiga sér stað úti
í samfélaginu. „Þetta er Siggi. Hann
er átta ára lygari.“ Hvað gera svona
yfirlýsingar sjálfsmyndinni? Varla
neitt gott?“
Tíðni nauðgana breyttist þegar skil-
greining á kynferðisbrotum var víkkuð
Margrét segist líka hafa mikinn
áhuga á samanburði milli landa og
þá er það helst aðferðafræðin sem
heillar. Hún segir að sama athæfið
sé gjarna skilgreint á ólíkan hátt
í lögum landa og því oft erfitt að
nota lögreglugögn til að segja til
um hvort tíðni af einni tegund
glæpa sé hærri í landi A en landi B.
Verklag lögreglunnar sé líka með
mjög ólíkum hætti á mismunandi
stöðum, bæði hvernig brot eru
skráð og hvað lögreglan einblíni
á hverju sinni. Þetta hafi áhrif á
skráða tíðni afbrota.
„Svo er fólk auðvitað misjafn-
lega tilbúið að tilkynna brot til
lögreglu og þá komum við aftur
að trausti til lögreglunnar sem er
mjög mismunandi eftir löndum.
Ég hef gert rannsókn þar sem ég
ber saman alvarlegt ofbeldi gegn
konum og körlum, eins til dæmis
morð, á milli landa og tengi við
tekjuójöfnuð og kynjaójöfnuð
innan hvers lands,“ segir hún og
bætir við að þetta geti vissulega
orðið svolítið flókið. Sem dæmi
nefnir hún fréttir af því að tíðni
nauðgana hafi aukist í Svíþjóð á
undanförnum árum og að þetta
tengist auknum fjölda innflytjenda.
Hún segir þetta ekki stemma við
tölfræðigögn.
„Tíðni nauðgana í Svíþjóð
hækkaði hins vegar þegar Svíar
breyttu skilgreiningum og
skráningum á kynferðisbrotum.
Skilgreiningin hefur víkkað. Nú er
fleira sem er talið refsivert en áður
var. Nú er líka hvert brot með sama
geranda og þolanda skráð sem
einstakt brot,“ segir hún og nefnir
dæmi.
„Þegar kona kærir eiginmann
sinn fyrir nauðgun, og greinir frá
því að hann hafi nauðgað henni
vikulega í eitt ár, eru þetta núna
skráð sem fimmtíu og tvö aðskilin
brot en áður hefði þetta verið skráð
sem eitt. Í sumum löndum er enn
í dag ekki hægt lagalega séð að
nauðga maka sínum, þannig að
þess konar brot koma aldrei á borð
lögreglunnar. Það gefur auga leið
að í þeim löndum er tíðni nauðg-
ana sem birtist í lögreglugögnum
mjög lág. Svo upplifir fólk sama
athæfið á ólíkan hátt í ólíkum
samfélögum sem gerir þetta enn
flóknara,“ segir hún og bendir um
leið á að fólk þurfi að skoða sam-
anburðinn vel. Til dæmis hversu
langt aftur í tímann samanburður-
inn nær, hvort skráningar lögreglu
hafi breyst og hvað sé verið að bera
saman.
Við fæðumst með ólík verkfæri
til að fóta okkur í þessum heimi
Margrét segir að í öllum saman-
burði hafi glæpatíðni lækkað
í Svíþjóð á síðustu tuttugu til
tuttugu og fimm árum eins og í
flestum þeim löndum sem eru laus
við stríð og að fyrir flest okkar sé
heimurinn að verða öruggari og
almennt betri staður til að búa á.
Þetta sé þó auðvitað ekki algilt og
framfarir sannarlega ekki sjálf-
gefnar. Hún bendir líka á að vissu-
lega sýni rannsóknir frá Svíþjóð
að innflytjendur séu aðeins líklegri
en innfæddir til að brjóta af sér,
en það tengist yfirleitt félagslegum
aðstæðum þeirra sem eru oft ólík-
ar aðstæðum innfæddra. Hærri
afbrotatíðni meðal aðkomumanna
gildi þó ekki alls staðar og sé
þannig ekki regla.
„Til dæmis er afbrotatíðni
meðal innflytjenda ekki hærri
en meðal innfæddra, mjög víða í
Bandaríkjunum. Þannig að mót-
tökurnar og aðstæður innflytjenda
hljóta að skipta máli líka. Svo getur
verið að bakgrunnurinn skipti
máli, að ólík viðhorf í ólíkum
menningarsamfélögum hafi áhrif,
það þarf bara að rannsaka þetta
betur. Ekki til að nota sem ástæðu
til að loka landamærum, heldur til
að komast að því hvernig við get-
um betur brugðist við og komið í
veg fyrir afbrot. Það er engin fædd-
ur vondur en við fæðumst mörg
með ólík verkfæri til að fóta okkur
í þessum heimi. Flestir sem beita
ofbeldi hafa lært það á einhvern
hátt, að það sé tól sem sé eðlilegt
eða gagnlegt að nota í ákveðnum
aðstæðum,“ útskýrir hún.
Tengir við Sögu Noren
„Ég hef mikinn fræðilegan áhuga
á lögreglustarfinu en myndi samt
ekki vilja vera lögreglukona, nema
„ Í lögreglustarf-
inu er mikil-
vægara en í flestum
öðrum störfum að
geta sýnt alls konar
fólki virðingu, líka
fólki sem flest okkar
vilja helst forðast.